— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Saga - 31/10/06
Ýsfirzk fyndni XVIII.

Kæru lesendur. Þá er loksins komið að því að 18. bindi Ýsfirzkrar fyndni lítur dagsins ljós. Hafa reyndar margir komið að máli við mig og hvatt mig til þess að halda þessari úgáfu áfram og mun hér reynt að koma til móts við þær óskir. Ekki viku of snemma myndu kannske sumir segja sem vilja tryggja sér nokkur eintök til jólagjafa. Njótið vel.

Á framboðsfundi, sem haldinn var í félagsheimilinu í fyrra fyrir hreppsnefndarkosningar hélt Ragnar á Brimslæk áhrifamikla ræðu fyrir flokk sinn, Íhaldsflokkinn.
Lýsti hann gæðum og réttsýni íhaldsstefnunnar og sagði með miklum tilburðum:”Ég er íhaldsmaður, ég hef alltaf verið íhaldsmaður, ég fæddist íhaldsmaður og ég mun deyja sem íhaldsmaður!”
Kallaði þá Hásteinn barnakennari, sem er hreppsnefndarfulltrúi Framafarfélagsins, fram í:”Hvað er heyra? Hefur maðurinn engan metnað?”

******************************

Á þessum sama framboðsfundi var fundargestum boðið að koma með fyrirspurnir til frambjóðenda og þeir beðnir að rísa fætur um leið og fyrirspurn væri borin fram.
Um leið sprettur Skafti á fætur og biðu allir eftir spurningu frá honum.
Leið og beið en Skafti sagði ekki orð. Svo settist hann aftur, sneri sér að sessunaut sínum og hvíslaði: “Maður verður að standa upp og liðka tærnar við og við þegar maður situr svona stíft á fundum”.

******************************

Á Brimslæk er búið stórbúi og halda þau Ragnar og Sigríður alltaf nokkuð af vinnufólki.
Eitt sinn réðst til þeirra kaupakona að sunnan og spurði Ragnar hana hvort hún kynni að mjólka. Lézt hún kunna það rétt eins og hver önnur sveitaverk.
Fékk Ragnar hana þá með sér í fjós til mjalta en hún settist undir eina kúna og tók að fitla við spenana.
“Hvað ertu að gaufa?” spurði Ragnar þá, “ætlar þú ekki að fara að byrja”.
“Jú”, svaraði stúlkan, “ég er bara að bíða eftir því að þeir harðni.”

******************************

Eitt sinn þegar Berglind á Strönd var í Barna- og Unglingaskóla Ýsufjarðar lagði Hásteinn barnakennari landafræðipróf fyrir nemendur sína og var þar meðal annars að finna eftirfarandi spurningu: “Hvað gerir Golfstraumurinn?”
Það vafðist ekki fyrir Berglind, enda svaraði hún: “Hann rekur við og bætir loftið”.

   (26 af 55)  
31/10/06 22:01

blóðugt

[Flissar] Sundlaugur þó...

Gaman að sjá félagsrit frá þér!

31/10/06 22:01

Regína

Takk.

31/10/06 22:01

krossgata

[Vöknar um augun að sjá svona fyndni sprottna beint upp úr kjarna fyndni norræna svipþungra víkinga sem skafa ekki utan af því]

31/10/06 22:01

Upprifinn

Þú ert nú meiri brandarakallinn.

31/10/06 22:01

B. Ewing

Reglulega skemmtilegt.

31/10/06 22:02

Tigra

Hahaha ég var farin að sakna þessa.

31/10/06 23:00

Litla Laufblaðið

Æi þakka þér fyrir Sundi minn. Þetta bjargaði allveg þessum dimma og kalda morgni hér í Kaupinhöfn.

31/10/06 23:00

Golíat

Það var sannarlega kominn tími á 18. bindið. Takk Sundlaugur.

31/10/06 23:01

Mjákvikindi

Loksins, loksins og auðvitað skemmtilegt.

31/10/06 23:01

Texi Everto

[Brosir breytt, hristir hausinn og slær sér á lær]

1/11/06 00:02

Heiðglyrnir

Ehem (ræskir sig):
.
Jú!. Nú hefur 18 bindi Ýsfirzkrar fyndni séð dagsins ljós og hefur útgáfa þessara merku rita staðið yfir óslitið frá því í janúar 2005.
.
Það er enginn annar en Ýsfirðingurinn, heiðurspóinn og sundgarpurinn (kennarinn) Sundlaugur Vatne sem hefur staðið fyrir þessari útgáfu, alveg frá upphafi og er ekki að sjá á honum nein þreytumerki.
.
Öðru nær: Frásagnargleði Sundlaugs af ævintýrum samferðamanna sinna frá Ýsufirði og nærsveitum er slík að flestum ef ekki öllum ætti að vera óhægt um vik að hrífast ekki með inn í þennan kostulega heim.
.
Ýsfirðingar með óborgaralegar nafngiftir og uppátæki þeirra eru uppspretta Sundlaugs af þessum góðlátlegu alíslensku gamansögum. Ýsfirðingar LIFI.....
.
Kæri Sundlaugur Húrra húrra húrra. Riddarakveðja.

1/11/06 01:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Langur tími líður milli listaverka;
frásagna um fjörðinn merka,
fólk, embættismenn & klerka.

Seytján, átján Sundlaugs bindi. Sá er mestur
ánægju- & yndislestur;
einfaldlega langlangbestur.

Vandlega nú vil ég mínum vini hrósa
fyrir þennan fína prósa.
Fjölgun hnappagatarósa.

Sundlaugur Vatne:
  • Fæðing hér: 14/12/04 10:28
  • Síðast á ferli: 18/3/24 21:27
  • Innlegg: 4373
Eðli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirði.
Fræðasvið:
Sund og blautlegar vísur
Æviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari við Vatnsveituna í Reykjavík og er fæddur og uppalinn á Ýsufirði. Faðir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumaður, vitavörður, sundkappi og stofnandi og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móðir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmæðrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundaði nám við íþróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lækjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirði enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík að Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreið Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfið, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirði, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.