— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 31/10/09
Ólafur sjómađur

Ţó mér ţyki sjómannalög ekkert sérstaklega merkileg ţá geta ţau veriđ athyglisverđ. Sum hćtta reyndar ađ vera athyglisverđ viđ nánari athugun

Ég man ţá tíđ ţegar blómstrađi ákveđin tegund dćgurlaga, sem kölluđ voru sjómannalög. Reyndar eru menn (karlar og konur ) enn ađ semja sjómannalög en ţegar mest var áttu sjómenn sér sérstakan óskalagaţátt í ţeirri einu útvarpsstöđ sem almenningi stóđ til bođa á ţeim tíma.

Ţađ fór ţví ekki hjá ţví ađ stóran hluta ćvi minnar ómuđu gjarnan sjómannalög í útvarpinu ţar sem gjarnan var sungiđ um hýreyg og heillandi sprund, brimsorfna kletta, Sigurđ sjómann, kútter frá Sandi, Sjipp ojhoj og fleira sem ég kunni lítil skil á.

Ég get svo sem vel unnt sjómönnum ţess ađ heil grein dćgurtónlistar skuli hafa veriđ lögđ undir ţađ ađ mćra störf ţeirra. Hugsanlega var ţađ gert međvitađ til ţess ađ eiga betur međ ađ manna stéttina. Mér hefur ţó alltaf ţótt ţetta frekar einkennilegt. Ekki hafa t.a.m. löggiltir endurskođendur, pípulagningamenn eđa ljómćđur fengiđ slíka athygli fyrir störf sín, sem ţó eru sízt ómerkilegri.

Einn ţeirra sjómanna sem oft var sungiđ um var hann Ólafur sjómađur, sem sagt er frá í samnefndu lagi. Ţar hljóđar eitt erindi textans svo:

Er hafaldan háa viđ himininn gnćfir
og allt er stormasamt og kalt,
ţá vex mönnum kjarkur,kraftur og ţor
og kappiđ er ţúsundfalt.

Ţetta er nú kannske ekkert sérstaklega vel kveđiđ en svona kveđskap urđu sjómenn reyndar oft ađ láta sér lynda.

Ţessi texti er einn ţeirra sem mér ţótti sérlega torskilinn. Ţví ég gat aldrei heyrt annađ en ađ í síđasta vísuorđi vćri sagt “og kaffiđ er ţúsundfalt”. Ţótti mér ţađ sérkennilega ađ orđi komizt og taldi vera dćmi um ósvikiđ sjómannamál, sem mér landkrabbanum vćri fyrimunađ ađ skilja.

Nú í dag komst ég hins vegar ađ ţví ađ ţađ er kappiđ, sem er ţúsundfalt. Mér ţykir ţađ ekkert sérstaklega skemmtilega komizt ađ orđi, satt ađ segja frekar hallćrislega. Ég er ţó feginn ţví ađ hafa nú á efri árum fengiđ ađ vita ađ hvađ átt er viđ í vísunni og get hćtt ađ eltast viđ ţúsundfalt kaffi, sem ég hélt ađ vćri eitthvađ óskaplega eftirsóknarvert.

   (14 af 55)  
31/10/09 19:01

Heimskautafroskur

Ţađ kemur jú fyrir ađ mađur panti sér tvöfaldan espresso ţegar mann vantar yl í kroppinn og sprćkari hugsun. En ţúsundfalt... neeeeeei fjandinn fjarri mér. Skemmtilegt rit.

31/10/09 19:01

Regína

Ég hlustađi einhvern tíma óvart á útvarpsţátt ţar sem fólk hringdi inn misheyrnir í textum. Ţađ var yfirleytt alveg drepfyndiđ ađ heyra síđan lögin.

31/10/09 19:02

hlewagastiR

Má ég í tilefni ţessa minna á: http://baggalutur.is/gestapo/profile.php?mode=viewprofile&u=525&n=7379

31/10/09 19:02

Grágrímur

Skemmtilegur pistill.
Ţegar ég var lítill heyrđi ég Pálma Gunnarsson einu syngja "Hvers vegna varstu ekki kyrr", en í mörg ár, ţangađ til ég var um 17 ára gammal var ég viss um ađ hann segđi "hvers vegna ástu ekki skyr".

31/10/09 19:02

hlewagastiR

Grási, ég heyrđi: hvers vegna varstu ekki kýr.

31/10/09 19:02

Bullustrokkur

Sundlaugur Vatne fer ekki rétt međ ađra línu textans um Ólaf sjómann. Ţađ er auđheyrt.
Höfuđstafinn vantar. Mig minnir ađ önnur línan hljóđi: "hart er stormsamt og kalt". Höfundurinn er
Jenni Jóns, sem var enginn bögubósi. Hann var
tónlistamađur, tónskáld og skáld og hagyrđingur.
Hann samdi lög og texta eins og :"Brúnaljósin brúnu", "Ömmubćn", og "Lipurtá",

31/10/09 19:02

Garbo

Skyr... kýr? Mig langar í rjóma.

31/10/09 20:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Bragur er ađ ţá barniđ heyrir. Fyrir stuttu var kunningi minn ađ fylgjast međ ţar sem krakkar voru ađ leik, & sungu m.a. textabrot af nýlegri diskó-fönk-barnaplötu. Eitt ţeirra hljómađi svona í međförum barnanna:
"...Ţađ get´ ekk´ allir veriđ Ţorbjörg..."

31/10/09 20:01

krossgata

Ég hef ţađ fyrir reglu ađ heyra annađ hvort ekki neitt eđa hárrétt.
[Svífur um í villu og svíma]

31/10/09 20:01

Sundlaugur Vatne

Ég ţakka ykkur öllum fyrir innlitiđ.
Hlebbi, mér er vel kunnugt um félagsrit ţitt, sem fékk mig enda til ţess ađ velta frekar fyrir mér ţessari sérkennilegu dćgurlagategund.
Bullustrokkur, leiđrétti sá er betur veit. Svona fékk ég textann frá Karlakór Sigurfjarđar og ţar sem Siglufjörđur er ákaflega sjómennskur (flott lýsingarorđ, ha?) bćr taldi ég heimildina nokkuđ örugga. Ég tek enda fram ađ mér ţyki ţetta ekkert sérstaklega vel kveđiđ ţví ekki ađeins vantar höfuđstaf í 2. línu heldur er einnig ofstuđlun í ţeirri fyrstu. Hvort hart sé bćđi stormasamt og kalt skal ósagt látiđ.

31/10/09 20:01

Bullustrokkur

Ţegar ég sé ţetta á Siglufjarđarvefnum verđ ég ađ
viđurkenna ađ ţessi texti er engin snilld. Ţó er seinasta erindiđ ágćtt. Um stuđlunina er ţađ segja
ađ ţetta er texti saminn viđ lag, en ekki visur kveđnar viđ rímalag og fylgir lögmálum söglagsins.
Hafi Jenni hefur hugsađ sér ţađ svona:
"Er Hafaldan háa
viđ himinn gćfir."
ćtti nćsta lína ađ vera sér um stuđla.

Ég hlustađi á textann á youtube.com (Ţorvaldur Halldórsson; Ólafur sjómađur) og mér heyrist hann segja
"hart" en ekki "allt" og "stormsamt" ekki stormasamt"
Annars getur allt ţetta veriđ bull í mér. Biđ ég
alla, sem nenna og hafa góđa eftirtekt og heyrn,
ađ segja sitt álit. Sundlaugi ţakka ég gott félagsrit
og viturlegar athugasemdir.

Sundlaugur Vatne:
  • Fćđing hér: 14/12/04 10:28
  • Síđast á ferli: 18/3/24 21:27
  • Innlegg: 4373
Eđli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirđi.
Frćđasviđ:
Sund og blautlegar vísur
Ćviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari viđ Vatnsveituna í Reykjavík og er fćddur og uppalinn á Ýsufirđi. Fađir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumađur, vitavörđur, sundkappi og stofnandi og fyrsti formađur Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móđir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmćđrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundađi nám viđ íţróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lćkjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirđi enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík ađ Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreiđ Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íţróttir og ţá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfiđ, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirđi, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.