— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Saga - 3/12/04
Ýsfirzk fyndni X.

Kæru lesendur<br /> Hér biritst ykkur tíunda bindi Ýsfirzkrar fyndni. Er það mér að sönnu fangaðarefni hve viðtökur hafa verið góðar og víst að þegar lagt var upp í þessa útgáfu gerði enginn ráð fyrir að svo lífseig yrði þessi ritröð.<br /> Einn lesandi benti á þann möguleika að gefa þessi rit út innbundin í ýsuroð og hefur það, eins og sjá má, verið gert við þessa hátíðarútgáfu. Síðar verður hafist handa við að binda inn eldri útgáfur og bjóða áskrifendum á hagstæðu verði. Getur verið að hér sé komin tilvalin fermingargjöf.<br /> Það er annars helzt í fréttum frá Ýsufirði að Ljósbjörg ljómóðir hefur upp á síðkastið verið að fá mikið af langlínusímtölum og leikur aulalegt bros um varir hennar að loknu hverju símtali. Hún hefur nú fengið ungan lækni til að leysa sig af í tvær vikur á heilsugæzlunni meðan hún bregður sér í frí suður á land. Velta menn því mjög fyrir sér hvað standi til og helst að ætla að konan hafi eignast símavin sem hún vill nú fá að hitta<br />

Meðan kand.fíl. Engilbjartur Sóldal var lögregluyfirvald á Ýsufirði var Ragnar á Brimslæk oddviti hreppsnefndar. Var oft skætingur á milli þeirra.
Eitt sinn þurfti Engibjartur að síma til sýslumanns en tókst ekki betur til en svo að það hringdi á Brimslæk og svaraði Ragnar með því að segja til nafns.
Gerði Engilbjartur sér undireins grein fyrir því að hann hafði hringt skakkt en stóðst ekki mátið að stríða Ragnari og spurði að bragði: “Er þetta í Helvíti?”
Rangar þekkti strax viðmælanda og svaraði: “Já , ætlaðir þú að láta vita að þú kæmir ekki heim í mat í kvöld”.

****************************************

Eiríkur á Þvottá seldi um tíma þýzkum ferðamönnum veiðleyfi í Þvottá og þá einnig gistingu. Var þetta nokkuð vinsælt og var svo komið að hann var farinn að staðfesta pantanir í byrjun árs og fá sent staðfestingargjald fyrir sumarið. Hafði hann af þessu nokkrar tekjur.
Þá var það að kand.fíl. Engilbjartur Sóldal komst að því að Eiríkur hefði ekki heimild til þessarar sölu veiðileyfa því Þvottá væri sameign aðliggjandi jarða og eignaskiptasamningur kvæði á um að eigendum væri eingöngu frjálst að nýta veiðina til eigin heimilsþarfa. Var Eiríki þá gert að hætta þessari veiðileyfasölu og tók hann þá þegar til við að skrifa afsökunarbréf til Þýzkalands og endurgreiða staðfestingargjöld.
Eitt sinn er hann gerði sér erindi á símstöðina til að senda skeyti til Þýzkalands vegna þessa máls hafði Sif símstöðvarstjóri orð á því að það væri slæmt fyrir hann að missa þessa búbót og hvort hann þyrfti virkilega að endursenda allt sem hann hefði fengið greitt í staðfestingargjöld, því óhægt væri ferðamönnunum að innheimta þau frá honum aftur ef léti það ógert.
“Jú”, svaraði Eiríkur, “ ég má nú frekar við því að missa þessa peninga en að það fréttist til Þýzkalands að hann Eiríkur á Þvottá sé svikahrappur og óheiðarlegur maður.”

****************************************

Votleifur Vatnsdal, móðurbróðir minn, er skemmtilegur karl en mjög vínhneigður. Hann en nú orðinn aldraður en býr enn einn og hefur alltaf verið staðfastur piparsveinn.
Eitt sinn fyrir skömmu kenndi hann sér einhvers meins og leitaði hann til hennar Ljóbjargar á heilsugæzlunni. Gat Ljósbjörg ómögulega fundið hvað plagaði karlinn en grunaði að hann væri orðinn slappur vegna langvarandi drykkju og sagði því: “Ég get nú ekki sett figunrinn á það hvað veldur þessari vanlíðan hjá þér, Votleifur minn, en ég ímynda mér að það sé vegna áfengisneyzlu.”
“Nú, allt í lagi, Ljósbjörg mín,” svaraði Votleifur þá, “ég kem bara aftur þegar runnið er af þér”.

****************************************

Hafdís á Strönd er hörkukona og fer gjarnan á reiðhjóli þegar hún á erindi milli bæja eða inn í þorp. Einu sinni kom hún hjólandi inn í þorpið og lagði hjólið frá sér upp við vegginn á kaupfélagsbúðinni en ekki betur en svo að hjólið féll á götuna.
Bróðir minn átti leið hjá og stóðst ekki mátið að stríða Hafdísi svolítið og kallaði því til hennar: “Það leið yfir hjólið þitt, Hafdís”.
Hafdís svaraði strax: “Og ætli það liði ekki yfir þig líka, Vatnar Blauti Vatne, ef þú fengir að vera í klofinu á mér í 30 mínútur.”

   (38 af 55)  
3/12/04 18:01

Vamban

Stök schnilld! Hafðu þökk fyrir!

3/12/04 18:01

Smábaggi

Góður.

3/12/04 18:01

Tuðran

Takk fyrir að lýsa upp mína misskemmtilegu tilveru...!

3/12/04 18:01

Mjákvikindi

Frábært

3/12/04 18:01

Órækja

Ekki degi of seint í þetta skiptið, mig var farið að þyrsta í sögur af Vatne fjölskyldunni og nágrönnum.

3/12/04 19:01

Heiðglyrnir

Með roði eða án, þá eru þær óviðjafnanlegar sögur yðar frá Ýsufirði herra Sundlaugs Vatne. Hafðu þökk fyrir.

3/12/04 20:00

Amma-Kúreki

Sammála þeim Heiðglyrna þarna að ofan
mikið léttir þú manni lundina
vertu áfram á sama ( Sund) sprettinum

3/12/04 20:00

Mjási

Hafðu þökk fyrir gamanið.

3/12/04 20:01

Hermir

übergott

3/12/04 20:01

Skabbi skrumari

Takk takk... sögur eru yndi... Skál

3/12/04 21:01

Z. Natan Ó. Jónatanz


Fyndnin að fornu & nýju
fögnuð útbreiðir & hlýju,
ég læknaðist af minni lýju
er las númer níu & tíu.
Lífið, það yrði svo örlítils virði,
& bagaleg byrði -
ef bærust ei pistlar frá Ýsufirði.

Sundlaugur Vatne:
  • Fæðing hér: 14/12/04 10:28
  • Síðast á ferli: 18/3/24 21:27
  • Innlegg: 4373
Eðli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirði.
Fræðasvið:
Sund og blautlegar vísur
Æviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari við Vatnsveituna í Reykjavík og er fæddur og uppalinn á Ýsufirði. Faðir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumaður, vitavörður, sundkappi og stofnandi og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móðir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmæðrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundaði nám við íþróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lækjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirði enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík að Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreið Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfið, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirði, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.