— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Saga - 31/10/05
Ýsfirzk fyndni XVII.

Kæru lesendur<br /> Allnokkuð er liðið síðan nýtt bindi Ýsfirzkrar fyndni leit síðast dagsins ljós. Var enda dræm sala á síðasta tölublaði og kann að valda því að markaður hafi verið orðinn nokkuð mettaður af gamansögum. Þar sem nú hefur liðið nokkuð langur tími síðan skemmtileg félagsrit hafa litið dagsins ljós hér um slóðir mun því enn reynt að halda áfram með ritröð þessa og vona ég að viðtökur verði góðar. Njótið vel.<br />

Um tíma var samdráttur með bróður mínum Vatnari Blauta og Sólbjörtu fögru Glóbjartsdóttur úr Sóldal. Segir sagan að í upphafi þessa sambands hafi bróðir minn boðið Sólbjörtu í gönguferð sumarnótt eina upp með Þvottá. Fljótlega voru þau farin að leiðast og fyrr en varði tók bróðir minn utan um stúlkuna og á þá að hafa sagt: “Myndir þú kalla á hjálp ef ég reyndi að kyssa þig, Sólbjört?” En þá á hún að hafa svarað: “Ég hefði ekki haldið að þú þyrftir neina hjálp til þess, Vatnar Blauti Vante.”

************************

Þvottá er stærsta vatnsfallið í Ýsufirði. Sunnan hennar er þorpið og bæirnir “inni í Dal” en norðan hennar eru bæirnir “út með Strönd” og vegurinn inn í Sóldal. Langt er síðan Þvottá var brúuð og er brúin af þeirri gerð sem er kölluð “einbreið brú”.
Brúin hefur þjónað hlutverki sínu vel en með aukinni bifreiðaeign Ýsfirðinga og Sóldælinga hefur ítrekað komið upp sú staða að tvær bifreiðar komi samtímis úr gagnstæðri átt að brúnni og hvorugur talið sig eiga að víkja.
Var því boðað til opins fundar um þetta mál og rætt hvort ekki ætti að setja reglur um það að bifreið sem kæmu úr annari áttinni, hvort heldur að norðan eða sunnan, skyldi eiga réttinn fyrir bifreið sem kæmi úr hinni áttinni þegar að brúnni kæmi.
Sýndist sitt hverjum og tóku ýmsir til máls. Meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs var kand. fíl. Engilbjartur Sóldal, en hann er einn fárra Sóldælinga sem gengið hefur menntaveginn, og lagði hann til að reglan yrði sú að sá sem væri á leiðinni heim til sín skyldi jafnan vera í rétti.

************************

Það gerðist, sem gerzt hefur áður, að stúlka nokkur kenndi Ægi Sæmundssyni frá Strönd barn. Ægir, sem er hraustmenni mikið og kvensamur með eindæmum, vildi ekki kannast við að hafa komið inn undir brók stúlkunnar svo rétta varð í málinu.
Kom sýslumaður því til Ýsufjarðar og setti rétt í hreppsskrifstofunni og var kand.fíl. Engilbjartur Sóldal fenginn til að vera réttarritari.
Þegar stúlkan hóf að lýsa samdrætti sínum við Ægi kom fram í máli hennar að hann hafði átt sér stað undir tröppum í kjallara kaupfélagshússins við mjög þröngar aðstæður og höfðu þau þurft að beita hinum ótrúlegustu stellingum svo af mætti verða.
Þegar stúlkan var langt komin með lýsingu sína á samförum þeirra gerði sýslumaður hlé á máli hennar og sneri sér til Engilbjarts og sagði: “Er þetta hægt, Engilbjartur?”

************************

Eitt sinn þegar Eiríkur á Þvottá hafði lokið við að slátra kú hengdi hann skrokkinn upp í ámoksturtæki dráttarvélar sinnar og tók að flá hann. En kýrin var föst í skinninu og húðin þykk og sóttist Eiríki verkið hægt. Varð honum þá að orði: “Að menn skuli kalla þetta skinnlausar skepnur.”

   (30 af 55)  
31/10/05 16:01

Vladimir Fuckov

Skemmtilegt að vanda, eitt allra besta fjelagsritið í talsverðan tíma - skál ! [Sýpur úr fagurblárri sundlaug]

31/10/05 16:01

Amma Hlaun

Já nú hló ég dátt! Þeir eru sannarlega gamansamir Ýsfirðingarnir. Þú mátt endilega koma við Sundlaugur minn og þyggja af mér smá Brandí á meðan þú segir mér fleiri sögur frá Ýsufirði.

31/10/05 16:01

Heiðglyrnir

Þetta var skemmtilegt innlegg í daginn. Ýsufjörður og fólkið sem þar býr er ávalt heillandi að heyra og lesa um. Hafðu fyrir það þúsund-þakkir Sundlaugur minn Vatne.

31/10/05 16:01

B. Ewing

Það stoppar ekki fjörið á Ýsufirði.

31/10/05 16:01

Offari

Þeir voru merkilegir þessi Ýsufirðingar. Takk.

31/10/05 16:01

Billi bilaði

Heyr heyr.

31/10/05 16:01

Útvarpsstjóri

Meira svona Sundlaugur, þetta styttir manni stundir.

31/10/05 16:01

Herbjörn Hafralóns

Loksins kom félagsrit, sem hægt er að lesa og hafa gaman af. Takk fyrir Sundlaugur.

31/10/05 16:01

Litla Laufblaðið

Alltaf æðislegt!

31/10/05 16:01

Skabbi skrumari

Frábært að vanda... salútíó...

31/10/05 16:01

Golíat

Aldrei þessu vant er ég sammála fyrri ræðumönnum, takk Sundlaugur.

31/10/05 16:01

Húmbaba

Ég lýsi aðdáun minni

31/10/05 16:01

Haraldur Austmann

Gott rit.

31/10/05 16:01

Jóakim Aðalönd

Frábært! Hitti ekki sýslumaðurinn Engilbjart daginn eftir og sagði: ,,Jú, þetta er víst hægt Engilbjartur"?

31/10/05 16:02

Günther Zimmermann

[Slær sér á lær og hlær dátt]

31/10/05 16:02

Sundlaugur Vatne

Mikið þakka ég ykkur fyrir góðar viðtökur við þessu tölublaði Ýsfirzkrar fyndni. Þetta verður mér sannarlega hvatning til áframhaldandi útgáfu. Jóakim, þetta var skemmtileg viðbót við gamansögu mína og eins víst að sýslumaðurinn hafi einmitt sagt þetta... hann er af því sauðahúsinu [glottir].

31/10/05 17:01

Mjákvikindi

Mikið var. Frábært. Takk.

Sundlaugur Vatne:
  • Fæðing hér: 14/12/04 10:28
  • Síðast á ferli: 18/3/24 21:27
  • Innlegg: 4373
Eðli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirði.
Fræðasvið:
Sund og blautlegar vísur
Æviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari við Vatnsveituna í Reykjavík og er fæddur og uppalinn á Ýsufirði. Faðir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumaður, vitavörður, sundkappi og stofnandi og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móðir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmæðrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundaði nám við íþróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lækjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirði enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík að Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreið Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfið, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirði, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.