— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 1/12/08
Heimsstyrjöldin, sjöunda sagan: Eftirköstin

Ég byrjaði þessa stríðssyrpu með spádóm og þá finnst mér réttast að hætta með eftirköstin.

Hann vaknar um miðja nótt, andar þungt, ris upp við dogg. Það er búið. Hann er heima hjá sér, klukkan tífar á veggnum. Hann þarf að mæta í vinnuna eftir nokkra klukkutíma og þar verður allt í lagi. Hann hafði dreymd flugvélar. Þær sem komu á láflugi og skutu með vélbyssurnar sínar. Hann lá í mýri og fann jörðina titra þegar skotin dundu nær, leit upp og sá að skothríð þeytti jörðina, kom beint í áttina til hans, mýrin skvettist nær nær nær... og svo vaknaði hann.
Þær vitjuðu hans ekki svo oft í draumi. Stundum voru það rotturnar eða líkin fallinna óvína í skotgröfum. Alveg sama hvað. Margir voru með sjáanleg ör, hann var með ör einhverstaðar inni. Þó að lá við að hann missti fótinn eða frekar lífstóruna. Ekki svo að hann hafði gert eitthvað svakalegt eða hefði þurft að þjást meira en aðrir. Hann var bara einn i hópnum, hann var hvorki hetja né garpur. Ekki að sinu mati. En sú reynsla að hafa verið þar var eitthvað sem situr eftir í manni. Eins og maður hefði orðið skítugur í sálinni. Og sálin getur ekki farið í sánu þó sárvanti.
Þetta var eitthvað sem best skildu þeir sem höfðu svipaða reynslu. Og þegar þeir hittust á krá þurfti ekki lengi að biða áðuren fyrstu skotin voru hleypt og að kvöldi loknu var golfið þakið ósýnilegum tómum skothylkjum. Eins og borðið tómum flöskum.
Sumir töluðu um striðið í tíma og ótima. Lásu striðsbókmenntir og fóru að hitta gamla félagana sina. Þó var sagt að þeir sem hefðu verið í verstu stöðum sögðu aldrei frá neinu. Hann var hvort eð er ekki mikið fyrir svona lagað. Þýðir ekkert að velta sér uppúr þessu. Endalaust. Betra að lesa góða bók um eitthvað annað eða fára útá sjó. Eða fá sér smá bjór og svo annan, þegar mátti vera að því.

***

Stríðið var ennþá svo stutt síðan þegar ég ólst upp. Fullorðna fólkið miðaði svo margt í tilmatali, svona var fyrir stríð, þetta gerðist á stríðsárum, eftir stríð fór það svona... og svo þurfti maður að spurja pabba sinn hvernig það hafði verið og hvort hann hafði afrekað mörg hetjuverk. Og heyra mömmu sina segja frá því hvernig hún þurfti að flýja heimilið sitt á Kirjálahéraðinu tíu ára gömul. Mitt kynslóð ólst upp í friði og uppbyggingu en samt hálfpartinn í skugga stríðsminninga. Og ég fékk svona þversagnakennt viðhorf gagnvart stríðinu. Þegar var komið að mér að fara að gegna skyldunni, þá var svolitið í tisku að vera friðarsinni og fara í borgaraþjónustu í staðinn. Fyrir mig var það klárt mál, ég fór í herinn. Samt, þegar maður fer að velta því fyrir sig, þá er mikil Guðs náð að fá að lifa og starfa í friðartímum. Og versta ólukka sem getur fólk hent er helvitis strið.
En viti menn, íslenska tengdamamma mín er mikill kökusnillingur. Einu sinni vorum við í fjölskylduboði hjá henni og hún hafði gert mikla og glæsilega tertu fyrir börnin sín. Og sagði, að þetta sé striðstertan. Ég vissi nú hvernig Ísland var á þeim tíma en samt fór að kitla innra með mér og ég fór að ímynda mér hvernig væri finnsk striðsterta: litill biti af þurrbrauði með klesst trönuber ofaná...

   (26 af 43)  
1/12/08 07:01

The Shrike

Góð lesning, takk.

1/12/08 07:01

Garbo

Takk fyrir, Kiddi.
Það ætti að banna stríð.

1/12/08 07:01

krossgata

Góð saga, takk fyrir.

1/12/08 07:01

Regína

Ég á unga finnska vinkonu. Þegar ég heimsótti hana fyrir fáeinum árum þá kynntist ég allt öðru viðhorfi til hermennsku en ég hef alist upp við. Henni var afar hlýtt til afa síns, og stolt af honum sem fyrrum hermanni í stríðinu. Hann var enn að fá umbun fyrir að hafa barist þar, eitthvað umfram þá sjálfsögðu þjónustu sem aldraðir njóta víðast hvar i heiminum.

1/12/08 08:01

Rattati

Frábær að vanda Kiddi minn. Takk takk

1/12/08 08:02

Huxi

Það hefur veitt mér drjúga ánægju að lesa þessa sagnaþætti þína. Þú hefur náð að gera heim, sem er okkur flestum framandi, ljóslifandi og skýran. Haf þökk fyrir og megir þú rita margt og mikið hér, okkur til yndis og umhuxunar.

1/12/08 09:00

Kiddi Finni

Takk fyrir góð og hlý orð. Ætla að skrifa meira um önnur efni. Fyrir mig er þetta eiginlega skemmtilegur vettvangur til að deila pælingum og huxunum sinum á íslensku. Ekki sist þegar maður fær svona viðtöku; einu sinni enn, takk fyrir innlitið.

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.