— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 2/11/07
Hvar varst þú þegar...

Margir okkar, amk. þeir sem hafa lífað nógu lengi, muna eftir stórviðburðum og líka það að hvar þeir voru og hvað þeiri voru að gera þegar þeir fyrst fréttu að...<br /> Um þetta mætti kannski stofna þráð?

Þetta gerðist þegar ég var í háskóla í Helsinki, á níunda áratugnum öldunnar sem leið. Eitt vorið var verkfall rikisstarfsmanna og þá var háskólinn lokaður, þar sem húsverðir voru einmitt í þessum hóp. Jæja, ég gat þá hlustað á kennslutíma í æfingaskólanum, þar sem ég tók kennsluréttindina líka. Og eftir það gat ég mætt í höfnina og fengið að taka kvöldvakt við uppskipun. Vorið var ljúft og ljósblátt við Finnska flóann, eiginlega ferlega skemmtilegt líf með verkfallinu.
Eitt sinn var óvenju heitt og gott veður, næstum eins og væri komið sumar, smá mistur í lofti og sunnangola. Við vorum að skipa upp þungar stálrullur. Þær komu að norðan á skipi og áttu að fara í vinnslu í verksmiðjunni innanlands. Þetta djobb var útaf verkfallinu líka, venjulega höfðu rúllurnar verið fluttar með járnbrautalest, en lestastjórar höfðu líka lagt störfin niður.
Ég stóð á kæjanum, veðrið var hlýtt og vinnan ekki of erfið. Lúgumaðurinn okkar stóð á dekkinu, hann var gamall sjóari og sagnabrunnur mikill, gaman að vinna í sama gengi með honum. Hitti stráka sem ég þekkti í kaffinu, kannski gætum við farið og fengið okkur bjór eftir vinnu...
Eftir kaffið sagði lúgumaðurinn, að nú hefur eitthvað komið fyrir.
-Nú?
-Eiturskýin er þegar í Tampere. Það var sagt í útvarpinu.
Eiturskýin? Hvað meinar hann? Það sést ekki, og ekkert bragð af því heldur. Af geislavirkinu.
-Það er kannski þess vegna svona heitt, hélt maðurinn áfram.
Hvað er eiginlega í gangi? Kjarnorkustyrjöld, sem menn höfðu talað um ansi oft? Varla. Eða einhver sprengja sprungið á óvart?
Og allt í einu var ekkert gaman. Hlýja gólan var ekki lengur sumarboði, hún var orðin eiturberi, hvað sem er gat gerst. En hingað til virtist heimurinn standa, allt gékk sinn vanagang. Uns annað kemur í ljós. Við unnum okkar vakt og fengum okkur bjór á eftir.
Daginn eftir, eða á þriðja degi, kom í ljós að slýs hafði átt sér stað. Á staðnum sem Tshernobyl heitir.

   (29 af 43)  
2/11/07 01:01

Billi bilaði

Gott rit. Það eina sem ég man af svona atburðum er hvar ég var 11. sept. Ég var með aldraðan föður minn hjá augnlækni, og vinnufélagi minn hringdi í mig rétt áður en þetta gerðist út af öðru, og svo fékk ég beina lýsingu þegar hann sá þetta á netinu.

2/11/07 01:01

Skabbi skrumari

Áhugavert.
Ég man ekki hvar ég var þegar ég heyrði fyrst um Tshernobyl... en ég man eftir staðsetningu minni þegar atburðirnir voru að gerast 11. september. Ég var að hlusta á Rás 2 í bíl í miðbæ Reykjavíkur og keyrði umsvifalaust þangað sem ég gat séð beina útsendingu frá atburðinum.

2/11/07 01:01

Jarmi

Jamms. Ég man heldur ekki eftir hvar ég var, enda ekki líklegt að ég hefði áttað mig á alvarleika málsins. Segi þó eins og félagar mínir hér að ofan að ég man vel hvar ég var 11. september. Þá var ég í vinnu eins og allir heiðvirðir menn. Ég lagði þó niður vinnu að stærstu leiti og hóf að prenta út upplýsingar til að færa undirmönnum mínum niðri á gólfi. Fiskurinn gat ekki beðið eftir hryðjuverkamönnum svo að við gátum ekki stöðvað pökkun. Þó gaf ég lengri hádegismat og kaffitíma.

2/11/07 01:01

Tigra

Þetta er kallað leifturminni - þ.e. þegar maður man skýrt og greinilega eftir atburðum, eða hvar maður var staddur og hvað maður var að gera þegar maður heyrði af atburðum sem vekja upp tilfinningaviðbrögð.

11 sept var ég í skólanum og vélaði út frí úr stærðfræðitíma undir því yfirskini að þriðja heimstyrjöldin gæti verið að hefjast.
Ég man þeir sýndu beina útsendingu á göngunum og ég horfði á seinni flugvélina fljúga inn í turnana.

2/11/07 01:01

Vladimir Fuckov

Vjer munum greinilega eftir 11. september, ekki síst þegar vjer fylgdumst með seinni flugvjelinni í beinni útsendingu. Ónotatilfinningin (og hún var mikil) sem því fylgdi gleymist seint því þá varð oss strax endanlega ljóst að þetta væri hryðjuverk og örugglega ekki eitthvert undarlegt slys - heimurinn var á svipstundu gjörbreyttur. Það gerði þetta síðan enn óþægilegra að innan við ári fyrir þennan atburð stóðum vjer uppi á þaki annars turnsins - þannig varð þetta 'raunverulegra'.

Svo munum vjer greinilega hvað vjer vorum að gera þegar byltingartilraunin var gerð í Sovjetríkjunum 1991, þegar tilkynnt var um leiðtogafundinn í Höfða 1986 og ýmsu fleiru.

2/11/07 01:01

Wayne Gretzky

Ég var bara 7 ára þegar 11. september hryðjuverkin voru gerð. Ég man mjög óskýrt eftir því. Það var bara allt í rugli.

2/11/07 01:01

Þarfagreinir

Fyrst að verið er að ræða 11. september 2001, þá vildi svo merkilega til að þann daginn fór ég snemma heim úr námi og settist niður við imbann (nokkuð sem gerðist örsjaldan á þessum tíma). Þá hafði fyrri flugvélin skollið - ég sá því hina síðari skella í beinni, sem og turnana hrynja. Það var ein óraunverulegasta reynsla sem ég hef orðið fyrir - ætli íslenska efnahagshrunið komi ekki þar næst á eftir?

Vinur minn hringdi annars í mig samdægurs og nefndi meðal annars Osama Bin Laden sem líklegasta sökudólginn. Sá reyndist sannspár.

2/11/07 01:01

Tina St.Sebastian

Ég var í skólanum þegar vinur minn sprakk úr hlátri og sagði að einhver fáviti hefði flogið á WTC. Við héldum auðvitað öll að um væri að ræða litla vél sem hefði fyrir aulaskap flugmanns flogið utan í turninn. Svo varð þetta aðeins minna fyndið.

2/11/07 01:01

Annrún

11. september 2001 var ég í tíma í grunnskólanum mínum, við fengum frí í tíma til þess að horfa á beina útsendingu frá þessu í sjónvarpinu.

Gaman að segja frá því að við fengum líka frí í skólanum til þess að horfa öll á það þegar Keikó kom til landsins, greinilega jafn merkilegir hlutir..

2/11/07 01:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég man greinilega eftir því þegar fréttin barst um morðið á Olov Palme. Ég var einsamall og vakaði á heimili fyrir
þroskahefta . .sjónvarpað var þá beint alla nóttina .Ein kona um fimtugt sem bjó þarna vaknaðu upp um miðja nótt og frétti af þessu og var óhuggandi það sem eftir var nætur .

2/11/07 01:01

Tina St.Sebastian

Ég man hvar ég var þegar ég frétti að Díana væri dáin. Eins og mér var alveg sama, táraðist ég smá.

2/11/07 01:01

Skreppur seiðkarl

Ég var að vinna við að afhausa lömb í sláturhúsinu á Leirá þegar Tvíburaturnarnir voru sprengdir.

2/11/07 01:01

Grágrímur

Ég var að fara í vinnunna,þegar tvíburaturnarnir voru sprengdir. Msn mér fannst svolítið skrýtið að 10 mínútum eftir að seinni vélin flaug inn í sin turn voru ammrísku þulirnir að tala um að þetta væri ábyggileg ósama Bin Ladin. Ég fann mér vasa útvarp og tók með í bannsetta vinnuna.

2/11/07 01:01

Kiddi Finni

Enginn man eftir Tshernobyl... snerti örgugglega ekki fólkið á Íslandi eins mikið.
'Eg var á lestastæðinni í Helsinki þegar ég sá fyrirsögnina "Palme skotinn" og hélt fyrst að það væri ósatt.
Svo var ég bara heima hjá mér þegar turnarnir féllu, vinur minn hringði í mig.

2/11/07 01:01

Tigra

Ég var nú bara einsárs þegar Tshernobyl varð, þannig að ég verð að hryggja þig með því að ég man ekkert eftir því.

Ég var hinsvegar uppi í sveit þegar Díana prinsessa dó og fannst það nokkuð sjokkerandi, þótt ég í raun vissi afar lítið um hana þannig séð og hafði aldrei veitt henni neina sérstaka athygli.

2/11/07 01:01

Skreppur seiðkarl

Ég var fimm ára þegar Chernobyl slysið varð svo ég hef ekki verið að fylgjast með því. '86... Alltof langt aftur.

2/11/07 01:01

Kiddi Finni

Fólk getur ekkert gert í þvi hvernær það fæðist.

2/11/07 01:02

Tina St.Sebastian

Víst! Fólk sem fæddist eftir 1990 er bara latt!

2/11/07 01:02

krumpa

Púfff hvað ég er öldruð. Ég man eftir þessu öllu þó að 11 september hafi að mestu farið framhjá mér.

2/11/07 01:02

Kargur

Sökum hárrar elli man ég þetta allt skýrt. Sérstaklega 11. september, þar sem ég bjó í nýlendu vorri í vestri á þeim tíma. Skrítnir dagar í kjölfarið.

2/11/07 01:02

Regína

Ég man lítið eftir því þegar Kennedy var myrtur.

2/11/07 02:00

Jarmi

En þegar risaeðlurnar dóu út?

2/11/07 02:00

Skreppur seiðkarl

Þá eða þegar jörðin var gerð? Já eða þegar heimurinn sprakk út (samkvæmt kenningum)?

2/11/07 02:00

krossgata

Mig rámar í að ég hafi verið heima hjá mér þegar Chernobyl slysið varð. Ég var heima að horfa á sjónvarp þegar Palme var myrtur, dagskráin var rofin og tilkynnt um morðið. Mig minnir að ég hafi heyrt af morðinu á Lennon í morgunfréttum áður en ég fór í skólann. 11. september 2001 var ég að vinna og heyrði hjá vinnufélögum af svakalegu flugslysi og sá svo á netinu þegar seinni flugvélin flaug á turnana. Kennedy var myrtur stuttu áður en ég fæddist svo ég man lítið eftir því.

2/11/07 02:00

Nornin

Ég var í vinnunni 11. september. Við gerðum ekki mikið þann daginn, héngum aðallega á netinu og gláptum aftur og aftur á flugvélarnar fljúga á turnana.

Mér tókst hinsvegar að hneyksla alla í vinnunni þegar ég sagði að ameríkanar hefðu nú kannski átt að búast við árás á bandaríkin sökum gengdarlausrar yfirgangsemi sinnar og heimsvaldastefnu síðustu áratuga.

Flestir settu einhvers konar sama sem merki á milli "hefðu átt að búast við" og "áttu þetta skilið" og ég var ekki vel liðin í vinnuni í nokkra daga á eftir.

Hins vegar man ég vel eftir þegar Berlínarmúrinn féll og hvað mitt 12 ára (sósíalíska) hjarta gladdist yfir að nú væru austur og vestur loksins gengin saman. Ég hélt, eftir marga ræðuna frá afa mínum, að nú yrði heimurinn loksins betri.

Einnig kem ég aldrei til með að gleyma 4. nóvember síðast liðnum. Sá dagur fyllti mig nýrri von um að heimurinn sé ekki að fara til heljar og ég bað Óðinn og félaga um að passa upp á að Obama verði ekki drepinn alveg strax.
Hef aldrei áður beðið fyrir lífi einhvers sem ég þekki ekki.

2/11/07 02:00

Skoffín

Þegar ég heyrði af hryðjuverkunum þann ellefta sept var ég stödd í stærðfræðitíma í Hamrahlíðinni og fékk, ólíkt Tígru, ekki frí. Það hef ég aldrei fyrirgefið annars ágætum kennara [setur upp snúð]. Annars var mér nett sama og gladdist jafnvel yfir óförum BNA, því það var jú ekki til siðs að hafa samúð með könum í vinahópnum. Bölvaður kjáni gat maður verið.

2/11/07 02:00

Grágrímur

Þegar Díana Dó var ég að koma heim af fyllerí nokkuð ölvaður, kveikti á útvarpinu og heyrði í sex fréttum af þessu... fannst þetta ekkert svaka merkilegt þá.

Ég var 10 ára þegar Tjernóbyl var, man ól´jóst eftir að sjá fréttamyndir í sjónvarpinu af þessu sama með Ólöfu Pálma.

2/11/07 02:00

Kiddi Finni

Ég man eftir því að fullorðnir töluðu um morðið á Kennedy. En hafði engar áhyggjur á Kekkonen, því Kekkonen var ódrepandi.
Svo man ég eftir miklum létti þegar ég sá í sjónvarpinu á Ýsufirði að Sovétríkin voru lögð niður. Og með 11.september hugsaði ég reyndar eins og Nornin, að kaninn mætti alveg búast við árás eða hryðjuverk eftir öllum látum. Og hugsaði líka að betra gjöf gátu hryðjuverkamenn ekki fært honum Gogga í buskanum.
Annars man ég líka eftir þvi að Estonia fórst. Var kominn aftur til Finnlands og í eyrarvinnu fyrir vestan, eða kikti í ráðningarskrifstofu til að vita hvort einhver vinna væri hægt að fá, og þá einn félaga minna sagði að nú eru mörg hundruð manns bara í sjónum á Eystrasalti.

2/11/07 02:00

Hvæsi

Ja, ég var í vaglaskógi er Ólafur Ragnar vann fyrstu forsetakosningarnar, Man óljóst eftir að hafa heyrt þetta nafn, tjernóbyl í fréttunum, man vel eftir leiðtogafundinum í Höfða, líklega af því að ég var aðdáandi spaugstofunnar og Imbakassans á þessum tíma, langaði alltaf að kroppa í ennið á Gorbatjov.

2/11/07 02:01

Amon

Þegar Díana lést þá var ég staddur í sumarhúsi suður í Florida fylki í Bandaríkjunum. Þann 11. september 2001 var ég staddur í Washington DC þegar síminn hringdi og þá var vinur minn að segja mér frá því sem gerðist í New York. Mjög sérkennilegt að vera staddur í USA á svona tímum, sjá hvernig þjóðfélagið lamast á skömmum tíma. Svo var ég staddur í New York þann 1. febrúar 2003 þegar geimflaugin Columbia sprakk yfir Texas fylki.

Spurning um að hætta að ferðast til Bandaríkjanna, virðist ekki leiða gott af sér.

2/11/07 02:01

Dexxa

Flott rit..

2/11/07 02:02

Grágrímur

Ég var fúll yfir leiðtogafundinum í Höfða því það var sleppt því að sýna Andrés Önd teiknimyndirnar og í staðinn var bein útsending frá einhverji hurð...

2/11/07 02:02

Hexia de Trix

Það var sleppt því? ÞAÐ VAR SLEPPT ÞVÍ???
[Lemur Grágrím með málfræðibók]

2/11/07 02:02

Upprifinn

[Hlær að Hexiu] Mig minnir að ég hafi setið við eldhúsborðið heima hjá mér og verið að borða þegar Tshernobylfréttirnar loksins komu.
ég man ekki hvða ég var að gera þegar e´g heyrði að leiðtogafundurinn yrði í Höfða enda var manni sossum slétt sama um þessa gaura sem þar blöðruðu saman.
Ég man ekki hvað ég var að gera þegar ég heyrði fréttirnar af Tvíburaturnunum en ég man að ég hætti því.

2/11/07 03:00

Hóras

Ég í hægindastól heima þegar ég sá árásirnar á Mumbai í gær

2/11/07 03:02

Don De Vito

Ég var ellefu ára gamall í afmælisveislu vinar míns, sem varð ellefu ára þennan dag, þegar tvíburaturnarnir hrundu árið 2001. Það var í fyrsta skipti sem ég heyrði orðið hryðjuverk. Við vorum allir strákarnir í afmælinu mjög æstir og fannst þetta mjög merkilegt en ákváðum samt fljótlega að fara að horfa á Con Air.

Svona getur maður nú verið kaldhæðinn...

2/11/07 03:02

Hexia de Trix

...eða mikill kjáni, jafnvel?

2/11/07 06:00

Einstein

Ég man þegar kjarnorkusprengjunum var varpað á Hiroshima og Nagasaki. Ég átti víst nokkra sök á því og gat aldrei fyrirgefið mér það.

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.