— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 1/11/07
Heimsstyrjöldin, önnur saga: Næturvakt

þessar sögur byggjast á frásögnum fólks sem ég þekki eða hef þekkt.

Spítalinn stóð í borginni. Hún hafði verið þar mánuðum saman, gefa sjúklingum að borða, hjálpa þeim að klæða sig, skeina og bera næturgögn. Þegar mikið lá við þá fékk hún að skipta um sárabindi. Hún og aðrar starfsystur sinar voru kallaðar aðstoðarsystur, þær höfðu fengið skyndiþjálfun til að létta störf lærðra hjúkrunarkvenna.
Um þessar mundir þær fengu alltaf að skipta um sárabindi og þær voru oft látnar að vinna lengur. Og margir þeirra sem komu voru illa farnir, einnig voru sumir, sem náðu bata svo hægt - uns var uppgötvað, að þeir rifu alltaf sárin sín aftur, til þess að þurfa ekki að fara aftur á vigvöllinn.
Flugvélar komu alltaf á kvöldin. Að sunnan, yfir hafið. Maður heyrði fyrst í sírenurnar, svo í vélargný úr fjarskanum, sem nálgaðist stöðugt, svo í eigin loftvarnabyssur og loksins í sprengjurnar.
Um leið og heyrðist í sirenurnar fóru allir að gera það sem var í þeirra verkahring. Flestar sjúklingar voru færðir í loftvarnarbyrgi. En sumir voru það illa særðir að ekki gekk að færa þeim. Þá var regla, að enginn sjúklingur var skilinn eftir einn. Alltaf ein aðstoðarsystir átti að sitja yfir einum sjúklingi.
Þessi nótt var önnur nótt hennar yfir sama stráknum.
En henni þótti skrýtið að kalla hann strák í huganum. Hann var löngu hættur að vera strákur, hann hafði verið ungur hermaður. Hann hafði misst annan fótinn alveg og annan handlegginn líka.
Hann var andlitsfríður og brúneygður. Vélargný nálgaðist, fyrstu sprengjurnar sprungu, loftvörn fór að gelta. Hendur þeirra leituðu hvor aðrar, þau spenntu greipar saman, hann með þeirri hönd sem var eftir, og fóru með faðirvorið saman, og svo aftur. Svo sátu þau bara, meðan áras gékk yfir, í fullri ró. Henni fannst að hún ottaðist ekkert, og hann ekki heldur. Þegar kemur að því þá hættir maður að vera hræddur.
Flugvélar komu í bylgjum, og rólegara var á milli. Hún sofnaði sitjandi, bara í örstutta stund, og vaknaði við sírenuvæl sem þýddi að hættan er líðin yfir. Og leit á unga manninn og sá, að hættan var líðin hjá honum líka. Allar hættur og sorgir þessa heims.

   (34 af 43)  
1/11/07 07:01

Rattati

Magnað. Komdu með fleiri svona.

1/11/07 07:02

krossgata

Sammála, mögnuð saga. Ég fékk gæsahúð.

1/11/07 07:02

Andþór

Alveg snilldarfrásögn!

1/11/07 07:02

Huxi

Þetta er frábært. Meira af þessu...

1/11/07 07:02

Billi bilaði

Flott.

1/11/07 07:02

Kargur

Öldungis stórgott. Meira takk.

1/11/07 07:02

Skabbi skrumari

Þú ert góður sagnaþulur... meira takk...

1/11/07 07:02

Garbo

Alveg magnað.

1/11/07 01:00

Bismark XI

þér fórst þetta með ágætum og vona ég að sem flestir samsinni mér.

1/11/07 01:01

Regína

Mjög góð saga. Gerðist þetta í alvöru?

1/11/07 01:01

Þarfagreinir

Vel skrifað.

1/11/07 01:01

Kiddi Finni

Kærar þakkir, ég er með nokkrar eftir.
Regina, ég hef allar ástæður til að trúa að þetta hafi gerst í alvöru. Kona sem er mér skyld vann í herspítalanum í Helsinki og var þar þegar sovéskar flugvélar gerðu árásir yfir borgina í mars -44. Og ég fer alveg eftir frásögn hennar, einnig um yfirsetu og fleira. Reyndar í endanum tók ég skáldaleyfi: mig minnir að strákurinn hafi látist seinna í spítalanum, en ekki á sömu nótt. Sögumanneskjan er komin á háan aldur og er sjálf rúmliggjandi eins og stendur.

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.