— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 3/11/07
Heimsstyrjöldin, sjötta sagan: Fóturinn

Striðið er að taka enda. Hér hittum við hermanninn unga sem birtist í þriðja og fjórða sögunni.

Það hafði legið í loftinu lengi. Þeir mundu tapa striðinu. En samt var óttinn eða örvæntingin ekkert minni þó maður hafði átt þess von. Tjöldin og kaminurnar misstu þeir á mýrlendi með dráttarhestunum þegar flugvélarnar komu í lágflugi. Hér var mikill og þannig séð myndarlegur greniskógur, og þarafleiðandi mikill mývargur. Eldhúsvagninn sprakk líka, nú var bara þurrbrauðið til matar. Og það var eigilenga með minni áhyggjuefnum. Annað skipti sem flugvélarnar komu var þegar þeir voru ferjaðir yfir fljótið. Fljótið mikla, lá við að segja, því áin var breið og straumurinn þungur, og allir náðu ekki komast yfir.
Svo sótti hann stift á, nágranninn. Þeir gátu veitt smá mótspyrnu, en málið var að draga sig til baka án þess að leggjast á flotta. Hversu lengi yrðu þeir á undanhaldi?
Hann hafði verið með hrúður í hægri fót, það kom með óhreinindum og vosbúð í skotgröfum. Nú opnaðist sárið enn, fór að blæða og tók bolgu. Hann var með þeim sem komust lifandi yfir fljótið, en bráðum fór fóturinn að verkja, gaf varla svefnfríð þegar óvinurinn gaf. Svo bolgnaði fóturinn. Hann komst ekki lengur í stígvélið. Nú var eina ráðið bara haltra áfram með öðrum og halda stígvélið í annarri hendi. Til hvers? Þegar verst lá á, þá létu menn þyngstu hlutina að detta. Gasgrímur fóru, sömuleiðis handsprengjur. Menn þurftu þær ekki lengur, ekki á undanhaldi. Bara spaðann hélt sérhver maður, og riffilinn af sjálfsögðu. Riffillaus maður var liðhlaupi. Og hann hélt sinum rifli, og sinu stígvéli. Eins og það gæti komið að góðum notum. Að henda stígvélinu væri að samþykkja að hann muni ekki þurfa það lengur.
Hann fann fyrir sársaukann með hverju skrefi. Tár komu í augun, félagi hans tók bakpokann. En það var allt. Hann vissi, að allir höfðu nóg með sitt. Ef hann væri ekki göngufær þennan spöl gegnum skóginn, þá... hann hugsaði ekki dæmið til enda. Hann bað, bað með hverri frumu, eins og hann hafði aldrei gert.
En þeir komu svo loks að þjóðvegi, náðu sambandi við aðaldeildina. Og einhver sagði honum að taka um herðar sér, sjúkraskýlið var á bak við næstu hæð. Læknirinn leit á fótinn, leit á hann og sagði, að hann væri seigur, spurði, hvernær bolgan hafi byrjað og skrifaði eitthvað á miða.
Hann lagðist á bedda og heyrði eins og gegnum móðu, að þessi verður sendur í spítala með næsta flutningi.

   (27 af 43)  
3/11/07 05:01

Regína

Takk fyrir þetta Kiddi.
En töpuðu Finnar stríðinu?

3/11/07 05:01

Kiddi Finni

Já. Við misstum Kirjálaeiðið og Vibor, ásamt Petsamo við Íshafið. En við héldum sjálfstæði okkar þannig að það má heita vel sloppið.

3/11/07 05:01

Garbo

Finnar gáfust aldrei upp er það? Ég hef am.k. heyrt að þeir hafi barist eins og hetjur.

3/11/07 05:01

Regína

Já, það minnti mig líka, þess vegna varð ég svo hissa á þessu tap-tali í upphafi sögunnar.

3/11/07 05:01

Kiddi Finni

Tæknilega séð Finnar töpuðu, við þurftum að semja frið með þeim skilyrðum sem Sovétríkin sögðu okkur. En Finnland var aldrei hertekið og við héldum sjálfstæði okkar. Eiginlega eina landið sem var ekki hertekið þó að við vorum vitlausumegin við strikið, þeas. í bandalagi við Hitler. En þar vorum við að því við höfðum ekki önnur hús til að venda.
Þannig að má segja að við töpuðum vel og sluppum billega miðað við margar aðrar þjóðir sem hafa Rússa sem nágranna. Og vitaskuld vilja margir minnast þess að Finnar börðust eins og hetjur.

3/11/07 05:02

Kargur

Takk Kiddi. Er það ekki rétt munað hjá mér að Finnar hafi verið með einhvurs konar skíðaskæruliða?

3/11/07 05:02

Billi bilaði

Takk fyrir, góð saga.

3/11/07 06:00

Kiddi Finni

Rétt hjá þér, Kargur. Menn á skíðum og í hvítum dulbúningi. Menn börðust með svona útbúningi bæði á vigstöðvum og svo voru víkingasveitir sendar langt til óvinanna til að njósna og vinna skemmdarverk. Og þjálfun á skiðum var ennþá í líði þegar ég gegndi skyldunni.

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.