— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 2/11/07
Heimsstyrjöldin, fimmta sagan: Grasið

Yfir 300 000 Finnar misstu heimilið sitt í Kirjálahéraðinu, sumir urðu að flyja tvísvar.

Strákurinn ók áfram á malarvegi, hélt í taumana og sat á bekknum. Upp brekkuna varð hann að ganga við hlíðina af hestinum, þegar var farið niður brekkuna, þá varð hann að bremsa með gildri spýtu á milli blaðanna aftast. Annars hefði vagninn runnið á hestinn, enda þungur. Dag eftir dag heyrðist í fallbyssum, stundum urðu þau að leita skjóls frá flugvélum.
Hér var eitthvað af búslóðinni þeirra ömmu og afa, fyrir framan ók móðursystir hans öðrum vagni, amman sat efst á gömlum sofa svo að það leit næstum því spaugilega út.
Hann hafði verið í skólanum í Viborg, en skólinn var lokaður til að hýsa skriðdrekamönnum. Þá vissi maður að eitthvað var að gerast. Hann var sendur í sveit til ömmu og svo með sumrinu varð ljóst, að nú er hann að skella á. Þau urðu að fara. Hann mundi eftir því þegar farið var fyrra skiptið, í vetrarstríðinu. Þá var myrkur, myrkur í vestri, en rauður himinn allstaðar í kring. Finnar brenndu húsin sin til þess að óvinurinn fengi ekkert skjól.
En nú var sumar og þau voru á leiðinni vestur, fóru eftir sveitavegum, forðuðust þjóðvegum og kaupstaðum. TIl þess að ekki vera fyrir, og ekki lenda í flugárás. Leiðin var vörðuð, sumstaðar fengu þau mat, sumstaðar gistingu í félalgsheimilum eða skólum.
Hér í vagnalestinni voru bara unglingar, konur eða eldri menn. Það var ljóst hvar allir fullvaxnir menn voru. Þar var líka pabbi hans.
Svo komu þau svo langt að heyrðist ekki lengur í fallbyssum. Hér var önnur hérað, öðruvisi jörð, öðruvisi fólk. Einu sinni áðu þau við akurlendi og slógu með sigðum smá gras á akrarkantinum fyrir hestana sina. Þá kom bóndinn á miðjum aldri í stigvélum sinum og vaðmálsbuxum og sagði:
- Þetta gras hérna er ekki fyrir almenna vegfarendur. Þið eigið að leita annað.
Þá fölnaði í einum fjölskyldumanni í hópnum þeirra flottamanna, hann greip í kragann á bóndanum, dró aftur sigðina sina og öskraði:
- Ert þú... anskotans óþverri að sjá eftir nokkrum grastráum þegar við höfum misst allt sem við áttum, helvítis kallinn...
Bóndinn meig á sig en aðrir kallar gripu til þeirra og tóku sigðina af manninum. Hann skálf af bræði og var lengi að jafna sig, einhver gaf honum sigarettu og eftir smá stund hélt lestin áfram.
Það var bara á næsta næturstað sem strákurinn heyrði útskýringu: maðurinn með sigðina hafði misst húsið sitt í vetrarstriðinu, þegar það var brennt. Og þegar Finnar komu til baka, hafði hann byrjað að rækta jörðina sina og smiða húsið sitt uppá nýtt. Og hafði eftir bara að bedrekja í stofunni pg eitthvað svona, ætlaði að flytja inn eftir víku. Þegar þau urðu að flyja aftur landið sitt.

   (28 af 43)  
2/11/07 12:01

Rattati

Góður eins og alltaf.

2/11/07 12:02

krossgata

Tek undir með Rattata. Annars varð mér kalt eins og um vetur þó það sé sumar þarna.

2/11/07 12:02

Kargur

Takk Kiddi.

2/11/07 13:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Stórgóð lesning, einsog öll þessi sería höfundar.

Þessar bráðsnjöllu mannlífsmyndir frá tímum seinna stríðs liðinnar aldar vekja hjá manni blendnar tilfinningar. Tragedían liggur í loftinu, & engum þarf að dyljast hve miklar hörmungar fólk gekk í gegnum víðasthvar á byggðu bóli, þegar þessi ósköpl & viðurstyggð gengu yfir. Á hinn bóginn verkar þetta á mig – frónskan nútímaplebba – sem nokkurskonar nostalgíutripp til horfinnar tíðar.

Vitaskuld dettur engum í hug að óska sér viðlíkra aðstæðna í nútímanum, en þó má spyrja sig hvort sé ákjósanlegra; að eiga sér sýnilegan andstæðing, tilkominn vegna djúpstæðs fjandskapar milli einstakra þjóðríkja eða bandalagsríkjafylkinga – eða hitt, að óvinurinn sé nánast óáþreifanlegur, en samt svo nálægur að maður á fárra annarra kosta völ en að eiga við hann viðskipti daglega.

Meðan samfélag þjóðanna hefur undanfarna áratugi orðið að nokkru leyti friðsamlegra & "siðaðra" (a.m.k. í orði kveðnu) virðast hin landamæralausu markaðslögmál smáttogsmátt hafa afsiðast, reyndar með vaxandi hraða nú hin allrasíðustu ár. Þannig er hinn almenni andstæðingur dagsins í dag andlitslaus svipur auðhringja & fjármálastofnana. Þarafleiðandi er ekki lengur hægt að steyta hnefann í ákveðna átt, eða segja tilteknum þjóðum stríð á hendur, því mótherjinn er vegabréfslaus verðbréfaspilaborgarstjórn, sem gegnir engu nafni, & ber þarafleiðandi enga ábyrgð. Slíkt ferlíki stendur ekki fyrir nokkurn skapaðan hlut nema sjálft sig – & þó varla það.

Jæja – þarna missti ég mig aðeins...
Afsakaðu þennan ofvaxna orðabelg, Kiddi kær, & hafðu þökk fyrir gott rit.

2/11/07 13:00

Kiddi Finni

Takk fyrir góð orð. '
Eg verð eiginlega að taka undir með Natani, og mætti bera það saman með íslenska sveitalíf fyrr á tímum, kannski: óvinurinn var kuldi og vosbúð, en nú er hann allstaðar í kringum okkur.

2/11/07 13:01

Regína

Þetta eru stórfróðlegir pitslar. Þetta stendur örugglega í sagnfræðibókum í einni setningu, en hérna fær sagan líf.

2/11/07 19:01

Billi bilaði

Jamm. Maður bíður alltaf eftir meira.

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.