— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 3/12/08
Í berjamó á Norðurey

Þetta er ekki-draugasaga. Og ég tók mér skáldaleyfi til að íslenska nokkur bæjarheiti og örnefni. Og sletta úr finnsku eitt orð.

Í fyrra var ekki míkið af aðalbláberjum, næturfrost hafði drepið blómin snemmsumars. En ég fór nú samt í leitirnar á bátnum minum á stóra og skógi vaxna eyju, sem ég kalla hér Norðurey. Þar er almenningsbryggja í einum vogi, og svo liggur stígurinn beint inn í skóginn.
Á þessari eyju er eitthvað af sumarbústöðum, en eftir strið var þar búið í rúmlega tíu bæjum. En svo brugðu menn búið einn eftir annan, síðasti bærinn lagðist í eyði vist fyrir 15 árum eða eitthvað svoleiðis. Margar sögur fara enn um þetta fólk, föðuramma mín - sem dó reyndar áður en ég fæddist - ólst vist upp hér, alveg á nyrsta tanganum.
Fyrst virtust berin líka hér afar fá og litil, en svo fann ég eitt laut þar sem var það vel af berjum að maður nennti að byrja að tína. Nú er það bæði ágætis búbót að fá ber og líka góð afsökun að fara út á eyjuna og inn í skóginn, gleyma hversdagsamstrið og láta hugann reika og heyra hafsgoluna andvarpa í trjáum. Oftar en einu sinni hef ég komið heim bæði með ber og einhverja nýja hugmynd sem hefur læðst að manni þarna í skógarrónni.
En núna heyrði ég hafsgoluna hvísla í trjánum og svo fór einhver fugl að garga. Mjög skrytið hljóð, eeh-eeh-eeh. Og hélt áfram lengi, ég fór að velta fyrir mér, hvaða fugl þetta væri, því ekk var þetta mávur eða önd, né kráka eða krummi, og varla orri eða einhver annar skógarfugl. Þetta minnti svolitið á mannamál, eins og einhver væri að gráta eða eittvað. En hvergi sást til mannaferða.
Ég lét fuglinn þó eiga sig og einbeitti mér að berjum og færði mig samtímis nær hljóðinu. Svo tók ég eftir að þar var eitt furutré sem hafði byrjað að falla af rótum sínum í stormi en orðið fast við annað tré, svo að hafði myndast tríhyrningur. Við köllum reyndar svona ástand, hvort því hefur valdið stormur eða óheppinn skógarhöggsmaður, með einu orði: konkelo. Að því að konkelo er hættulegt og því þarf að leysa, og þá er hentugt að hafa eitt orð yfir því, eins og tungan finnur orð fyrir það sem þarf að tala um.
Jæja, þetta konkelo var greinilega búið að vera á þó nokkurn tíma, börkurinn hafði sorfist af þar sem trén nuddust saman. Og svo blés vindkviða og trén vögguðu í golanum, og þá heyrðist undarlega hljóðið, sem minnti æ meira barnagráti. Eeh-eeh. Það var ekki fugl né refur né mannsbarn. Það voru tréin, konkelóið.
Svo hugsaði ég, að ef ég hefði nú verið hér í myrkri, væri ég kannski ekki eins rólegur. Og ef maður hefði átt heima hér í gamla daga, þegar var öldin önnur og aðrir tímar, forboðar, fylgjur, draugar og skógarvættir, hvað þá... að heyra barnagrát í miðjum skógi.
Voru hér ekki rússneskir storskotaliðar í keisaratímanum? Var þá kannski eitthvert ástandsbarn borið út og nú grét það í skóginum... eða villtist ekki litla telpan úr Unaðssandi í skóginn og varð úti, og var það fólkið í Reynishólmi eða Mjóuvík sem neitaði að fara í leitirnar? Var ekki fólkið í Reynishólmi frekar skrytið hvort eð var, frænka min sagði að skrattinn sjálfur hafði labbað þar á hlaði og helblár piltur baðað sig í fjörunni rétt áður en fór að leggja ís yfir? Og í Þrúskinum var reimt, það vissu nú allir, og þar hafði bóndinn barnað vinnukonuna og bjuggu þau öll þrjú eins og ekkert væri.
Nei, þetta var bara konkeló, sem hafði minnt mig um heiminn, hvernig hann var einu sinni og er núna löngu horfinn.

   (22 af 43)  
3/12/08 03:01

tveir vinir

mjög flott saga

3/12/08 03:01

Bismark XI

Takk fyrir góð skrif og skemmtilegan lestur. Gerist þessi saga hér á ilhýra eða einhverstaðar langt í burtu?
Er hugsanlegt að það sé óþarfi að svara síðustu spurningu minn og láta okkur sjá um það að fynna út úr þessu?
Hvað þá með síðustu spurningu mína?
Humm!

3/12/08 03:01

Kiddi Finni

Kannski má bara finna út í rólegheitum, hvar þessi saga gerist. (glottir)

3/12/08 03:01

krossgata

Skógarhöggsmaður hugsanlega valdur að konkelo - gerist þá klárlega ekki á Íslandi, ég veðja á Finnland. Sagan er skemmtileg eins og alltaf hjá Kidda.

3/12/08 03:01

Regína

Takk fyrir. Svona urðu þjóðsögurnar til.

3/12/08 03:01

Huxi

Takk fyrir góða sögu Kiddi Finni. Það er alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar.

3/12/08 03:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Já, það má með sanni segja – Kidda lætur það ævinlega einkar vel að fanga áhugaverðar & notalegar stemmningar í skrifum sínum. Þessi litla frásögn er enn ein rósin í hnappagat Finnans.

3/12/08 04:00

Bleiki ostaskerinn

Maður hverfur mjög auðveldlega á aðrar slóðir í huganum þegar sögurnar þínar eru lesnar.

3/12/08 04:00

The Shrike

Afskaplega skemmtilegt.

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.