— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 4/12/09
Atburður á Eysýslu í sovéska tímanum, partur I

Frásögnin um byltingamenn á 'islandi, Finnlandi og Kúbu leiddi hugann minn til þeirra sem höfðu kynnst kommunismanum í alvöru. Þessi saga var mér sögð löngu seinna, en ég tók mér skáldaleyfi að myndskreyta hana aðeins. En atburðurinn ku hafa gerst. Eysýsla heitir á eistnesku Saaremaa, á sænsku og þysku Ösel. Sagan verður svo löng að hún verður birt í tveimur hlutum.

Jaak hafði verið formaður á bát í nokkur ár og var bara ánægður með starfið sitt. Betra gat það varla orðið, hann var sjóari eins og pabbi gamli og afi og svo margir eyjaskeggjar á sínum tíma.
Já, á sinum tíma, þegar menn gerðu út skútur og sigldu með varning til Svíþjóðar og Finnlands og eitthvað meira. Eða fóru á reknet og tóku mið af vitum og höf'ðu sextán áttir í áttavitanum. En nú var öldin önnur, með stríðið breyttist allt. Jaak var þá bara litill snáði, hann mundi eftir þýskum í sinum hjálmum og glansstigvélum, og vitaskuld Rússum í sinum rauðstjörnuhúfum og glansstígvélum.
Jaak og sveitungum hans leist ekkert á glansstígvélum.
Þegar Rússinn kom, þá breyttist allt. Bróðir hans pabba hafði verið á fraktskipi, hann kom ekki aftur heim. Margir héðan úr þorpinu höfðu bara farið á sínum bátum yfir hafið til Svíþjóðar, maður fékk fregnir af þeim eftir dauða Stalins. Jaak hafði aldrei spurt pabba sinn, af hverju fóru þau ekki, en sennilega hafði hann ekki tímt að fara heiman. Og þar með sat. Þegar Rússin kom, mátti ekki lengur að búa á ströndinni. Það mátti fyrst ekki einu sinni að synda í sjónum, þar var rússneskur varðmaður með hriðskotabyssu að gæta þess að enginn stakk sig í sjóinn. Það mátti að vera í sólbaði, en ekki vera fimmtán skrefum nær sjónum. Já, þannig var fyrst, en nú mátti að synda þegar Faðir Josif var dauður. Og landhelgisgæslan hafði áttað sig á að enginn getur synt yfir til Finnlands eða Svíþjóðar.
Og þá voru bestu bátarnir teknir fyrir fiskveiðisamyrkjubú. Hinir bátarnir voru bara eyðilagðir, svo að engum dytti í hug að fara neitt lengra. Og allir fiskimenn gerðust starfsmenn samyrkjubúsins, og allir áttu að búa í þorpinu undir eftirliti og vera með skilriki. Þetta var ekki lengur afskekkt eyjahérað í smáríkinu Eistland, þetta var landamærasvæði Sovétríkjanna. Granitsaja zona. Og það voru landamæraverðir með sinum grænu axlarspjöldum sem voru með sina stöð í þorpinu að gæta að óvinir sóvétrikjanna kæmust ekki land og einnig að sovéskir rikisborgarar villust ekki úr landi sinu.
Landamæraverðir voru ekki Eistar, þeir voru margir hverjir frá Rússlandi og ennþá lengra frá, strákar frá Mið-Asiu og Siberiu. Eins og Jaak varð að gegna herþjónustu sem vörubílstjóri nær landamærum við Kína. Þeir sendu mann alltaf sem lengst, svo að hann átti ekki annan kost en að hlýða.
Þegar Jaak kom heim, þá gifti hann sig sem snöggvast og fór að búa. Auðvitað elskaði hann konuna sína, Merle, en þar var líka annað: aðeins kvæntir menn komust á sjó. Einföld leið til að tryggja það að enginn stakk af.
Og þannig hafði Jaak verið sjóari fyrir samyrkjubúið í nokkur ár, og var orðinn bátaformaður. Smábatar veiddu flyðrur með neti, þeir voru með troll og veiddu sild og brislinga, margt af því fór í niðursuðu og þeir fengu oft smá forréttindi ef veiðin gekk vel. Og best var samt að vera útá sjó með félögum, um skamma stund frjáls og áhyggjulaus og laus við umheiminn, þegar aðeins stóri vitinn á vesturoddanum á Dagey blikkaði í fjarskanum og kannski siglingaljós fragtarans í annari átt, og annars voru bara sjórinn og himininn, vélarhljóðið og dyptarmælirinn og vitneskjan um það að eitthvað ætti nú að fara í trollið...

Þannig hafði róðurinn verið fyrst, þeir höfðu verið aðeins sunnarlega, eiginlega við Lettland að veiða brislinga en svo hafði hann gert hvassan vind að utnorðan og þeir voru lengi á leiðinni heim að hjakka sig upp í vindinn. Þegar þeir voru að sigla í heimahöfnina sina á norðuströnd Eysýslu, sáu þeir framandi bát á reki á sjónum. Báturinn var úr ljósum viði, súðbyrðingur, og með styrishúsið afturí. Jaak vissi að hann var ekki eistneskur, ekki einu sinni sovéskur. En hann var kominn stutt frá landi, það átti að toga hann í land. Maður stóð um borð, félagi hans var sótugur í framan og reis upp, þeir stóðu þarna og gláptu á bát Jaaks og félaganna. Eða á togveiðibátinn nr 47 í eigu samyrkjubúsins, til að hafa það nákvæmt. Jaak setti á bakk, Tauno hendi kaðalspotta til mannanna og þeir byrjuðu að toga framandi bátinn inn til hafnar.
-Andskotinn hafi það, sagði Peet vélstjóri. -Nú lendu þeir í því.
-Kallgreyin, svaraði Jaak. -En við verðum að taka þá inn.

   (11 af 43)  
4/12/09 07:00

Regína

Ég bíð spennt eftir framhaldinu.

4/12/09 07:01

Heimskautafroskur

Sammála Regínu – koma svo!

4/12/09 07:02

Kargur

Takk Kiddi. Flýttu þér með framhaldið.

4/12/09 08:00

Bakaradrengur

Dittó.

4/12/09 08:02

Huxi

Spennandi saga. Framhald óskast... STRAX.

4/12/09 10:01

Útvarpsstjóri

Takk, nú er ég orðinn spenntur.

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.