— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Sálmur - 5/12/08
Kvæðið um fuglinn - laulu linnusta

Póinn Pó er mikill aðdáandi Davids Stefánssonar og það er ekki illa. 'Eg ætla nú að birta hér þrjú erindi af kvæðinu um fuglinn, snert hörpu mína... og það á finnsku. Taivas er himinn, lintu (linnun) er fuglinn og svo fram vegis.

Lyö harppuani neito taivainen,
ett kuuluis luokse Luojan enkelten.
Kotilkadultani laudankappaleen
löysin, tein mä siitä kanteleen.

Pajan sysistä mä lintujakin tein,
niit ajopuista myöskin veistelin.
Oi, jospa voisin liitää taivaisiin
ja elon hengen laulaa lintusiin.

Ui niistä jotkut pikku lammilla,
on toisten mieli ain kuin lapsilla.
Vaan salmella kun päivä kimmeltää,
se taivaan, maan, taas taioin yhdistää.

   (18 af 43)  
5/12/08 22:02

hlewagastiR

Hyvää! Hyvää!

5/12/08 22:02

Regína

Taivas on sininen ...

Þýddir þú þetta Kiddi?

5/12/08 22:02

Huxi

Það er alveg hægt að syngja þetta á finnsku... En ég ábyrgist ekki framburðinn...

5/12/08 23:00

Heimskautafroskur

Frábært Kiddi, þótt ég skilji ekki orð. Bara heillaður aðdáandi meistarans frá Fagraskógi. Og að auki alinn upp til tvítugs á næsta bæ við Fagraskóg. Ekki nógu gamall til að hafa kynnst kallinum sjálfur en hann var heimaganur. Og ljóðelskandi skáldið hann pabbi þekkti hann vel.

5/12/08 23:00

Einstein

Stórfínt hjá þér Kiddi. Kippis!

5/12/08 23:00

Kiddi Finni

Þegar stjúpdóttir mín var litil eða um tiu ára, þá söng hún þetta svo oft, á íslensku. Og þegar maður var búinn að heyra það nógu oft, þá kom það nokkuð fljótt nær maður var búinn að setjast níður. Og ég raulaði með meðan ég þýddi... innihaldið fer eftir frumtextann, þó ég breytti smiðjumó í viðarkol.

Taivas on sininen... er Himinn er blár...

6/12/08 00:00

Anna Panna

Ég reyndi að syngja með, það tókst alveg ágætlega held ég! Annars ætla ég að leyfa mér að halda því fram að þetta sé afskaplega vel gert þó ég skilji ekki baun, ég veit bara að það er gott flæði í þessum texta og ég veit að þú ert nógu skáldmæltur til þess að koma þessu vel frá þér, Kiddi. Skál!

6/12/08 00:02

Þetta er frábært og aðdáunarvert - nú þarf maður bara að fara að læra finnsku til að geta notið þessa til hins ýtrasta. Takk fyrir! Skál!

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.