— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 3/12/08
Um mikilvægi himintungla

Þessi saga kom eiginlega eftir siðasta Norðureyja-söguna

Já, ég sagði frá eyjunni þar sem var þó nokkuð byggð í gamla daga en er orðin að sumarbústaðaeyju núna. Föðuramma mín, sem dó áðuren ég fæddist, var þaðan, en hún flutti í kaupstaðinn ásamt manninum sínum. En bróðir hennar bjó þar áfram, átti börn og einn sonurinn hélt áfram að búa þar. Hann átti börn, eina dóttir og fjóra syni og var yngstur þeirra jafnaldri minn. Faðir þessara barna dó svo hræðilegan dauddaga, varð undir tré við skógarhögg, og einn af sonunum varð þess vitni og gat ekkert til þess gert að bjarga föður sínum.
Hvaða raus er þetta, ég ætlaði að segja gamansögu, en svona fór það og strákarnir ólust upp án föðurlega leiðsagnar. Þeir áttu staðinn áfram, voru þar oft á sumrin en bjuggu mestu leyti á kaupstaðnum og urðu þar þekktir á sinn hátt. Getum sagt að reglusemi var ekki þeirra sterkasta deild, en ekki voru þeir meinfýsnir menn eða glæphneigðir. Já, þeir voru nátturubörn á sinn hátt, það er fallega sagt. Og voru og eru þeir frændur minir, tveir þeirra eru vist farnir núna. En þessi saga hefur farið um þá lengi, þegar þeir voru ennþá í lífi allir.
Einu sinni voru Norðureyja-bræðurnir heima að brugga. Og svo fóru þeir að drekka nýgerjaðan gambra og drukku aðeins meira og fóru að velta fyrir sér alvarlegum hlutum. Eins og spurningunni um mikilvægi himintungla. Að hver sé mikilvægari fyrir mannkýnið, sólin eða máninn. Og elstur þeirra þagnaði um hríð og mælti svo:
-Nei, piltar minir, ég tel uppá það að máninn skiptir meira máli. Að degi til er nógu bjart hvort eð er.

   (21 af 43)  
3/12/08 16:02

Útvarpsstjóri

[hlær upphátt] Déskoti gott!

3/12/08 16:02

Heimskautafroskur

Afbragð. Hreint afbragð.

3/12/08 16:02

Regína

Þetta er auðvitað hárétt hjá manninum. Hvað er svona fyndið?

3/12/08 16:02

Bakaradrengur

Örugglega það að láta sér detta í hug að drekka nýgerjaðan gambra. <Klórar sér í höfðinu og brosir út í annað>

3/12/08 16:02

Huxi

Frændur þínir eru gáfumenni...

3/12/08 17:00

Kargur

Hrein snilld.

3/12/08 17:00

Tigra

Haha það segja fáir jafn skemmtilega frá og þú Kiddi minn.

3/12/08 17:00

krossgata

Þetta er náttúrulega augljóst.

3/12/08 17:01

Garbo

Eru þetta hinir frægu Bakkonen bræður?

3/12/08 18:00

hvurslags

Nokkuð fyndið...ég heyrði þessa sögu reyndar fyrst í tengslum við ónefnt bæjarfélag í nágrenni Reykjavíkur...

3/12/08 18:00

Kiddi Finni

Þeir hafa þá fengið söguna lánaða hjá frændum minum, Bakkalænen-bræðrum.

1/12/09 21:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Frábært.

Minnir mig reyndar á brandarann um Hafnfirðinginn sem kom inní herbergi sem var svo kolniðadimmt að hann ályktaði sem svo, að þar hlyti að hafa verið slökkt mjög, mjög lengi...

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.