— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 1/11/07
Heimstyrjöldin, fjórða sagan: Brauðin

Fylgjumst enn með hermanninum unga í skotgröfum

Svo kom að því að hann komst í frí. Þegar svona tiðindalaust var af austurvigstöðvum fengu óbreyttir hermenn tveggja víkna frí á fjagra mánaða fresti.
Og mikið var það gott. Mamma hafði útvegat gott að borða fyrir litla drenginn sinn, allavega góðan fisk frá ættingjum á eyjunum. Pabbi kom úr vinnunni í löggubúningi sinum, heilsaði eins og fullorðnum manni. Hann skynjaði nýja virðingu í framkomu gamla mannsins. Og svo var stúlkan í nágranni... já, fríið flaug í burtu alltaf hratt. Pabbi hafði fylgt honum að lestarstöðinni, heilsað með handabandi og óskað þess að Guð væri með honum. Menn sögðu það ekki hversdags, en hann vissi að pabbi sinn meinti það.
Svo hafði hann ferðast þvert um landið allt uppá nýtt. Sofið í lestum og eina nótt í bíóhúsi í Äänislinna, eins og Finnar höfðu endurskírt Petroskoi. Nú dró nær til vigstöðvanna, hann fékk far upp á pallinum á vörubíl. Bíllinn vaggaði áfram hólottum vegi, bilstjórinn hafði sagt honum að líta eftir flugvélum sem hann gerði, en svo fann hann lýktina.
Það voru strigapokar á pallinum þar sem hann var. Og af þeim lagði indælisilmur. Nýbakað brauð, stórir hleifar. Finnskt rúgbrauð. Þeir fengu bara þurrbrauð í skotgröfum, þessi brauð voru á leiðinni til höfðingjanna eða í sérsveit. Sem var svosem allt í lagi, en... pokar voru svona margir. Og hvað mikið er stolið og hnupalð í bækistöðvum og lagernum, það vita nú allir. Þeir í skotgröfum urðu að lífa á grauti og baunasúpu.
Hann opnaði bakpokann, stakk einu brauði úr hverjum sekki þar og lokaði fyrir. Heilsaði bilstjóranum og þakkaði fyrir farið, þegar komið var á áfangastað. Þar voru tveir strákar úr annarri sveit á leiðinni til baka.
"Mikið lifandis ertu með stóran bakpoka, þú hlýtur að vera bóndasonur, fékkst svo mikið nesti."
"Æ, þetta eru bara nærföt og smá brauð"
Það var ekki rætt meira um það.
En þegar hann var kominn aftur í flokkinn sinn, lyfti hann pokann á borðið í byrginu. Hann hafði aldeilis eitthvað til að deila öllum.

   (30 af 43)  
1/11/07 18:01

Wayne Gretzky

Flott saga.

En það eru bækistöðvar, ekki bakistöðvar.

1/11/07 18:01

Regína

Það hefur ekki verið amalegt fyrir þá sem voru fyrir að fá þennan úr fríinu.

1/11/07 18:01

krossgata

Ávallt skemmtilegt aflestrar. Takk fyrir söguna.

1/11/07 18:01

Kiddi Finni

Takk, Wayne. 'eg held annars að ég er með tvær stríssögur í viðbot.

1/11/07 18:01

Huxi

Takk fyrir söguna Kiddi. Þú nærð alltaf að draga upp skýrar myndir með örfáum línum. Það er góð líðan og stemmingi í sögunum þínum.

1/11/07 20:00

Rattati

Virkilega skemmtilegar sögur alltaf. Ég bíð alltaf spenntur.

1/11/07 20:01

Kiddi Finni

Skemmtilegar sögur um vosbúð, dráp og ótta... en svona var það, eða svona hef ég heyrt...

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.