— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 4/12/09
Atburður á Eysýslu í sovéska tímanum, partur II

Og sagan heldur áfram...

Þeir toguðu framandi bátinn inn til hafnar, landamæraverðir voru vaknaðir og tóku hann við og bundu fast við kæjann. Jaak stýrði togveiðibátinn n:o 47 á kæjann líka og þeir byrjuðu að landa aflann, fimm tonn af brislingum. Og þeir voru ekki alveg búnir þegar einn kom í glansstígvélum og sagði honum að mæta í skrifstofuna tafarlaust, til að gefa skyrslu. Jaak hlyddi og sagði frá ferðinni og frá því, hvernig þeir sáu framandi bátinn og tóku hann í slef.
Lautenantinn leit á Jaak og sagði:
-Vér verðum að yfirheyra mennina. Nú óskum við aðstoð yðar sem bráðabirgðatúlkur. Vér vitum að þér kunnið finnsku, en sleppum því að spurja hvar þér hafið lært hana.
Jaak hafði vonað að komast heim til Merle og litla stráksins sem fyrst, en það varð nú að biða. Hann hafði hlustað á finnska útvarpið, sem var bannað, og stundum í glasi hermt eftir Finnum. Finnskan er nú algert brandaramál fyrir Eista, en nú stökk ekki bros á vör. Seint að neita, best að hlýða.
Annar maður úr bátnum var leiddur inn, útkeyrður og illa farinn og augljóslega hræddur. Skyrslutakan hófst, Jaak túlkaði og gat gert sig skiljanlegan. Maðurinn svaraði á finnsku, spurði hvort einhver kynni sænsku en það var ekki í bóði. Finnlandsvíi, þeir eru víst líka til. Skyrslan var gerð á rússnesku, en hana hafði Jaak lærð í skólanum og endanlega í hernum. Maðurinn sagði að þeir höfðu keypt bátinn í Svíþjóð og voru á leiðinni heim í vondu veðri þegar vélin bilaði og þeim rak þangað sem þeir nú voru.
Svo var annar maðurinn, hann talaði enn verra finnsku og skyrslutakan dróst að langinn. Þegar Jaak loksins komst heim var að koma kvöld, hann glorsoltinn og Merle að drepast af áhyggjum. En hann var kominn heim og heil á húfi, það var nú fyrir öllu.
Næsta dag var ekki róið, gaf eiginlega ekki á sjó, veðurinn hafði versnað. En mennirnir tveir himuðu í sinum bát úr ljósri furu og varðmenn stóðu á kæjanum. Eistneskir sjómenn skröfuðu sin á milli og veltu málinu fyrir sér. Þegar fór að lægja á þarnæsta dag sagði Andrus, sem var eldri maður sem flestir treystuðu, að hann hafði sent boð í skógarþorpið. Og svo sagði hann, að trollið þeirra Jaaks hafði ábyggilega rifnað. Þeir ættu að bæta það um borð allt kvöld og lengi fram eftir nóttu. Og hafa ljósavélina gangandi.
Jaak hlyddi, senti fyrst Tauno með hnif til að skera í trollið. Og svo fóru þeir að bæta í rólegheitum.
Indrek úr skógarþorpi hafði komið við í bragga landamæravarðanna. Hann bruggaði besta landann á gjörvallri Eysýslu og seldi Rússum.
Fór að kvelda, í varðskálanum var allt í logandi ljósum og varðmenn sem stóðu á kæjanum urðu órólegir. Og þegar tími þeirra leið til enda kom enginn í staðinn. Vertu til er vorið kallar á þig, var sungið í skálanum, og menn voru til.
Einhver sótti Finnana tvo heim til sin, í heita sánu og svo í mat og var vel þegið. Enginn tími var að þvo af þeim en konurnar þurrkuðu fötin þeirra við eldavélina, menn fengu tvo snafsa á mann og þeim fór að liða betur.
Stenka Razin réri á Volgu, Peet vélstjóri hafði tekið vélina þeirra í gegn og fann að bilunin var í oliudælunni. Nú voru engir varahlutir, en einn var renndur á málmrennibekk í verkstæðinu.
Eitt sinn gekk ég yfir Rauðatorg, og Peet kom aftur með dæluna og fór að setja hana upp. Þögn varð í varðskálanum, ljósavélin gekk enn í togveiðibátnum 47 og yfirgnæfði önnur vélarhljóð og svo var vélin sett í gang. Hún gekk, Finnlandsvíarnir komu í hlýjum fögum og með riflegt nesti fyrir ferðina, menn leystu landfestingana og báturinn úr ljósri furu keyrði hægt út á dimman sjó.

Tímarnir breyttust, fiskiveiðar hrundu og Sovétrikin líka. 'Í sjálfstætt Eistland komu nokkrir FInnar siglandi á skútu og Jaak sagði þeim margar sögur í kaupstaðnum Kuressaare.

   (10 af 43)  
4/12/09 11:01

Bakaradrengur

Takk fyrir.

4/12/09 11:02

Blöndungur

Ég var svo hræddur um að þetta yrði einhver hræðileg örlagasaga sem léti mann blóta ómennskri Sovétmennskunni í sand og ösku. En þakka kærlega fyrir þessa hugljúfu og skemmtilegu sögu.

4/12/09 11:02

Regína

Það var semsagt hægt að redda málunum með landa.

4/12/09 11:02

Kargur

Góður endir á góðri sögu.

4/12/09 12:00

Megas

Ég er Megas.

4/12/09 12:01

Útvarpsstjóri

Hafðu þakkir fyrir þetta.

4/12/09 12:01

Huxi

Þakka þér fyrir þessa góðu sögu. Það er alltaf gaman að heyra að þrátt fyrir vont stjórnarfar lætur fólk ekki kúga sig til að breyta rangt.

4/12/09 13:00

Heimskautafroskur

¡Gracias señor!

4/12/09 14:00

Kiddi Finni

Ez horregatik!

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.