— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/07
Hvað kemur manni við

VIð þekkjum mætavel svona viðhorf eða tilsvar sem tiðkast oft hjá unglingum sem vilja vera töff og lýsa yfir sjálfstæði sínu. Eða auðvítað hjá mörgum öðrum líka, man bara eftir þessur orðalagi frá þeim tíma sem ég fékkst við kennslu:
"Það kemur mér ekki við."
Eða á hinn boginn, ef forleldri eða kennari spyr eitthvað um ferðir eða áætlarnir hins, þá getur verið svarið:
"Það kemur þér ekki við".

Það er svo sem ágætt að vita, hvað kemur hverjum við. Og getur verið mjög hollt að taka fjarlægð af hlutum sem maður getur ekkert gert að, og sagt, að þeir komi manni ekkert við. Eða verja sitt friðhelgi og segja, að það kemur ekki öðrum við.
En allt er gott í hófi. Sumir okkar eru ofábyrgir og halda að eiginlega allt komi þeim við. Svo eru aðrir kaldranalega ábyrgðarlausir og halda að það sé ekkert sem komi þeim við.
Heyrði nefnilega um daginn um vandræðagemling sem hefur algjörlega toppað þetta viðhorf, að sér komi ekkert við. Hann var tekinn fastur fyrir það að hafa stolið 100 bílum. Þegar dómarinn spurði, af hverju hann væri að þessu, svaraði strákurinn:
"Hvað kemur það mér við hvað ég geri."

   (31 af 43)  
1/11/07 14:00

Tigra

Haha.

1/11/07 14:00

Jarmi

Þú ert snillingur Kiddi, alveg eins og gemlingurinn í sögunni.

1/11/07 14:01

Dexxa

[Veltist um af hlátri]

1/11/07 14:01

krossgata

Þessi ungdómur.
[Dæsir mæðulega og man ekkert eftir því að hafa verið ung]

1/11/07 14:01

Huxi

Nú hló ég upphátt...[Hlær upphátt]

1/11/07 14:01

Skreppur seiðkarl

Hljómar sem foráttuheimskt kvikindi. Hann er efni í sögubók seinna meir.

1/11/07 14:01

Nermal

Ykkur kemur ekki við hvað mér finnst um þetta. [glottir eina og fífl]

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.