— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Dagbók - 6/12/09
Hjónabandssæla

Nú er sumarið gengið í garð og rababari vex í garðinum. Þá tók íslenska konan mín til, skar upp rabbabarann og bakaði hjónabandsælu. Sem var náttúrulega alveg frábært. Svo vorum við hjónin að velta fyrir okkur að af hverju heitir þetta ágæta bakkelsi hjónabandsæla. Og þar sem við fórum ekkert að leita að neinum heimildum, voru niðurstöður okkar þær sem hér eru:

Efni fyrir hjónabandsælu eru hversdagsleg. Það fæst heima í garðinum og í Kaupfélaginu.

það er svoltið fyrirhöfn að gera deigið vel, svo að það brotni ekki.

Bragðið er bæði sætt og súrt.

Kakan geymist vel, verður jafnvel betri með tímanum.

Og stundum er bara áheyrslumunur eða misskilningur, hvort sé um að ræða hjónabands-sælu eða hjónabands-ælu.

En kakan var samt góð.

   (9 af 43)  
6/12/09 03:02

Regína

Auðvitað var kakan góð.

6/12/09 03:02

Garbo

Já góð hjónabandssæla er fyrirtaks matur og best með ískaldri mjólk.
En ég hef greinilega misskilið þessa nafngift eins og svo margt annað...

6/12/09 04:01

Grýta

Skynsamlegar, rökréttar og um fram allt flottar hugleiðingar hjá ykkur hjónunum.

6/12/09 04:01

Grýta

Held samt að nafnið á kökunni sé hjónabandssæla.
þ.e. með tveimur essum.

6/12/09 04:01

Nermal

Ég þarf að baka svona bakkelsi einhvern daginn..

6/12/09 05:02

Huxi

Hafi þetta ekki verið lögformleg skýring á nafngiftinni fyrir löngu, þá er þetta orðið það nú. Takk fyrir.

6/12/09 07:01

Heimskautafroskur

Verði ykkur að góðu! Takk fyrir flotta greiningu.

6/12/09 08:00

Kiddi Finni

Ég fór að ráðum Grýtu og bætti í annað essið. En hitt er þó, að maður gæti sagt um hjón í örðuleikum að það fer að vanta annað essið í hjónabandssælunni hjá þeim... en gleðilegt sumar og nóg af essum fyrir alla Gestapóa!

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.