— GESTAPÓ —
Kiddi Finni
Heiðursgestur.
Saga - 2/12/09
Múrararnir

Ymislegt hefur maður tekið að sér og lært af reynslunni...

Gamla konan kom alltaf í byrjun sumarsins. Hún átti sumarbústað við ströndina, húsið var eins og gamalt timburhús í laginu og var með tvö útihús. Þegar hún var ung var ennþá til siðs hjá heldra fólkinu að flytja yfir í sumarbústaðinn fyrir allt sumar, vera þar og njóta sumarsins, synda, veiða, róa, týna ber og þrífa allar mottur og öll lökin í heimilinu, þó örfá dæmi var nefnd.
Svo hafði fjölskylda vínar mins átt heima við hlíðina á sumarbústaðinn, pabbi þeirra hafði gert út fólksflutningabát og þess vegna bjuggu þau þar líka, á þessu nesi skammt frá kaupstaðnum. Vinur minn, ég kalla hann hér Kalla, er einstæður faðir þriggja stelpna og þegar hann var á sjó sem vélstjóri, þá hugsaði systir hans um stelpurnar... en hvað um það, altaf þegar Kalli er í landi, þá er hann að gera við hús sem hann á, hús sem systir sin býr í eða hús á eyju sem þau eru með eða gera við bátinn eða eitthvað. Sem sagt: hjá þeim er alltaf eitthvað að gerast.
Svo sagði Marita, systir hans Kalla að gamla konan væri með beiðni fyrir okkur. Það var um siðla sumars og við fórum til hennar, gömlu konunnar, sem ég vissi eiginlega bara það sem ég hafði heyrt frá Kalla og Maritu. Að hún væri dóttir fræga skipstjórans hér i bæ, manns sem ég hafði heyrt talað um, og væri hámenntuð og byggi fyrir sunnan en kæmi alltaf á sumrin hingað vestur. Og hún var að verða áttræð þegar þetta gerðist, en kom samt akandi að sunnan eins og ekkert væri.
Og gamla konan gaf okkur kaffi í sumarbústaðnum sínum, þar sem hver krókur og kími vóttaði af gamla tímanum og fjörug sumur í den, hún sýndi okkur ljósmyndir frá skipum föður sins, og svo framvegis. Og svo var komið að efninu: börnin hennar og barnabörnin voru svo treg til að koma á bústaðinn, en hún vildi láta gera upp sánuhúsið og sánuanddýrið. Taka upp gólfið, mála innanhúss og setja upp arin svo að væri hægt að gista í búningsherberginu. Og hvort við Kalli værum til að vinna verkið, hún myndi af sjálfsögðu borga okkur. Ættum að klára verkið fyrir næsta sumar, nú var haustið að ganga í garð en maður verður að hugsa fyrirfram. Og við sögðum já, þó að hvorugur okkar er lærður smiður en við getum nú eitthvað gert í þeim efnum.
Og svo kom vetur og vor og kom tími til að hefjast handa. Við tókum upp gólfið í búningsherberginu í litlu rauðu sánuhúsinu, yngsta dóttir hans Kalla var nýbúin að taka stúdentspróf og hún hafði góðan tíma til að mála veggina með ljósum lít, og einnig sá hún um steyphrærivélina þegar við fórum að múra vegginn á bak við komandi arininn.
Og svo kom arininn. Hann átti að vera tilbúinn, bara að setja hann upp, púsla saman úr tílbúnum blokkum. Teikningar og allt með. Við skoðuðum teikningar, arininn átti að vera af þeirri gerð sem geymir híta í sér. það þýðir að reykurinn fer ekki beint út gegnum strompinn, hann fer fyrst upp og svo aftur niður í hliðargöngunum og svo upp í skorsteininn og út. En við þóttumst að skilja þetta og sjá það út og fórum að setja upp arininn og Sandra hrærði okkur mortél og við bara múruðum. Eitthvað hugsaði ég að hvernig fer þetta nú en þeir hljóta að hafa hannað það í verksmiðjunni. Og hvað var þessi demantskifa á slípurokk, hvar átti nú að nota hana, ég fatta það nú ekki... en við múruðum samt og vorum svaka ánægð öll þrjú og fórum heim.
En svo í kvöld var ég kominn upp í rúm og fór að sofa og atburðir dagsins fóru að rifjast upp, Og ég hugsaði um arininn, hvering eldurinn brenni svo í honum, reykurinn fari upp og niður og... og... stoppi við steininn. Tengingin við skorsteininn náði bara frá ytri veggnum af arninum, en í kjarnanum var ennþá lokað fyrir. Þar hefðum við átt að nota slípurokk, til að saga gat fyrir reykinn. Og nú var allt múrað fyrir. Og reykurinn kemst ekki út og arininn ónýtur. Eg reis upp við dogg og kallaði upp hátt "Nei, nei, nei", og íslenska konan mín hélt að ég væri að fara yfirum.
'Eg hljóp í símann, hringði í Kalla og sagði að við ættum að fara aftur í sumarbústaðinn og taka arininn í sundur.
-Hvað er þetta vinur, getum við ekki gert það í fyrramáli...
-Þá er mortélið orðið hart og við verðum að brjóta arininn og þá erum við í vondum málum.
-Allt í lagi, við komum...
Klukkan var tólf þegar ég hringði. Klukkan var korter yfir eitt þegar var búið að taka það mikið sundur sem þurfti. Svo fórum við að múra aftur á næsta dag, skráðum ekki þessa tíma í reikninginn og gátum gert arininn svo að hann virkar eins og vera ber. En meira klaufabárðar gátum við verið og við tókum ávkörðun að segja engum hvað mikilir klaufar við værum í raun og veru.
Engum.
Fyrr en núna.

   (14 af 43)  
2/12/09 02:02

Regína

Og er ekki múrsteini létt af hjarta þér?

2/12/09 02:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Þú ert bestur

2/12/09 02:02

Valþjófur Vídalín

Þetta var skemmtileg saga hr. Finni. Takk fyrir hana.

2/12/09 03:00

Huxi

Takk fyrir skemmtilega sögu. Það býr í þér sagna-andi.

2/12/09 03:00

Heimskautafroskur

Hehe – einhverra hluta vegna minnir þessi saga á gömlu góðu tékknesku brúðumyndirnar um Klaufabárðana, maður heyrir munnhörpustefið. Takk fyrir þetta.

2/12/09 03:01

Billi bilaði

<Múrar undir ritið>

2/12/09 03:02

Madam Escoffier

Skemmtileg frásögn og gott að geta sagt frá syndum sínum um síðir. En fáa iðnaðarmenn þekki ég sem eru svo heiðarlegir að þeir mæti um miðja nótt til að lagfæra mistök sín og rukki ekki fyrir það, (og tilheyri ég iðnaðarmannastéttinni.)

2/12/09 04:01

Kargur

Góð saga Kiddi. Þú viðurkenndir mistök þín, lagaðir þau og ert meiri maður fyrir vikið.

2/12/09 04:01

Kiddi Finni

Þar sem Madam hrósar okkur fyrir hreinskilni (roðnar af ánægju) ber samt að hafa í huga að místök okkar var svo klaufalegt og ef arininn hefði orðið ónýtur, þá hefði nýji arininnn kostað jafn mikið og ég þénaði hjá gómlu konunni. Þannig að það var vel sloppið að mæta um miðja nótt.
Venjulegir iðnaðarmenn sem eru lærðir og í betri æfingu og vinna undir eftirlít meistara og verkstjóra ná ekki að gera svona mistök, held ég. Og þar er oftast fleiri aðila milli þess sem vinnur verkið og þess sem kaupir þjónustuna.

Svo læguðum við mistökina, ég lét Kalla að finna steinhellur sem við lögðum á gólfið í kringum arininn og margt meira og gamla konan var mjög ánægð með okkur.

Kiddi Finni:
  • Fæðing hér: 13/2/06 09:53
  • Síðast á ferli: 30/10/17 11:58
  • Innlegg: 1197
Eðli:
Skógarhöggsmaður og gestaverkamaður á Íslandi.
Fræðasvið:
Grúsk á ymsum svíðum. Saga, sögur og sagir.
Æviágrip:
Varð ungur strandaglópur á Íslandi. Vann lengi við skógarhögg á Hálöndum Íslands. Hefur snúið til sins heima á efri árum.