Lesbók21.03.03 — Enter

Geisp.

Rétt í ţessu var ungur blökkumađur ađ telja mér upp helstu landvinninga innrásarliđsins í Írak. Hver sprengdi hvern. Hverjir voru hvar. Ţessi dauđur ţarna, ţessi drepinn ţar.

Geisp.

Rétt í ţessu var áhyggjufullur, gráhćrđur, góđlegur kall ađ útskýra mér lykilatriđi hernađar. Ţetta hús er sprengt hér ţví ţessi býr ţar. Ţetta tćki fer hingađ ţví ţá má sprengja hérna - og ef minn fer alla leiđ hingađ ţá ţarf ţinn ađ gefast upp.

Geisp.

Rétt í ţessu sýndi mér fínleg, dökkhćrđ kona í smekklegri dragt nokkur örstutt sýnishorn: Mótmćli í Bandaríkjunum, mótmćli í Aţenu, mótmćli í Jemen, mótmćli á ótal útlendum Lćkjartorgum. Örtröđ, grátur, gnístran, hlátur, vonleysi, vissa, svínablóđ - og allir vođa hissa.

Geisp.

Rétt í ţessu birtast ţeir, hver á annars hćlum, Bush og Blair og Saddam og einhver og einhver annar og ţessi aftur - ýmist glotta viđ tönn eđa yggla sig og ýgla bungar brúnir. Allir međ sama bindiđ. Tala í mínútu, segja mér allt - og eru svo búnir. Flúnir.

Geisp.

Og ég horfi og horfi - og góni og gćgist - og kíki og athuga - og kveiki og slekk, kveiki og slekk. Og kveiki. En ég sé ekki neitt.

Og ég sýg til mín upplýsingar, myndir og hljóđ. Safna og ţenki og velti á alla kanta, alla vegu - ég fć ađ vita allt. En ég veit ekki neitt.

Og mér er sama. Ţví miđur. Mér er skítsama.

Geisp.

Ţiđ eruđ búnir ađ eyđileggja allt.
Ţiđ eruđ nefnilega búnir ađ eyđileggja allt.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182