Sálmur – Enter

Ég svaf ekki mikiđ, var sveittur og ţvalur,
svolítill hnútur í kviđsýrum reri.
Ég bylti mér ótt og ég blés eins og hvalur.
Beit mig í koddann og sćnginni sneri.
Einkenni ţessi ţiđ ćttuđ ađ kenna
andsvítans pestin er býsna vel ţekkt:
— Á svartföstudegi er verđiđ svo viđráđanlegt.

Viđ alfyrsta klukknapíp flaug ég á fćtur
fréttablöđ morgunsins sílspikuđ gleypti.
Af allskonar tilbođum ilmurinn sćtur
ćrđi minn hug — sem ţau fyrirfram keypti.
Međ uppblásnu prentletri öskrađi til mín
hver einasta löngun mín, kaupfýsn og ţrá.
— Á blakkföstudögum er billega díla ađ fá.

Útsöluţyrstur og afsláttargrađur
ég ćddi til byggđa í kaupstjarfaleiđslu.
Auđkeyptur viljugur innkaupamađur
ćrđur af međvirkri vörutilbeiđslu.
Ég varđ bara ađ veita fíkninni farveg
í fjarska reis verslunarbiđstöđin glćst.
— Á fjárdegi stendur ţér frábćrust upplifun nćst.

Um kauphallardyrnar ég klöngrast ađ lokum
međ kortin á lofti í ilmsterkri ţvögu,
ónothćft glingur í útbelgdum pokum
— einmana trúđur í harmrćnni sögu.
Sturlunin veitir mér velsćldarfróun,
ég veit hún mun hverfa er kauprykiđ sest.
— Á ţeldökkum föstara ţarft ţú ađ eignast sem mest.

Hjartsláttur! Afsláttur! Allt á ađ seljast!
Allt er á fáheyrđum geđveiluprísum.
Taumlausar hjarđir viđ hlađborđin kveljast.
Hryllileg óhljóđ frá margstungnum grísum
sem misstu af tilbođi, magna upp ofsann.
Ţetta minnir á Ansvítans innkaupaferđ.
— Á surtsdegi finnur ţú hagstćtt og heiđarlegt verđ.

Dagur ađ kveldinu kemst, seint um síđir.
ţá kjaga ég burtu í algleymisvímu.
Međ bílfylli óţarfans engu ţú kvíđir
í ömurđarhversdagsins svartnćttisglímu.
Uns hverfur í skyndingu höfgin og sćlan.
ţá höndlar ţú sannleikans helbleiku nekt:
— Á svartföstu sýndist mér verđiđ svo viđráđanlegt.

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Enter – 06.02.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Tveir lögreglumenn voru í gćr dćmdir í fimm og tveggja mánađa skilorđsbundiđ fangelsi fyrir ólögmćtar handtökur, ranga skýrslugerđ og brot í opinberu starfi, annar lögreglumannanna var einnig dćmdur fyrir ađ úđa táragasi í andlit ranglega handtekins manns.

Ţessum dómi mótmćla blessađir mennirnir nú hástöfum og undir ţann söng tekur Landssamband lögreglumanna og óttast nú lögreglumenn ađ geta ekki sinnt starfi sínu sem skyldi.

Ţetta er merkilegt. Sannađ ţótti ađ mennirnir hefđu sagt ósatt í skýrslum um handtökurnar, ekki haft tilefni til ađ handtaka mennina og beitt ţá ofbeldi. Er ţađ ef til vill hluti af starfi lögreglunnar? Er ţađ hluti af starfsöryggi lögregluţjóna ađ fá ađ krefja borgara um persónuskilríki hvenćr sem ţeim hentar, beita vopnavaldi gegn blásaklausu fólki (ţótt ţađ sé hávaxiđ), svipta ţađ frelsinu og ljúga svo til um gang mála til ađ réttlćta ólögmćtan verknađ sinn? Vilja lögreglumenn sjálfir yfirleitt starfa viđ svo ólýđrćđislegar ađstćđur? Hvort vilja lögregluţjónar heldur í hjarta sínu - virđingu borgaranna eđa ótta?

Ţađ er óţolandi fyrir borgarana ađ geta átt ţađ á hćttu ađ vera handteknir fyrir ađ taka ljósmynd af lögregluţjóni. Ţađ er óţolandi ađ geta veriđ krafinn um persónuskilríki af engu tilefni af lögreglunni hvenćr sem er. Ţađ er óţolandi ađ vopnuđ lögregla beiti vopnum sínum gegn borgurum sem engin hćtta stafar af. Viđ búum í lýđrćđisţjóđfélagi og í slíku ţjóđfélagi er óţolandi ađ eiga ţađ á hćttu ađ vera handtekinn fyrir ţađ eitt ađ fara í taugarnar á lögreglunni.

Tveggja mánađa skilorđsbundinn dómur er ekki harđur dómur í mínum huga sé niđurstađa Hérađsdóms réttmćt - ţ.e. ađ sannađ ţyki ađ mennirnir hafi í raun brotiđ af sér á ofangreindan hátt. Fimm mánađa skilorđsbundinn dómur er ţađ ekki heldur. Hann er í rauninni grátlega mildur.

Númi Fannsker 03.12.03
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA