Sálmur – Enter

Skítseiđi, ţumbaldi, hrappsdurgur, himpi,
háldrumbur, námenni, loddari, drjóli,
skrattskunkur, sođsokkur, gumpsleikir, gimpi,
glaprćđishundingi, brođháfur, fóli,
kláđamaur, prumpklepri, pungfrunsuvessi,
platari, frethólkur, građhvannanjóli,
roppugođ, sorphnýsill, bílífisbessi,
blóđsuga, klćkjakarl, tásveppasóli,
óféti, myglingur, munnrćpuropi,
mannleysa, horgleypir, blekkingasjóli,
ribbaldi, svindlari, svikráđagopi,
svíđingur, tađtrantur, ţrćlvargur, Óli.

Lesbók frá fyrri tíđ

Elsku Dolly mín.

Fyrirgefđu hvađ ég skrifa sjaldan. Mér datt ţú í hug í morgun ţegar ég vaknađi í morgun međ lagiđ ykkar Kennys um eyjarnir í straumnum, ţađ fallega lag, á heilanum.

Ég fór ţegar ađ hugsa um hvađ ţú vćrir ađ bardúsa núna og sá á heimasíđunni ţinni ađ ţú ert ennţá ađ syngja og skemmta - alltaf jafn dugleg. Mikiđ vćri nú gaman ađ sjá ţig skemmta í kólóseuminu í Vegas ţann 7. desember. Og veistu, hver veit nema mađur bara skelli sér. Ţađ verđur sko enginn svikinn af ađ sjá ţig á sviđi.

Ég man eins og ţađ hefđi gerst í gćr ţegar ég sá ţig fyrst - í Texas '79. Manstu? Ég, Íslendingurinn, stóđ ţarna bísperrtur viđ sviđiđ međ spánnýjan kúrekahatt og flunkunýtt efrivararskegg, eilítiđ snúiđ til endanna og starđi hugfanginn á ţig. Hvílík rödd! Hvílík útgeislun! Hvílíkur barmur!

Og svo blikkađirđu mig. Međ ţessum ógnarlöngu svarbláu augnhárum. Og brostir - ţessu brosi sem heimsbyggđin öll ann og ţarfnast svo mjög. Og í einu vetfangi var ég ţinn.

Viđ hittumst alltof sjaldan núorđiđ Dolly mín - og mér ţykir ţađ miđur, en ţađ hefur veriđ svo ósköp mikiđ ađ gera hjá mér undanfariđ. Ég vona samt ađ ţú sért ekki búinn ađ gleyma mér. Dyr mínar standa ţér alltaf opnar, eigir ţú einhvern tíman leiđ um Vesturbćinn.

Kćr kveđja frá öllum á Íslandi.
Ţinn ađ eilífu,
Enter.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA