Forystugrein – Enter
Enter

Ég sé ađ full­hátt­virtur forseti hins háa Al­ţingis er međ eitthvađ bakkaklór eftir ömurđ­ar­veisluna sem hann hélt á Völl­unum ađ viđ­stöddu fá­menni í gćr.

„Forseti Al­ţingis harmar ađ heim­sókn danska ţing­forsetans hafi veriđ notuđ til ađ varpa skugga á hátíđar­höldin og leyfir sér ađ trúa ţví ađ ţađ sé minni­hluta­sjónar­miđ ađ viđ­­eigandi sé ađ sýna danska ţing­­for­setanum óvirđ­ingu ţegar hann sćkir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska Ţjóđ­ţingsins og dönsku ţjóđar­innar.“ — segir forseti.

Ég mót­mćli herra forseti.

Ţessi van­hugsađa og alls óvel­komna heim­sókn var hreint ekki „notuđ“ til ađ varpa skugga á fjöl­milljóna­partíiđ ţitt. Heiđurs­gesturinn flótta­legi sá alveg sjálfur um ađ varpa sínum skođana­myrka skugga á hátíđa­höldin og eyđi­leggja ţau gersam­lega.

Ţađ eru miklu fremur Danir sem sýna okkur óvirđingu međ ţví ađ senda ţessa út­dönkuđu rasista­píu hingađ — og skömmin er ţeirra ađ púkka upp á hana sem ţing­forseta yfir­höfuđ.

Ţađ er nefni­lega míkró­minni­hluta­sjónar­miđ ađ halda ađ ţađ sé í lagi ađ dubba upp rauđ­klćdda rasista og leiđa til hásćtis á hátíđar­ţing­fundi á sjálfu Lög­bergi. Og ţađ ađ gera lítiđ úr gagn­rýni á ţetta skipulags­slys er ekkert annađ ómerki­legt yfir­klór og eftirá­mjálm.

Svo eiga menn bara ađ drullu­fruss­fretast til ađ biđjast af­sökunar á klúđrinu í stađ ţess ađ barma sér undan eđli­legum viđ­brögđum viđ ţessum skammar­lega undir­lćgju– og druslu­gungu­hćtti.

Góđar stundir.

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Skellti mér í 350 ára afmćlisbođ vinar míns, Árna Magnússonar.

Skemmtigarđurinn í Smáralind hefur sennilega veriđ lokađur og ţví var haldiđ upp á ţađ í Ţjóđleikhúsinu. Ţangađ mćtti ég ásamt rjóma, kokkteilávöxtum og súkkulađispćni íslensku ţjóđarinnar.

Ég mćtti sem fulltrúi undanrennunnar.

Var sem slíkum vísađ til sćtis uppi undir rjáfri, viđ hliđ sköllótta leikstjórans, sem gerđi bíómyndina um hestana. Og pabba hans Ara Eldjárns, Eldjárni sjálfum.

Ţađ var ágćtt, enda var ég í hćfilegri fjarlćgđ frá skemmtiatriđunum — og fann merkilega litla tóbakslykt af andlegum og líkamlegum leiđtoga danska heimsveldisins. Sú mćtti reyndar seint og fór fyrst. Sennilega til ađ komast út í smók.

Ţetta var hin ágćtasta skemmtun, atriđin voru blessunarlega stutt og náđu ţví aldrei ađ verđa mjög vandrćđaleg. Ţađ var og vel til fundiđ ađ enda ţetta međ ljúfum tónum Skálmaldar. Ţađ ćtti ađ tryggja ađ flestir fremstu bekkirnir verđa lausir í nćsta afmćli.

Eftir athöfnina var bođiđ upp á skvaldur, handahristingar, mannkennsl og einhverjar torkennilegar snittuklessur, sem vćntanlega hafa veriđ frá tíđ Árna — en hann mun hafa veriđ liđtćkur bakari.

Ég saknađi ţess raunar ađ sjá ekki bođiđ upp á lasagna, en ţađ er sem kunnugt er sá réttur sem kemst nćst bústnu skinnhandriti ađ áferđ, útliti — og jafnvel bragđi.

Samkvćmt venju forđađi ég mér fljótt af vettvangi, enda trođningurinn eins og á vel sóttum illa lýstum nćturklúbbi — og töluverđ hćtta á ađ ganga niđur og mölva ýmsar ţjóđargersemar sem stauluđust um, fálmandi eftir freyđivínsglösum, umrćđuefni og hjartatöflum.

En sumsé, honum Árna mínum var sómi sýndur — og mikiđ var gaman ađ sjá hve margir ćskuvinir hans og skólafélagar sáu sér fćrt ađ mćta.

Takk fyrir mig. Ég hlakka til ađ mćta í 450 ára afmćliđ.

— — —

Og eitt ađ lokum — mikiđ lítur hann Guđbergur alltaf vel út. Hann er efalítiđ unglegasta vampíra Íslandssögunnar.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA