— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 8/12/04
Af prentmiðlum

Eigi alls fyrir löngu las ég á baksíðu DV (það lá bara fyrir framan mig) um óskemtilega reynslu einhverjar skátalufsu. Miðað við að þriðjungur síðunar hafi farið undir þetta hefði mátt halda að þessi skátaræfill hefði nú komist í hann krappann og stíf þjálfun komið honum til bjargar. Ó nei, því var nú aldeilis ekki að heilsa. Hann fékk "óséðan" dónaskap á Hróa Hetti á Selfossi (eða Hveragerði). Afgreiðsludaman var eitthvað pirruð og gaf honum "fingurinn" er hún gekk á brott frá honum, þó þannig að hann sá það ekki vegna þess að hann snéri baki í verknaðinn.
Líklega hefur skátaþjálfunin ekki gert ráð fyrir slíku.

Nokkru áður fór af stað ámóta ómerkilegur fréttaflutningur um meintan kinnhest Árna til Hreims. Þar kemur Hreimur fram í ljósvaka og prentmiðlum með ásakanir um téðan kinnhest á hendur Árna.
Margir hafa nú talað um að menn séu ekki vælandi svona ef ekki á þeim sést. Ég tek nú bara undir það. Vissulega væri rangt að reka náunganum kinnhest að ástæðulausu, en varla þarf að fylla tugi dálksenimetra af þessu væli.

Þetta sýnir mér það sem ég vissi, það er komið full mikið af svokölluðum dagblöðum á markaðinn. Það er ekkert eftir til að skrifa um fyrir þá sem eru seinna á ferðinni.
Við erum með Moggan sem er sagður mest áreiðanlegur, DV sem er þekkt fyrir sín meðul, Fréttablaðið sem er frítt og fær mikla lesningu og Blaðið.... sem er einnig frítt en ég þekki engan sem nennir að opna það. Hef það áreiðanlega eftir heimildum að hvolpar fáist ekki einu sinni til að míga á það.

   (40 af 62)  
8/12/04 10:01

Krókur

"...hvolpar fáist ekki einu sinni til að míga á það." Snilld.

Annars heyrist mér blaðamenningin bara vera nokkuð góð um þessar mundir. Mér finnst alveg nauðsynlegt að hafa ruslblöð, svona inn á milli hinna gæða heftanna.

8/12/04 10:01

Ívar Sívertsen

Hvað skátann varðar þá styð ég hann heilshugar því maður á ekki að láta vaða yfir sig. Þú átt að fá þá þjónustu sem þú biður um og það viðmót sem til er ætlast. Ef þú ætlar að vera með álíka vesen og varð hjá skátanum þá skaltu líka auglýsa það að dólgsháttur og svik séu viðhöfð á veitingastað þínum... það gæti jafnvel trekkt einhverja að...

8/12/04 10:01

Hakuchi

Íslensk blaðamennska er rusl. Baggalútur er eina sannleiksveita íslenskrar menningar.

8/12/04 10:01

Sjöfn Schiöth

Þú segir það

8/12/04 10:01

Galdrameistarinn

Blaðamenn og fréttamenn á íslandi eru hættir að nenna að flytja fréttir af því sem máli skiptir fyrir almenning.
Ástæðan er sú, að fólk einfaldlega nennir ekki eða hefur engan áhuga á því sem í raun ætti að skipta það mestu máli. Ráðamenn fara sínu fram og forstjórar ákveðina fyrirtækja hafa samráð til að hækka vöruverð, en fólki ypptir bara öxlum og reynir ekki einu sinni að fá réttvísinni framgengt, heldur áfram að verzla við fyrirtækin og púkka þannig undir rassgatið á þeim sem stela af þeim.

Íslendingar eru ekkert óvanir því að henda sér á fjóra fætur og stinga afturendanum upp í loftið þegar stóru kallarnir koma og láta taka sig aftur og aftur í ósmurða görnina og brosa hamingjusamir á meðan með prosac dolluna tilbúna svo hægt sé að sanna að íslendingar séu hamingjusamasta þjóð í heimi þrátt fyrir sundurriðið rassgatið.

8/12/04 10:01

Hakuchi

Þrátt fyrir? Gæti það hreinlega ekki verið út af?

8/12/04 10:01

Galdrameistarinn

Gæti eins verið

8/12/04 10:02

Heiðglyrnir

Félagsritið sem er um offramboð á prentmiðlamarkaðinum, gúrkutíð í fréttamennsku og í framhaldi af því ástandi, hvernig smáfréttir eru ýktar , litaðar og mjólkaðar til hins ýtrasta.
.
Ef Riddarinn skilur það rétt.
.
Gott félagsrit sem hefur mikið til síns máls félagi albin.
.
Blaðamennska er á undanhaldi, en hvað á að kalla þetta sem er að taka við er Riddaranum hulin ráðgáta. (Blaðurmennsku ?)

8/12/04 10:02

albin

Riddarinn er ekki svo galinn, hann skilur þetta hárrétt.

8/12/04 11:00

Ísdrottningin

Ég myndi nú kannski ekki nota sama orðalag og sjálfur Galdrameistarinn en er honum sammála þrátt fyrir það.

8/12/04 11:00

Ísdrottningin

Varðandi „ frítt“ Fréttablað og „ frítt“ Blað þá er ekkert í þessum heimi frítt (annað en kurteisi, hún kostar ekkert en ávinnur margt).
Það kostar okkur töluvert að losna við blöðin aftur. Og það kostar okkur óþarfa umstang í fríum að reyna að fá einhvern til að sjá um blaðahrúguna svo það æpi ekki á óheiðarlegt fólk að við erum að heiman þá stundina. Ég hef nokkrum sinnum beðið um að fá ekki sent Fréttablaðið einhverja ákveðna daga og það VIRKAR EKKI!!!

8/12/04 11:01

Tigra

Ég hata DV.
Einhvern daginn á ég eftir að kveikja í bölvaðari byggingunni og vona að ritstjórar og allir sem skrifa ruslgreinarnar í þessu blaði brenni inni.

8/12/04 11:01

albin

Ussususs... ljótt að brenna hús. Húsið hefur ekkert illt unnuð.

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.