— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 4/12/05
Gulu miðarnir

Tilkynning um úttekt á þess að innistæða sé fyrir gendi.

Æji, hver kannast ekki við gulu miðana. Sú var tíðin fyrir daga rafrænna viðskipta að maður "bjó" gjarnan til peninga með því að skrifa gúmmí tékka ef maður var vel blankur, svona einskonar "lán" frá bankanum, bara án hans samþykkis. Það voru góðir tímar, jahh.... svona upp að vissu marki, að vísu fylgdi þessu kostnaður sem að maður varð bara að taka. En tilgangur þessa skrifa er nú víst ekki að mæra bankastofnanir, enda eiga þær það ekki skilið.

Nú er öldin önnur. Tékkareikningar eru fæstir notaðir með tékkheftum heldur debetkortum, já rafræn viðskipti er það kallað. En okrið heldur áfram.
Það er ekki nóg með að hver einasta debetfærsla kostar c.a. 9 kr. (á meðan sambærileg kreditkortafærsla er frí) þá er allt of auðvelt að fara óvart á fit. Nú er það svo að fæstir taka afritið sitt og flestir bjóða uppá að prenta það ekki út, þannig að maður á erfiðara með að fylgjast með nema í einkabankanum. Nú er páskar nýliðnir með tilheyrandi frídögum. Eins og margir aðrir þá lagði ég land undir hjól og skellti mér til Akureyrar af litlum efnum, því hafði ég mátulegar áhyggjur af stöðu reikningsins enda sæmilega dýrt fyrir mig að aka þetta. Eftir bestu getu reyndi ég að halda reikningnum á réttu róli. Þegar ég kem heim aftur var ég allt í einu kominn rúm 16 þús. kr. á fit. Litlu seinna dettur "guli miðinn" inn um bréfalúguna mína, tvær síður með 9 færslum og innheimtukostnað fyrir hverja einu andskotans færslu upp á 750 kall. Það gerir 6750 kr. fyrir eitt fokkings umslag og tvö blöð. Það þarf enginn að segja mér að það kosti 750 kall að senda út eina tilkynningu um yfirdrátt, og það væri lágmark að fá magnafslátt þegar færslum fjölgar. Og hvar eru innheimtu aðgerðirnar sem ég er borga dýrum dómum fyrir ég bara spyr, "lásí" tilkynning. Þetta er RÁN um hábjartan dag.
Þar sem að ég bar þetta yfirlit saman við heimabankann kannaðist ég ekki við þessar upphæðir sem flestar voru lágar svo ég hringdi í bankann. Jújú auðvitað vissi ég að þetta er fastur kostnaður fyrir færsluna, en ég þurfti bara að nöldra smá og kannski fá að vita meira um færslurnar.
Það er svolítið merkilegt að bankinn ber við blessuðum frídögunum þegar spurt er hví í andskotanum sumar færslur koma svona seint inn. Konan í símanum finnur fyrir mig tvær upphæðir sem koma frá skemmtistaðnum Vélsmiðjan á Akureyri. Er það ekki magnað, að bara sumar færslur þaðan tefjast vegna frídaga en aðrar ekki? og með því haft af mér vel á sjöunda þúsund krónur. Eins og líklega þorri landsmanna er ég með yfirdrátt, en ég bað aldrei um yfir-yfirdrátt.
Nú held ég að framvegins verði nær eingöngu úttektir í hraðbanka í boði hjá mér og reiðufé haft við hönd, annað er varla þorandi, nema vera með síhringi kort.

   (20 af 62)  
4/12/05 22:01

Jarmi

Ég hef það oft dottið í hrottalegt fyllerí með tilheyrandi djammi og barferðum. Eftir nokkur skipti af FIT brjálæði þá fór ég í bankann og sagði ljúflega við dömuna þar. "Ef við finnum ekki lausn á þessu þá verð ég að hætta með Debetkort hjá ykkur."
Hún bauð mér uppá 'síhringi-kort' svokallað. Eftir þetta hef ég ekki svo mikið sem einu sinni fengið FIT. Þegar peningurinn er búinn, þá er peningurinn búinn! Hentar mér ágætlega bara.

4/12/05 22:01

albin

Svoleiðis á það líka að vera. Annað hvort er peningurinn búinn eða ekki. Ekkert þar á milli nema umsaminn yfirdráttur.

4/12/05 22:01

Tigra

Andskotinn ég þekki þetta.
Svo ef færslurnar eru nægilega stórar, hækka 750 krónurnar yfir í eitthvað óheyrilega óþolandi.
Ég er einmitt ekki með síhringikort, og þar af leiðandi hefur mér jafnvel tekist að taka út í hraðbanka og fengið gulan miða fyrir.
Það var á einhverjum leiðinda frídegi þegar allt var niðri.

4/12/05 22:01

albin

Já, það er eins og þeir slökkvi á of mörgum tölvum þegar þeir fara í frí. Bjánar.

4/12/05 22:01

Nornin

Mikið er ég sammála þessu.

Ég var með venjulegt debetkort í bankanum mínum og var í námsmannaþjónustunni með síhringikort og allt, en svo datt þeim í hug að gull-vildin væri hagstæðari fyrir mig og buðu mér gull-debetkort.

Ég er rati í fjármálum þannig að mér datt ekki annað í hug en að þetta væri sniðugt mál og tók þessu gull-korti þeirra.
Nornin var ekki lengi í paradís, því að í fyrstu vikunni með þetta nýja draumakort, fór ég 3x yfir á því (sömu helgina, á einum ákveðnum veitingastað hér á Ak.) því það er ekki hægt að vera með síhringi gull-kort!

Núna eru sennilega 5-6 vikur síðan ég fékk þetta kort martraða minna og ég er komin með 13 fit færslur. Það gera 10.000 kr. og mér sem námsmanni veitir ekkert af þeim.

Ég ætla að hætta með gull-draslið og fá gamla námsmanna-kortið mitt aftur.
Vegna þess að það var síhringi-kort, þá borgaði ég aldrei neinar fit færslur sem komu inn á það (örsjaldan líka).
Fékk það nefnilega upp úr bankastarfsmanni fyrir nokkrum árum síðan að ef þú ert með síhringi-kort þá á ekki að vera hægt að fara yfir og bankinn tekur á sig allann kostnað ef það gerist.

Fáið ykkur síhringikort og hættið í gullvild!

4/12/05 22:01

albin

Allan kostnað? Líka úttektina? [glottir eins og bansettans bjáni]

4/12/05 22:01

Nornin

I wish [ullar á bjánann]

4/12/05 22:01

Galdrameistarinn

Ég er með tékkhefti fullt af gúmítékkum og nota hiklaust ef á þarf að halda.

4/12/05 22:01

B. Ewing

Ég mæli með síhringikorti og hraðbönkum, alveg hiklaust. Einnig er ég óspar á úttektir úr hraðbönkum enda eru þær gjaldfrjálsar með öllu þegar um debetkortið er að ræða. Síðan sný ég mér að því að eyða þeim peningum sem ég fyllilega og vitandi Á.

Ég hef haft síhringikort í meira en 10 ár og ég ætla aldrei að skipta. Mér var boðið af bankanum að skipta fyrir allmörgum árum (að þeirra frumkvæði, ég er svo góður viðskiptavinur). Ekki leið á löngu þar til gulur miði læddi sér til mín með tilheyrandi veseni og kostnaði. Sagði ég bankafólkinu að breyta kortinu mínu snarlega aftur yfir í síhringikort því ég hefði engan áhuga á svona aukaveseni.

Nornin. Einu gullkortin sem gott er að eiga eru gullkreditkort. Á þeim fer maður vanalega ekki yfirum. Ég mun spyrja sérstaklega út í gull "síhringikort" verði mér einhverntíman boðin slík "vildarþjónusta".

4/12/05 22:01

B. Ewing

Eitt sem ég gleymdi (og hata).

-
Það er þannig í mínum bönkum að þegar ég fæ tilkynningu um að heimildin sé að renna út (og kosti mig eitt símtal til að framlengja) þá kemur sú tilkynning á GULUM miða (eins og ég sé alger eyðslukló). Það er hinsvegar ekki það versta, enda samdi ég um ótímabundna heimild að lokum [Horfir glottandi á alla] Tilkynningin um að nú eigi ég endurnýjað kort í skúffu hjá bankanum og megi nú koma og sækja það (til hamingju) er lík asent með gulum miða! Má hann ekki vera lillablár eða mosagrænn eða eitthvað annað en gulur?

4/12/05 22:01

Jóakim Aðalönd

Ég mæli með því að eiga peningatank með fullt af skiptimynt og eyða henni aldrei. Mohohoho!

4/12/05 22:02

albin

Aldrei hef ég verið öndini meira sammála. En sem betur fer á ég ekki við þennan "vanda" að stríða og eyði því öllu.

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.