— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 1/12/06
Steinólfur í Fagradal

Ekki eru allir einstaklingar eins, sem betur fer. Skrautfjaðrir ýmsar eigum við sem lífga upp á gráa tilveruna og fá okkur jafn vel til að brosa. steinólfur í Fagradal er einn af þeim.

á Skarðsstönd er bær nokkur er Fagridalur heitir. Þar býr ekkill sem er einn af skrautlegi karakterum í þeirri sveit, og hafa birst eftir hann allnokkrar greinar, og var hann viðfangsefni í þættinum "út og suður" sem er einskonar viðtalsþáttur á ríkiskassanum. Hann sagði þar frá manni þar í sveit sem var svo mikill miðill að það var "rosalegt", og heyrðist orglelleikur uppúr honum um nætur. Einnig talaði hann um álagablett nokkurn sem hafði verið sjálfgefinn áningarstaður áður fyrr, en þar var svo reimt það að mönnum reis hold af þarflausu væru þeir einir á ferð.
Hann minntist líka á kynni sín af austfirskum bændum og sagð þá svo fjárglögga að þeir þekktu sviðakjammana með nafni, þó þeir hefðu legið 6 mánuði í súr.

Það er mín skoðum að þjóðfélagið væri snauðara ef ekki nyti svona manna við, manna sem með sínum einkennilegu karakterum krydda mannflóruna og gefa henni fjölbreytileika.

Hér sem dæmi er hið fræga Trjónukrabbabréf hans sem ég "hannesaði" hér

Pistill upphaflega birtur 6. september 2003 hér

   (55 af 62)  
2/11/03 02:01

Galdrameistarinn

Steinólf þekki ég persónulega og þar fer snillingur. Það er óhætt að segja að hann sé mjög sérstakur karakter, en ég væri fátækari af andlegum auði hefði ég ekki kynnst honum.

2/11/03 02:01

Sverfill Bergmann

Oft kallar hann sig Grjótólf ó Ljótadal.

2/11/03 02:01

Ruslaskrímslið

WOOOOAAAAAAARRRRGG!

2/11/03 02:02

Jóakim Aðalönd

Steinólfur er vandaður maður og er gott að drekka með kaffi!

2/11/03 03:00

Galdrameistarinn

26. nóvember 2004
Jóakim Aðalönd

Steinólfur er vandaður maður og er gott að drekka með kaffi!

hehe. kaffið er alltaf gott hjá Steinófli.

2/11/03 03:01

Skabbi skrumari

Ég þekki hann nú lítið, en hef þó farið í heimsókn til hans og sannarlega skemmtilegur persónuleiki... Sumir kalla hann Stórólf, enda stór og mikill maður...
Mæli með bókinni Einræður Steinólfs...

2/11/03 03:01

Golíat

Takk fyrir trjónukrabbabréfið. Man þegar ég las það fyrst í helgarblaði Þjóðviljans sáluga, það var alger opinberun.
Þetta er líka hárrétt hjá honum með hversu Austfirðingar (margir) eru fjárglöggir.

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.