— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 2/11/04
Orðhnippingar og meðferð nýliða.

Áður en að lengra er lesið, skal lesandi gera sér fulla grein fyrir því að þetta er EKKI siðapistill, EKKI umvöndun NÉ skammir. Eingöngu mínir þankagangar, mínar vangaveltur og skoðanir.<br /> Þó svo að nöfn séu nefn, er það fyrst og fremst til að taka einhver dæmi, ekki til að dæma.

Nú nýlega hafa komið fram siðapistlar og hugleiðingar um efni og innihald félagsrita og jafn vel um meðferð nýliða. Það er allt gott og blessað.
Satt að segja er bara gaman að því.
Ég er t.d. fullkomlega sekur um að senda inn léleg og jafnvel óvönduð rit. Persónulega finnst mér þó að rit eins og nýlega hafa verið gagnrýnd hjá hæstvirtum abraham vera gagrýnis verð. Ég er ekkert viss um að þau eigi endilega heima sem félagsrit. En eins og bent hefur verið á hafa komið slæm rit frá eldri gestapóum. Hins vegar finnst mér verra ef mönnum er úthúðað fyrir. Nýlegt dæmi er er félagsrit abrahams þar sem Jóakim Aðalönd og Sverfill Bergmann reyna að gera honum ljóst að hann sé ekki velkominn í félagsritadeildina (og ég geyspa).
Einnig úthúðar Jóakim Aðalönd t.d. Nördinum með því að útnefna hann "versta óvin allra hér á Gestapó" og bætir við "helvítis óbermið þitt!" Mig minnir að ég hafi hitt Jóakim einhverntíman (er ekki alveg viss, minniseiningarnar þola áfengi misvel), en ég minnsit þess ekki að hafa beðið hann um að gerast minn talsmann. Og pesónulega hefði ég ekki notað "helvítis óbermið þitt!" í endan, en það verður Öndin að eiga við sig sjálfa, ekki er það mitt að veita ákúrur hér.
Ef abraham er ekki auka alterego einhvers núverandi gestapóa, er ég viss um að hann á eftir að hanga lengur á baggalút. Annars finnst mér eins og það sé eitthvað samband á milli Nördans og abrahams. kanski þekkjast þau bara, eða getur verið að hér séu bara tvö auka alterego á ferð. Maður spyr sig.

Marg oft hefur komið fram að eldri og reyndari gestapóar hafa gerst sekir um að sóðast í félagsritagerð, en er það ekki í lagi? Upp að einhverju marki held ég, enda fá þeir oft að heyra það fyrir vikið. Eini munurinn er að þeir ættu að vita betur.

Nýliðagrey eiga stundum erfitt uppdráttar og að sumuleiti held ég að það sé bara gott mál. Það virkar stundum vel til að "sigta" út þá sem hafa þolinmæði gagnvart öllum aðfinnslum og pexi. Við eigum marga ágæta gestpóa sem byrjuðu illa, en flestum þykir líklega bara vænt um í dag. Oft hefur verið sagt að það sem drepur þig ekki styrkir þig, gott ef það á ekki við hér.

Nú nýlega "skammast" háttvirtur hlewagastiR yfir móttökum Skjallbandalags taglhnýtinga á ritum nýliða. Þann kappa þekki ég ekki á nokkurn hátt, og veit því ekki hvort hann er stirður skaphundur eða góðlátur grínari. Mín vegna gæti hann t.d. verið téður abraham að koma smá lifi í tuskurnar. Hvað veit ég. Annars er hann hlebbi bara einn af gestapóunum líkt og Skabbi eða Finngálkn.

Það er stundum magnað að sjá fólk veðrast upp (virðist allavegana vera að æsa sig) yfir einhverjum skrifum. Því ritað mál er ótrúlega vand með farið í samanburði við talað mál. Oft má nefnilega miskilja ritaða málið auðveldlega á verri veg en efni standa til, því engin svipbrigði eða "tónn" fyrlgir eins og með töluðu máli.

Ég hef alltaf talið baggalútinn sem afþreyingarvef, stað þar sem hægt að stunda mis innihaldsríka leiki og jafnvel kveðist sé skáldgyðjan manni hliðholl. Einmitt þess vegna dettur mér ekki til hugar að taka einhvert orðaskak hér sem alvarlegan hlut. (nema kanski ef um mjög alvarlegar svífyrðingar er um að ræða) Frekar lít ég á slíkt þras sem skemtilegt leikrit. Ég er hér til þess að hafa gaman að því.

-með fyrirvara um ritvillur

Gleðileg jól elskurnar...

   (24 af 62)  
2/11/04 21:01

hlewagastiR

Ég er bara hálfviti, Albeinn minn. En þú mælir vel.

2/11/04 21:01

Skabbi skrumari

Vel mælt albin... þú ert vænn drengur...

2/11/04 21:01

Nornin

Ég er sammála að nokkru leiti. Mér finnst oft vera of harkalega tekið á nýliðum og dónaskapurinn í sumum fer fram úr hófi.
Ég er ekki saklaus af því að vera ókurteis við nýliða frekar en aðrir (ég er jú orðin gamalgróin) en ég hef fremur haldið mig við að hunsa leiðinlega nýliða (já eða gamla Gestapóa sem pirra mig), ef ég hef ekki samskipti við viðkomandi, þá pirra þeir mig ekki svo mikið.

Við þurfum ekki að vera andstyggileg til að vera harðorð. Þetta er jú afþreying og skemmtun.

2/11/04 21:01

Galdrameistarinn

Þú ert bara gestapói.
[Snýr upp á sig og strunsar út]

2/11/04 21:01

Jóakim Aðalönd

Já, mæl þú manna heilastur.

Ég vil aðeins útskýra mitt innlegg: Nördinn setti inn félaxrit, þar sem hann/hún vísaði í persónulega heimasíðu annars Gestapóa, án hans samþykkis, geri ég ráð fyrir. Það finnst mér allt of langt gengið og ég útnefni því slík óbermi verztu óvini allra Gestapóa, því hver veit hver verður næstur? Mun Nördinn finna heimasíðu albins og kalla slóð hennar út um torg með því að birta það í félaxriti? Ég var í sjálfu sér ekki að tala fyrir neinn annan en sjálfan mig, en finnst slík óbermi verztu óvinir allra Gestapóa eðli málsins samkvæmt.

Flestir nýliðar fara nokkuð vel af stað og skrifa vandað mál. Sumir nýliðar byrja illa en breyta fljótlega um gír, vegna umvandana eldri Gestapóa. Abraham og Nördinn virðast hins vegar ekki ætla að skipta um gír, þrátt fyrir marg ítrekaðar umvandanir og halda áfram að leggja inn vitleysu. Öllum ætti að líðast að leggja endrum og eins inn óvönduð félaxrit eða blammeringar á spjallþráðum, en þetta er of mikið.

Annars er ekki vanþörf á að slá stundum á puttana á eldri Gestapóum. T.d. í mínu tilviki mun ég passa mig betur í framtíðinni, vegna þinna umvandana albin. Hafðu þökk fyrir það.

E.S.

Við höfum reyndar hizt í kjötheimum og magn áfengis sem svolgrað var það kvöld var umtalsvert.

2/11/04 21:02

albin

hlewagastiR, það eru þín orð. Við dæmum okkur sjálf. Ég held að þú sé vænsta sál inn við beinið. (Hugsanlega í líkama sextugrar húsmóður, en hvað veit ég?)
Galdrameistarinn, Nei. Ekki bara Gestapói... úbbs.. han er víst farinn.
Jóakim Aðalönd skömmin þín, lastu ekki smáaletrið? ha? Ég man ekki betur en að ég hafi sérstaklega tekið það fram að ég væri EKKI að veita umvöndun. Ekki afsaka þig við mig vegna þessa. Það var bara svo obboðslega auðvelt að taka þig sem dæmi. [Glottir við hné]

E.S. Jóakim, var það ekki Litli ljóti?

2/11/04 21:02

Jóakim Aðalönd

Haha! Þetta snerist í höndunum á þér kallinn minn. Þetta varð mér til umvöndunar, þrátt fyrir smáa letrið. Ég var nú heldur ekkert að afsaka mig, aðeins útskýra.

E.S.

Jú, það var sá litli ljóti.

2/11/04 21:02

Byltingarleiðtoginn

Þú lítur út eins og góður böðull, albin. Það verður þörf fyrir þig og þína líka þegar við tökum völdin hérna á Baggalútnum. Og það gerist fyrr en síðar. Lifi byltingin!

2/11/04 21:02

Offari

Það er lágmark að kynnast nýjum Gestapóa áður en við dæmum til dauða. Tel ég að allir eigi rétt á að spreyta sig hér og slæmar mótökur fæla frekar frá en hitt. Félagsrit þetta er gott. Takk fyrir.

2/11/04 21:02

Sverfill Bergmann

Já, ég sé eftir því að hafa látið þessi orð falla við abraham. Enda óvenju skapvondur í dag...

2/11/04 22:00

Limbri

Ég vona að ég hafi ekki verið of vondur við neinn. Bara passlega grimmur.

-

2/11/04 22:01

hlewagastiR

Samkvæmt Jóakim eru tveir Gestapóar öðrum meiri óbermi, þ.e.a.s. ég og hann. Hann veit hvers vegna og þeir sem hafa snefil af Skerja-Láka í sér líka.

2/11/04 22:01

Sundlaugur Vatne

Ég sé nú bara eftir því að hafa ekki sett ofan í við abraham. Þetta er óttalegt óbermi og það er Nördinn líka. Það er samt óþarfi að hnýta blótsyði framan við.
Gestapó er vissulega afþreyingarvefur en hingað til hefur hann verið nokkuð vandaður og verður það vonandi áfram. Keppnissund og glíma er líka afþreying en verður að fara eftir reglum og á fágaðan hátt; annars er betur heima setið en af stað farið.

2/11/04 22:01

hlewagastiR

Óbermi? Er það annars ekki flatbrjósta kona?

2/11/04 22:01

Jóakim Aðalönd

Nei nei. Það er kona í fötum sem heitir mi. Annars erum við líklega mestu óbermin á Gestapó hlebbi...

2/11/04 23:00

Leibbi Djass

Rækallinn, það var réett!

3/11/04 05:02

Dexxa

Allir hafa sína slæmu daga og allir hafa sína góðu daga..
Ég veit hins vegar vel að ég hef alltaf á pínu erfitt með að koma fyrir mig orðunum, sérstaklega skriflega...
Vel mælt Albin

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.