— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 5/12/04
Sjálfhverfir Íslendingar

KEA skyr er besta skyrið. Kjötsúpan hennar mömmu er best. Ss pylsur eru þær bestu.<br /> Þetta eru ekki endilega staðreyndir, heldur skoðanir sumra.

Nú þekkist að vatnið sé best á Íslandi, fegurstu stúlkurnar og besta lambkjötið og ég veitt ekki hvað og hvað. En er það endilega reyndin?
Mér datt þetta nú í haus þegar ég sá í Fréttablaðinu að "kokkurinn á Friðriki V" segir íslenska bláskel í bera af.
Nú er mér í sjálfu sér nokkuð sama um bláskelina sem slíka. En það sem ég er að spá í er hvort það sé satt að allt sé best og flottast hér. Heima er best, jahh eða það finnst mér. Ekki er svo langt síðan að sýnd var heimildarmynd um hvernig útlendingum finnst Ísland. Ég er svo sem ekki viss um að það hafi verið marktækt úrtak þar á ferð, en samt áhugavert að hlusta á sumt af því.
Er þetta ekki bara gamli bæjarfélaga og landshornarígurinn útvíkkaður?

   (44 af 62)  
5/12/04 03:01

Hakuchi

Auðvitað er þetta aumingjaskapur smásálarinnar. Hann einskorðast hins vegar ekki bara við Íslendinga. Svona hegðun finnst alls staðar. Allt er stærst og best í Texas. Bæjarar þykjast vera bestir í Þýskalandi osfrv.

Hins vegar má deila um hvort þessi ræfilsdómur sé ríkari hér en annars staðar. Hann var gersamlega óþolandi framan af en hefur minnkað á síðustu árum, því verður ekki neitað.

5/12/04 03:01

Júlía

Hins vegar er ekki hægt að neita því eða mótmæla, að kleinurnar hennar mömmu minnar eru þær bestu í heimi.

5/12/04 03:01

Hakuchi

Því trúi ég án efa ungfrú Júlía.

5/12/04 03:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Dýrustu jarða berin í svíþjóð eru sænsk. dýrustu kartöflurnar eru sænskar . í Belgíu brorgar þú mest fyrir Belgískar kartöflur og eru þær bestar í heimii finst þeim Fallegust stúlkur og piltar í heimi búa í Noregi finst þeim Besta amma iheimi var amma mínFinst mér.

5/12/04 03:01

Hakuchi

Hverjum þykir sinn fugl fagur.

5/12/04 03:01

Berserkur

Þó hann sé bæði ljótur og magur.

5/12/04 03:01

Hakuchi

Túsjé.

5/12/04 03:02

Lómagnúpur

Fréttasían elur þetta upp í okkur. Ímyndið ykkur fréttirnar sem við sjáum ekki: "Kokkurinn á El Maricón del Fuego notar ekki íslenskan saltfisk." "Sænska krónprinsessan hældi Íslendingum ekki sérstaklega í skálarræðu á þriðjudag." "Pólskir hárvatnsframleiðendur mældir hinir hamingjusömustu í heimi."
Nei, elskurnar mínar, við sjáum bara þessa þarna um bláskelina.

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.