— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 2/11/03
Gjafahandbók Hagkaupa

Litrík bók með mikið af myndum. Full þunnur söguþráður.

Bókmentaverkið Gjafahandbók Hagkaupa er komið út á 87 blaðsíðum fyrir þessi jólin. Hér er á ferðinni nokkuð vandað rit, gefið út með mörgum litríkum myndum á glanspappír.

Í fyrstu grípur verkið mann hreðjatökum strax á forsíðu, en hún er prýdd mjög svo fögru fljóði. Á sömu forsíðu (það er bara ein forsíða í þessu riti) kemur svo skellurinn. Þar er fullyrt "þúsundir hugmynda af frábærum jólagjöfum" Lauslegur útreikningur minn gerir ráð fyrir að það þurfi a.m.k. tvær þúsundir til að hún standist, eða 22.99 frábæra humynd að jafnaði á blaðsíðu.
Handahófskendar stikkprufur leiða í ljós að þær eru mun færri að jafnaði. Það eitt og sér dregur stjörnugjöfuna þó nokkuð niður.

Söguþráðurinn er ekki sterkur, og afar ruglingslegur og erfitt að átta sig á honum. Persónum fer maður ekki að kynnast að gagni fyrr en á bls. 25 en þar held ég að það sé móðirin sem tekur vel klædd og brosandi á móti manni. Á næstu síðum virðast dætur hennar komast ínn í spilið, þær virðast vera frekar lauslátar, enda strax komnar á nærklæðin. Mikið er um upptalningar og tölur, og fær lesandinn fljótt á tilfinninguna að það sé verið að reyna selja honum eitthvað, eða í það minnstakosti að hafa af honum einhverja aura.

Ég gef þessu riti aðeins 2 stjörnur.
Glanspappírinn og lauslátu systurnar halda verkinu uppi af veikum mætti, en lélegur söguþráður og upptalningar vega fyrir mér of mikið til að spandera stjörnum.

--
Góðar stundir

   (56 af 62)  
2/11/03 01:01

Vímus

Er ekki um augljóst vændi að ræða?

2/11/03 01:01

Tigra

Jæja.. þá get ég strikað hana út af jólagjafalistanum.

2/11/03 01:01

albin

Vímus: ég get því miður ekki ljóstrað upp endinum. Það spillir fyrir öðrum lesendum.

2/11/03 01:01

Nykur

Þú hefur greinilega ekki lesið fyrri bókina "Jólagjafahanbók Hagkaupa 2003" Þessi sem kom út núna er framhald af henni, get vel skilið að hún virki ruglingsleg ef hún nýtur ekki stuðnings fyrri bókar.

2/11/03 01:01

albin

Hún fór einmitt framjá mér. Er rétt að einhverjar persónur í því riti hafi verið byggðar á sjálfum Fjölni Þorgeirssyni?

2/11/03 01:01

Vladimir Fuckov

En oss fannst 'Jólagjafahandbók Hagkaupa 2003' líka sérlega ruglingsleg og lofuðum oss því þá að lesa aldrei aftur bók úr þessari bókaröð. Veit einhver hvort sú bók var framhald af einhverri annarri bók ? Það gæti nefnilega skýrt ýmislegt.

2/11/03 01:02

Rasspabbi

Ég er viss um að þessi snepill muni koma til með að gleðja einhverja einmanna menn...

2/11/03 01:02

albin

Ég gleðst með þér :p

2/11/03 01:02

Rasspabbi

Ætlaru þá að koma í heimsókn og gleðjast eða ertu glaður fyrir mína hönd?

2/11/03 02:01

voff

Greinilegt að sumir hér hafa ekki enn kynnst þeirri gleði- og sælutilfinningu sem fylgir því að skoða Quelle bæklinga. Eftir það er allt svona Hagkaups óttalega eitthvað ... [skortir orð].

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.