— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 8/12/04
Særir fegurðin meir en ljótleiki

Það rifjaðist upp fyri mér þegar ég sá Late Show með Jay Lenno í kvöld, hve brengluð blygðunarkendin getur orðið. Í þættinum voru beruð kvennmannsbrjóst, og að sið SSNA* voru þau blurruð út.
Fátt er fegura en vel skapað hold. Að sama skapi eru sundurtætti og illa farnir líkamar ófagrir.
Hér er ég að sjálfsögðu að vísa til þess hve viðkvæmt er að sýna bert hold eins og t.d. vel sköpuð kvennmannsbrjóst í imbakassa ameríkunar á meðan hægt er að sýna sundurbrenda-sprengda-skotna-rifna líkama fórnarlamba ofbeldis, stórslysa, stríðs og annara hörmunga.
Ekki er ég að mæla með "klámi" í sjónvarpi á landsvísu. En varla skaðar það nokkurn mann þó ögn glitti í holdið.
Svo mörg voru þau orð.

*Sameinaðar Sýslur Norður Ameríku (fyrir þá sem ekki vissu)

   (38 af 62)  
8/12/04 12:00

Nafni

Já ég varð líka alveg hundfúll.

8/12/04 12:01

Hakuchi

Hver var það sem beraði brjóst sín? Kevin Eubanks?

8/12/04 12:01

Nornin

Já siðferðiskenndin er skrítin í Ameríkunni. Þar má heldur ekki kyssa fyrr en á þriðja stefnumóti, af hættu á að vera talin lauslætisdrós.

Ekkert undarlegt við það að þjóð sem kýs yfir sig harðsvíraðasta kristnaöfgamann heimsins skyggi yfir nakin brjóst og pípi á eitt algengasta orð enskrar tungu (hér á ég að sjálfsögðu við fuck, þið bætið sjálf við hinu skilyrta pípi).

8/12/04 13:01

Ugla

Það var einhver af þessum ömurlegu "veruleika" þáttum á dagskrá um daginn þar sem var skramblað yfir typpi á litlum strák sem var verið að baða.
Hver eru eiginlega skilaboðin með því?

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.