— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 31/10/06
Suðurgata sautján

Hæ!

Ekki veit ég hvar hún né hvert hún liggur...

Suðurgata 17 hefur fangað athygli vökulla augna Gestapóa með snörpum og hnitmiðuðum innleggjum sem eru laus við allt óþarfa orðagjálfur. Skilaboð Suðurgötu eru ávalt mjög skýr og skorinort svo nær ógjörningur að að misskilja þau.

Ég tók saman öll innlegg Suðurgötu hingað til, heil 23 stykki. Ekki viljum við að slík viska tapist. Skora ég síðan á Gestapóa fjær og nær að fylgjast reglulega með spennandi skrifum Suðurgötu.

Hefst þá upptalningin:

13 - Hæ !
5 - Hæ!
1 - Hæ!!
1 - Hæ !!!
1 - Æ !
1 - Hæ Hvæsi !
1 - Ég er ekki til lengur . Það er búið að rífa mig og gera þar bílastæði (sem er lengsta innlegið og hið eina sem ekki inniheldur upphrópunarmerki)

   (4 af 62)  
31/10/06 06:02

Offari

Athyglisvert hún er ekki til en heilsar okkur samt.

31/10/06 06:02

Billi bilaði

Af hverju þurfti hún ekki 50 innlegg til að skrifa félgaxrit? Er hún birtingarmynd ritstjórnar? <Klórar sér í höfðinu>

31/10/06 06:02

krossgata

Þarf ekki bara 10 innlegg til að fá mynd og skriffæri? Kannski 20?

Annars er ég algerlega ósammála því að þetta sé spennandi, þetta er frekar fyrirsjáanlegt, sem er einmitt leiðinlegt í spennumyndum. Það væri nú annað ef það mætti eiga von á: Halló!

31/10/06 06:02

B. Ewing

S 17 er eins og Van Damme, lummó og best geymd inn á milli tveggja belgískra vaffla.

31/10/06 06:02

Hvæsi

Hmm, af hverju er nafnið mitt eina nafnið sem hún hefur sagt ?

31/10/06 06:02

Billi bilaði

Af því að þú ert ekki trúlofaður. <Glottir eins og fífl>

31/10/06 07:00

hvurslags

Setningin "Ég er ekki til lengur. Það er búið að rífa mig og gera þar bílastæði" er þó sérstaklega innihaldsrík. Það getur til kynna að undirritaður sé í fyrsta lagi ekki til, að hann/hún sé hús eða einhvers konar bygging og þurfi nú að híma á einhverju bílastæði og skrifa upphrópanir á Gestapó.

Í kjölfar þessa komu hugleiðingar Vladimirs Fuckov um hvort hún væri partur af Glúmi og við þar af leiðandi öll ekki til heldur. [bíður óttasleginn]

31/10/06 07:00

Suðurgata sautján

Halló !

31/10/06 07:01

krossgata

Hversu fyrirsjáanlegt var þetta? Nú bíður maður eins og spenntur á þráð eftir: Ég býð yður Gestapóum nær og fjær góðan daginn!

31/10/06 07:01

Offari

Við verðum að viðurkenna að með tilurð mafíóleiksins er nauðsynlegt fyrir mafíósa að hafa aukanikk til að geta fylgst með í laumi.

31/10/06 07:01

Dula

Nú er tilgangi þessa egós náð, að fá athyglina . Össs

31/10/06 07:02

Suðurgata sautján

Eiginlega heiti Suðurgata sautján þriðja hæð til vinstri
fullu nafni en vinir mínir kalla mig bara Suðurgatu sautján
og þeir nánustu nefna mig Suðru í gamni

31/10/06 07:02

Dula

Og hvað þykistu þá vera bílastæði þarna apinn þinn!

31/10/06 08:00

albin

Hún er bílastæði fyrir vangefna.

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.