— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Dagbók - 6/12/08
Tízkubóla

Nú er í tízku að koma með innihaldslaus og drepleiðinleg félagsrit og ætla ég að pína ykkur með ótrúlegri frásögn minni af keflvízkri verslunarferð.

Ég lagði af stað á gula bílnum mínum sem var að verða benzínlaus, ákvað að keyra sem leið lá niður frá Ásbrú að Lífæð sem er víst nýtt nafn á einhverri götu þarna í Reykjanesbæ, ég kom að bensíndælunni sem ég á að hafa svokallaðan lykil að og bar hann upp að skynjaranum, en nei hann vildi ekki kannast við atlantsoliulykilinn minn þó þessi dæla væri á atlantsolíustöð, einu stöðinni á suðurnesjum að sjálfsögðu þannig að ég varð að fara á N1 sem er rándýr sjoppa og sótti um eitthvað kort og lykil þar svona til að geta tekist á við svona vandræði í framtíðinni.

Þar sem börnin mín voru ótrúlega svöng þá lá mín leið einnig í búð, þar ætlaði ég að finna hraðbanka til að sjá stöðuna á SPRON kortinu mínu sem er víst orðið antík í dag, en auðvitað var hraðbankinn bilaður, og sá sem var hér uppá Ásbrú er horfinn af því honum var rænt um nótt. Þetta er nú alveg týpískt hér í Keflavík, enda ógeðisbær dauðans frá helvíti .

Svo þegar ég var búin að eyða næstum því aleigunni í mjólk og brauð þá ákvað ég að skreppa í ísbúð og sú sem afgreiddi mig þar hélt víst að hún væri að uppfarta heima hjá sér við eldhúsborðið af því að henni stóð eiginlega á sama um hvort að hún væri á COMA stillingu eða ekki, loksins afgreiddi hún mig um ís handa fjölskyldunni og það tók bara hálftíma af því að hún sló inn eina tölu á kassann og datt út , gáði aftur á verðlistann hinumegin í sjoppunni og kom aftur og sló tölu númer tvö inn og fór aftur og kom og fór og svo koll af kolli, mjög skemmtilegt fyrir úttaugaða námsmenn einsog mig sem eru nú kannski bara alveg á barmi taugaáfalls og hungurdauða.

Svo fór ég heim til mín og þar tók nú ekkert betra við, internettengingin mín datt út í sífellu og kókið var búið.

Mér fannst það svindl.

   (31 af 46)  
6/12/08 23:01

Vladimir Fuckov

[Reynir að færa Dulu viðurkenningarskjal fyrir að hafa tekist að sanna lögmál Murphys en mistekst vegna aðgerða óvina ríkisins]

6/12/08 23:01

Wayne Gretzky

Komdu þér bara sem lengst frá Drulluvík.

6/12/08 23:01

krossgata

Vissi það! Þessir lyklar virka ekkert.
[Verður mjög fegin að hafa af staðfestu leitt það algerlega hjá sér að ná í svona lykla]

Það virkar aldrei neitt á þessum dælum. Þetta étur bara peninga og kort og gefur ekki bensín í staðinn.
[Blótar herfilega og allt það og strunsar út og skellir á eftir sér öllu skellanlegu]

6/12/08 23:01

Regína

COMA stilling? Hvernig losnar maður við hana?

6/12/08 23:02

Skabbi skrumari

Ansans ástand... o jæja, þú átt þó allavega gulan bíl... Skál

6/12/08 23:02

hlewagastiR

Ef maður ætlar að brúka z ætti maður að gera það rétt.

„keflvízkri“ á ekki að vera með z
„verslunarferð“ á að vera með z
„bensíndælunni“ á að vera með z
„tekist á“ á að vera með z

Jæja, verra gæti það verið. Mín góða vinönd, Jóakim, er enn lélegri í þessu.

Annars var þetta afar jákvæður og líflegur sumarpistill sem fær mann til að trúa aftur á hið góða í lífinu.

6/12/08 23:02

Huxi

Það er þó gott að sjá að þú ert gengin inn aftur. Síðast þegar ég heyrði frá þér varstu nýgengin út. Ég hélt bara að þú hefðir orðið úti...

6/12/08 23:02

Sundlaugur Vatne

Ég er stoltur af Dulu, hún gerir sér far um að rita zetu. Ég er ánægður með Hlégest að hann skuli leiðrétta það sem betur má fara... ég er hins vegar ósáttur við að Hlégestur ætli að rita keflvíkskri með zetu, því zeta verður til við samruna -t, -d eða -ð við -s... ekki -k við -s.

6/12/08 23:02

Skabbi skrumari

En getur það passað ef Hlebbi er að nota gamla heitið á Keflavík... þ.e. Keflavíti?

6/12/08 23:02

Sundlaugur Vatne

[Kinkar ákaft kolli] Rétt eins og H*lvíti og h*lvízkur...

7/12/08 00:00

Jóakim Aðalönd

ER ÉG LÉLEGRI?! BENTU Á DÆMI UM ÞAÐ!!!

7/12/08 00:00

hlewagastiR

Sundlaugur og Skabbi: Þið verðið að lesa betur. Ég skrifaði að orðið ætti EKKI að vera með z. Svo dissið þið mig fyrir að heimta z þarna. Ja hérna hér.

Jóki: Ég skal hafa þetta á bak við eyrað.

7/12/08 00:01

Billi bilaði

<Hefur hitt á bak við sitt eyra>

7/12/08 00:02

Mikki mús

Sama ósjálfsbjargleitnin, fátæktin og vandræðin hjá þér Dula. <Dæsir og allt það>

7/12/08 00:02

Dula

Svona er að vera námsmey í dag.

7/12/08 00:02

Mikki mús

Hvernig gengur námið?

7/12/08 00:02

Dula

Það gengur ágætlega, ég valdi að vísu ranga braut, of mikil stærðfræði á of miklum hraða fyrir mig. En allt hitt er að ganga vel.

7/12/08 00:02

Mikki mús

Gaman að heyra að allt gangi vel, hmmmm fyrir utan stærðfræðina. Hún getur verið skrambi strembin.
Gangi þér allt í haginn kææra Dula.

7/12/08 00:02

Skabbi skrumari

Hlebbi, það er bannað að breyta orðabelgjum eftir á <Glottir eins og fífl>

7/12/08 00:02

Sundlaugur Vatne

Kæri Hlégestur
Ég vil biðja þig afsökunar á fljótfærni minni og einnig því að ég skyldi ætla þér jafn mikla vitleysu og að rita keflvíkskur með zetu.
Vona ég að þú erfir þetta ekki við mig. Iðrun mín er sár.

7/12/08 01:00

hlewagastiR

Sulli: það er alveg óþarfi að iðrast, alltaf gaman að smá skilmysingi. Tæklaðu svona mál bara eins og Skabbi, hann er svo yndislega ófyrirleitinn.

7/12/08 01:01

Skabbi skrumari

Þú ert yndislegur líka Hlebbi minn... Skál

7/12/08 01:02

Jóakim Aðalönd

Þið eruð öll yndisleg! [Slummar alla viðstadda]

7/12/08 01:02

hlewagastiR

GRÚPPUSLUMM!

7/12/08 02:01

krossgata

Þetta er nú meiri súpan!

7/12/08 05:01

Finngálkn

Ágætis rit sem sýnir það og sannar að oft er betra að fara vopnaður út... Þannig tekst maður á við slíka daga!
En annars ansi skemmtilegt að pistillinn skildi fara að snúast um réttritun og z-notkun.

7/12/08 05:02

Dula

Já merkilegt alveg Finngálknið mitt

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.