— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Dagbók - 6/12/09
Dramakast án atrennu innanhúss... eða ekki.

Oft höfum við í mínum vinahóp fíflast með það að gera þetta að alvöru keppnisgrein í partýum og sumarbústöðum en svo áttum við okkur á því að það er bara ekkert gaman að hafa drama í kringum sig í neinni mynd, hvort sem það er innan eða utanhúss, með eða án atrennu í gríni eða alvöru,

Alveg síðan í leikskólanum hefur maður lent í því að segja eitthvað eða gera sem særir eða hleypir illu blóði í mannskapinn, það er ekki fyrirgefið svo auðveldlega eftir því sem gelgjan færist yfir og með þroskanum ætti nú að vera auðveldara að sjá í gegnum orðin sem sögð eru í ógáti og finna tilfinninguna sem að baki orðanna liggur eða það hefði maður haldið.

Alltaf sé ég samt að fullorðið fólk , og sumt sem er eldra en ég, situr grátandi heima hjá sér útaf einhverju sem var sagt eða gert í hita leiksins, eitthvað var ekki rætt um leið og þá fær það bara að grafa sér hreiður inní fólki og grassera þar einsog krabbameinsæxli.

Um daginn þá fékk ég alveg beint í æð svona ekta gelgjudramakast þegar ég var stödd í teiti þar sem ein nokkurn veginn fullorðin kona þar féll í gólfið grátandi og fór að rekja raunir sínar á miðju gólfinu fyrir framan alla gestina, þessi manneskja var búin að vera alveg róleg framanaf kvöldi en svo var athyglin greinilega eitthvað orðin af skornum skammti og þá brá hún á það snilldar ráð að kasta sér í eitt dramakast með væli og tilþrifum.

Það þarf ekki að fjölyrða um það meir að flestir gestirnir gengu út á fimm mínútum og húsráendur voru í stökustu vandræðum að ráða niðurlögum dramadrottningarinnar sem að lokum lét eftir og gekk út með grátbólgin augu en ótvíræður sigurvegari í drama kvöldsins.

Jú jú , öll höfum við átt í samskiptum við fólk sem í daglegu tali myndi kannski ekki kallast efnilegir keppendur í dramakasti en það er ólíklegasta fólk sem hendir sér með frekju og væli í eitt dramakast án atrennu bara svona uppá að fá áheyrn og athygli, þetta fólk er kannski ekki að henda sér í gólfið í partýum, það frekar eys úr sér á blogginu sínu og oft er það alveg bláedrú, í bréfaskrifum ,símtölum ,sms sendingum og þessháttar, það leggst uppá vini sína eða ættinga í von um jákvæð viðbrögð við sínum ægilegu vandamálum og er svo alveg steinhissa á dræmum undirtektum viðmælandans .

Dramaköst eru mun algengari ef vín er haft um hönd og þá fá oft niðurbældar tilfinningar að koma uppá yfirborðið, höfnunartilfinningin , afbrýðisemin, athyglissýkin og allskonar óuppgerðar tilfinningar sem hafa einmitt fengið að breiða úr sér inní manneskjunni einsog meinvörp.
Oft hætta pör saman á fylleríi, stundum byrja þau saman aftur, stundum ekki. Vinir hætta að tala saman og ættingjar afneita hvorum öðrum.

Þá er mjög gott að bera við minnisleysinu víðfræga og það er oft bara best að gleyma svona vitleysu og hlæja að henni því að dramakastið er oft bara byggt á misskilningi, of eða vantúlkun á aðstæðum með slatta af vanþroska og reynsluleysi í samskiptum við annað fólk.

Allavega er það mín persónulega skoðun og þarf ekki að endurspegla álit almennings.

   (10 af 46)  
6/12/09 16:00

Grágrímur

Ég hef aldrei tkið dramakast á fylleríi... svo ég muni...

Hinsvegar á ég íslandsmetið í uppkasti með borða.

[glottir eins og fífl]

6/12/09 16:01

krossgata

[Man að dramaköst á Gestapó eru voðalega karllæg]
Er ekki svolítið langt síðan strákarnir hérna hafa tekið dramakast? Allir vaxnir upp úr þessu?
[Ljómar upp]

6/12/09 16:01

Huxi

Dramakast...? Kannast ekki við það. En dvergakast er skemmtileg íþrótt og mætti vera meira stunduð hér á Gestapó sem og annars staðar.

6/12/09 16:01

Regína

Þetta er bara alveg ágætt dramakast hjá þér Dula.

6/12/09 16:02

Gísli Eiríkur og Helgi

http://www.youtube.com/watch?v=ZKieEwru3HI

6/12/09 16:02

hlewagastiR

[Strunsar út og tekur næsta strætó]
[Kastar Tólfunum]

6/12/09 16:02

Bakaradrengur

Fara Tólfurnar upp í Fell?

6/12/09 17:00

Dula

Takk Regína, maður reynir af g til að skella sér í eitt og eit, það verður að halda sér við. Þessir kallar geta ekki endalaust verið í vinningsliðinu.[glottir einsog fífill]

6/12/09 18:00

Grýta

Mér finnst í raun dramköst dáldið flott... Skondin og eiginlega líka nauðsynleg.
Ég elska að hitta fólkið daginn eftir að það tók dramakastið, af því að við erum soddan tilfinningaverur sem gerir lífið og vináttuna svo dásamlega.

6/12/09 19:00

Upprifinn

Æji ég hélt að allir væru búnir að gleyma karllægu dramaköstunum.

6/12/09 19:00

Garbo

[Kastar tveimur sexum]

6/12/09 19:01

Rattati

Það var nefnilega það.

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.