— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/10
Árshátíðarpælingar 2011.

Nú fer að líða að þeim tíma þegar við í Baggalútíu förum að hugsa um að drekka okkur full saman á hverju ári, sumir hafa gaman af því að gubba í rútuna, aðrir hafa óseðjandi löngun í að tala í míkrafón og enn aðrir þrá að fara í sleik.

Nú er mér spurn hvort að einhver nenni, vilji og geti hugsað sér að mæta á svona hátíð, ég myndi halda að hún gæti verið haldin á sama stað og vanalega með svipuðum verðlaunaafhendingum og við erum vön með jafn skemmtilegu fyrirpartý og í fyrra, híttífyrra og árið þar áður og jafn mörgum kynlífsskandölum og vanalega og svona mætti lengi telja.

Kannski hægt sé að hóa saman í nokkrar hræður sem enn eru sæmilega virkir hér inni til skrafs og ráðagerða um slíkan viðburð.

Bestu kveðjur Dula.

   (3 af 46)  
31/10/10 01:01

Kargur

Ég heimta að árshátíðin verði haldin nærri heimili mínu þetta árið! [Stingur upp á heimili Úbba sem samkomustað]

31/10/10 01:01

Útvarpsstjóri

Ég er algjörlega sammála körgum bróður mínum þarna og legg til að fyrir- og eftirpartý verði á heimili Kargs.

31/10/10 01:01

Dula

Já er það ekki bara ljómandi gott , er ekki hægt að gista líka ef það er úr alfaraleið.

31/10/10 01:01

Hvæsi

Ég er til í sleik. Eki við Ùbba eða Karg samt.

31/10/10 01:01

Útvarpsstjóri

Hvernig getur nafli alheimsins verið úr alfaraleið? [klórar sér í höbbbðinu]

31/10/10 01:01

Dula

Það getur nefnilega verið að restin af Bagglýtingum búi ekki í naflanum hjá þér .

31/10/10 01:01

Dula

Ég bý til dæmis útí rassgati sem er frekar langt frá naflanum.

31/10/10 01:01

Útvarpsstjóri

Já, þess vegna ert það þú sem ert úr alfaraleið. Allir vegir liggja til Borgarfjarðar.

31/10/10 01:01

Dula

Já þá panta ég hér með gistingu og uppihald fyrir sirka 30 manns.

31/10/10 01:01

Útvarpsstjóri

Þið getið sosum tjaldað hér í garðinum.

31/10/10 01:01

Dula

[hlær með hendur og fætur uppí loft og hrasar við eftir það]

31/10/10 01:02

Ívar Sívertsen

Hvernig væri að halda bara fyrir og eftirpartý og sleppa einhverri fjárans árshátíð?

31/10/10 01:02

Útvarpsstjóri

Það hljómar ágætlega. [hættir við að skúra]

31/10/10 01:02

Línbergur Leiðólfsson

Ég er til í árshátíð. Og fyrirpartý. Og eftirpartý. Og kynlífsskandal. Og sleik.

31/10/10 01:02

Villimey Kalebsdóttir

Ef þetta hittir á einhverja góða helgi. Ég gæti mætt. en ekkert kynlíf.

Kynlíf er ógeðslegt. En ég skal fara í sleik við Dulu.

31/10/10 02:00

Offari

Hvernig væri nú að hafa fyrirpartýið, árshátíðina og eftirpartýið á Sómastað? Og þið sem búið á einhverjum útkjálkum getið bara tekið með ykkur tjald. Ekki er það mér að kenna að þið búið á vitlausum stað.

31/10/10 02:00

Hvæsi

En að hafa fyrirpartý á fimmtudegi á sómastað, árshátíðina á föstudegi í borgarfirði og eftirpartýið heima hjá Dulu ?

31/10/10 02:01

Huxi

[Veltir fyrir sér hver sé stysta leiðin frá meintu aðsetri Dulu, að nafla alheimsins]

31/10/10 02:01

Herbjörn Hafralóns

Er ekki rétt að setja bann við neyslu áfengis, annarra vímuefna og hvers kyns lyfja? Þar með væri búið að koma í veg fyrir sleiki og kynlífshneyksli.........væntanlega.

31/10/10 02:01

Hvæsi

Heyr heyr Herbjörn ! Vímulaus skemmtun.

31/10/10 02:02

Dula

Hvæsi og Herbjörn geta þá bara verið í því, við hin viljum örugglega fá okkur eitthvað vímuvaldandi og viðhaldandi .

31/10/10 03:00

Vladimir Fuckov

Hvernig væri að rugla öllu til tilbreytingar, t.d. með því að halda eftirpartý á undan árshátíðinni sjálfri ? Auk þess leggjum vjer til að þessi sk. 'Borgarfjörður' verði færður á landfræðilega betri stað. Til vara mætti hugsa sjer að framkvæma tillögu sem vjer lögðum fram (ef vjer munum rjett) í þræði um mögulegar endurbætur á alheiminum, þ.e. að á milli sjerhverra tveggja punkta í alheiminum verði sama fjarlægð.

Þess ber svo að geta að stutta svarið er að ekki er ólíklegt að vjer kæmum á árshátíð yrði hún haldin.

31/10/10 03:01

Huxi

Hvaða annarlegu hvatir liggja að baki því að vila koma í veg fyrir kynlífs- og drykkjuhneyksli. Ég mun mæta ef HÁTÍÐIN verður ekki seinna en 30 nóv. [Fer að finna til hártoppinn og svarta skósspreyið]

31/10/10 03:01

Anna Panna

Borgarfjörður? Sómastaðir? Þið getið nú alveg eins druslast hingað í uppsveitir Sjálandssýslu og tjaldað í mínum garði!

31/10/10 03:01

Garbo

Mér er sama þótt ég missi af fyrirpartýinu svona einu sinni. Varpa hér með fram þeirri frábæru hugmynd að hafa það í rútunni á leiðinni á Garbosetrið, nóg pláss þar fyrir árshátíð.
Það verður að sjálfsögðu vímulaus árshátið.

31/10/10 03:01

Vladimir Fuckov

Anna: Tillaga vor hjer að ofan um endurbætur á alheiminum myndi leysa algjörlega öll vandamál varðandi staðsetningu Sjálandssýslu.

31/10/10 03:01

Hvæsi

Ég er til í tillögu ÖnnuP ef við breytum sjálandi í Nýja Sjálandssýslu.

31/10/10 03:01

Anna Panna

Vlad; ég hef reyndar ekki lesið þráðinn, en þegar þú segir "að á milli sjerhverra tveggja punkta í alheiminum verði sama fjarlægð", erum við þá að tala um að allar fjarlægðir verði meðalfjarlægðir allra fjarlægða? Eða styttast þær allar sem nemur fyrirfram gefnu hlutfalli af fjarlægð skilgreindra punkta skv. núverandi kerfi? Eða erum við að tala um að koma öllum alheiminum fyrir á tveimur punktum og þar af leiðandi sama fjarlægð milli allra staða?
Þetta gæti nefnilega verið sniðugt en ég vil helst ekki að leiðin út í búð verði mikið lengri en hún er núna...

Hvæsi; gamla Sjálandið er fínt, láttiggisona. Ef þú vilt eitthvað nýtt geturðu skellt þér í HáogEmm.

31/10/10 03:01

B. Ewing

Ég ætla rétt að vona að ég þurfi ekki að brenna rútuna sökum yfirgengilegs sóðaskapar eins og undanfarin 4 ár. [Skransar útaf]

31/10/10 03:01

Heimskautafroskur

Þessi froskur myndi þetta árið hugsa sig tvisvar um áður en hann hunsi árshátíð.

31/10/10 03:01

Nermal

Ég veit nú varla hvort heittelskuð Næturdrottning sé í ástandi til að standa í einhverju árshátíðarbrasi. Allavegana er hún ekki til í drykkjusvall, né heldur kynlífshneyksli.

31/10/10 03:02

Huxi

Þú mætir þá bara einn og sérð um þá hluti fyrir hennar hönd.

31/10/10 04:00

Villimey Kalebsdóttir

Vímulaus æska árið 2000. Jeij.

Missti ég af því ? <klórar sér í höfðinu>

31/10/10 04:00

Hvæsi

*Gefur Búbbanum kraftmikla Dyson ryksugu*

Nermal, þú gasprar bara fram að Nótta sé ekki í ástandi, en þú sjálfur ? Þú hlýtur nú að fá einn kvöldpassa ef þú grenjar nógu mikið.

31/10/10 05:01

blóðugt

Fór einhver í sleik við þann sem ældi í rútunni?

Og af hverju viljiði ekki leyfa Vímusi að koma á árshátíð?

31/10/10 06:00

Dula

Vá hvað það hefði nú orðið sóðalegt... [skellir uppúr ]

31/10/10 07:00

Villimey Kalebsdóttir

<rifjar upp ælu úr rútunni>

31/10/10 08:02

Madam Escoffier

Hipp, hipp húrra, hipp hipp húrra fyrir árshátíð. Hvernig er það í Borgarfirðinum eru ekki einhver samkomuhús sem hægt væri að fá og slá svo saman í nokkra bústaði í grend?

31/10/10 09:00

Hvæsi

Samkomuhús og nokkra bústaði ?
Hvað helduru að það séu margir herna ?

31/10/10 09:01

Fergesji

Eru hér fleiri en Glúmur og Texi?

31/10/10 09:01

Villimey Kalebsdóttir

Ef þú heldur hátíð, þá er ég með alla blútmiðana frá í fyrra.

31/10/10 10:02

Madam Escoffier

Madaman ferðast að sjálfsögðu með fullu fylgdarliði, þarf því ekkert minna er ofur slot fyrir hana og hennar.

31/10/10 11:00

Texi Everto

Ég er til í að mæta á árshátíð! Og það þarf enginn að hafa áhyggjur að ég æli í rútuna, því ég kem á honum Blesa!
Jííhaaa!!!

31/10/10 12:00

Texi Everto

Ég líka. alltaf til í ásshátíð, eða bara sleik.

31/10/10 12:01

Dula

Erum við ekki komin með þema, öfuguggapartý, þá mæta allir Leiakranir sem einhver annar en þeir hafa leikið áður og fara fyrst í eftirpartýið, halda svo árshátíðina afturábak og Ewing bakkar öllum heim í fyrirpartýinu sem verður að árshátiíð lokinni... nema við gerum þetta algjörlega fáránlegt og sleppum árshátíðinni sjálfri. [ljómar niður og svo upp]

31/10/10 12:01

Dula

Hvenær má svo bjóða ykkur að halda þessa samkomu og hver býður sig fram sem gestgjafa ?

31/10/10 16:00

Grágrímur

Ef það gerist einhverntímann eftir næstu mánaðar mót eru þó nokkrar líkur á að ég komist (ef allt fer að óskum)... lofa að drekka minna og hægar en síðast... af virðingu við grindverk höfuðborgarsvæðísins.

31/10/10 16:00

Línbergur Leiðólfsson

Ókei. Ef einhver annar en ég nenni að skipuleggja árshátíðina, s.s. panta sal, rútu, búa til drykkjarmiða, útvega verðlaun, o.s.frv., þá skal ég taka fyrsta skrefið. S.s.að kanna hvenær þið komist. Skoðið nýjasta félagsrit mitt til að taka þátt í könnuninni. Og fljótt nú!

31/10/10 17:01

Dula

Búin að taka þátt í þeirri könnun, blútmiðarnir eru til hjá henni Villimey, við gætum alveg farið að athuga hjá Ásláki þegar dagsetningin er komin á hreint og þá á bara eftir að búa til hefðbundin verðlaun, en þar sem áberandi lítið hefur verið um að vera á þessu ári þá verða verðlaunin áberandi lítil og ómerkileg, þá er bara hægt að drekka meira í staðinn.

31/10/10 17:02

Villimey Kalebsdóttir

Áslákur.. eða maðurinn þar minntist á það í fyrra að við værum velkomin aftur. En það er ágætt að hafa smá fyrirvara útaf jólaglöggum og svona. Þannig það er ágætt að panta sem fyrst ef þið ætlið að gera þetta.

Honum finnst við svo skemmtileg.

31/10/10 22:01

Texi Everto

Jíííhaaa, má ekki Blesi koma inn fyrst þetta er hestakrá ?

31/10/10 22:01

Tvíttla

Enn spennó, ég ætla pottþétt í sleik! <leggst í dagdrauma>

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.