— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/09
Árshátíð Gestapó UPPFÆRT

Nýjustu tölur sýna að við komumst flest þann 20. nóvember og þá vil ég endilega biðja fólk um að borga miðana strax um mánaðarmótin og taka daginn tímanlega frá, við munum hafa verðið hóflegt og þetta verður með svipuðu sniði og seinast , snakk og nokkrir bjórmiðar, áfengi á góðu verði, nokkur verðlaun fyrir ákveðna póa og svo frv ,eigum við ekki að hafa miðaverðið 2500 kjell það er hóflegt og þægilegt[ljómar upp]

Allar nýjar og spennandi tillögur eru velkomnar og þeir sem vilja vera í svokallaðri nefnd mega skrá sig hér fyrir neðan eða þá að fræða mig um það hvar hægt er að fá barmmerki og þess háttar. Eins má senda mér infó um hvernig árshátíðarsjóðurinn okkar stendur og mun ég vinda mér í að fara að kaupa inn verðlaunagripina .

Eigum við að hafa einhverskonar þema eða eigum við kannski öll að vera Texi , nóg er til af texaspjöldunum síðan í fyrra.

Allar hugmyndir um tilnefningar eru vel þegnar.

kær kveðja Dula

   (5 af 46)  
31/10/09 12:02

Regína

Flott. En hvernig getum við öll verið Texi? Texi er Texi!

31/10/09 12:02

Vladimir Fuckov

Gallinn við að allir gestirnir verði Texi er sá að þá verða allir gestirnir á árshátíðinni eins ef þeir taka hlutverk sitt alvarlega og þar með ekki nokkur leið að vita hver er hvað.

Vjer munum síðan eftir talsverðum fjölda skemmtilegra orða er fallið hafa undanfarið ár ef aðstoð þarf við að grafa upp skemmtilegrar tilvitnanir á barmmerki.

31/10/09 12:02

Línbergur Leiðólfsson

Ég bjó til nafnspjöldin fyrir síðustu árshátíð. Og ég get tekið það að mér aftur.

31/10/09 13:00

Dula

Línbergur er ráðinn í starfið[ljómar upp]

31/10/09 13:00

Villimey Kalebsdóttir

Við erum velkomin aftur á Áslák. Það sagði eigandinn í fyrra.

31/10/09 13:00

Villimey Kalebsdóttir

Fyrst við getum ekki öll verið Texi, þar sem hann augljóslega mætir á staðinn.
Hvernig væri þá bara að hafa kúrekaþema til heiðurs Texa?

31/10/09 13:00

Dula

Já Villimey það er frábær hugmynd að þema. Kúrekaþema.

31/10/09 13:01

Texi Everto

Það er bara einn Texi! Jíhaa!

31/10/09 13:02

woody

Það getur aðeins verið einn.
Eða tveir.

31/10/09 13:02

woody

Það getur aðeins verið einn.
Eða tveir.

31/10/09 14:01

Regína

Ég get reynt að vera í nefnd. Hins vegar er spurning hversu mikið gagn er af mér.

31/10/09 14:02

Villimey Kalebsdóttir

Ég get gert eitthvað.

31/10/09 14:02

Dula

Flott mál, þá er bara að reyna að fá einhvern botn í dagsetninguna og hringja í Áslák og staðfesta kvöldið.

31/10/09 15:01

Ívar Sívertsen

Ég skal sjá um að mæta kannski.

31/10/09 15:01

Goggurinn

Tilhlökkunin hækkar þegar nær dregur líkt og veldisvísisfall með grunntölu stærri en 1 þegar breytan innan fallsins vex og vex!

31/10/09 17:01

Dularfulli Limurinn

Hvenær má eiga von á niðurstöðum úr könnuninni ?

31/10/09 17:01

Jóhannes

Ég mæti olíuborinn á árshátíðina.... stúlkur verið viðbúnar.

31/10/09 18:01

Miniar

Ég efast um að ég geti nokkuð mætt enda húðlatur Akureyringur.

En ef svo furðulega vill til að ég verði á ferðinni, hvenær svo sem þetta svo verður, þá kíki ég kanski á ykkur.

31/10/09 20:01

Sundlaugur Vatne

Ekki kúrekaþema... þá verður við öll íííhaaaa-andi framan í hvert annað allt kvöldið og enginn veit hver er Texi.
Ég mæli með ofurhetjuþema. Þá komumst við kannske loksins að því hvor er sterkari Húlk eða Súpermann, við getum velt því fyrir okkur allt kvöldið hvort ósýnilega stúlkan sé á staðnum og Teygjukarlinn getur brugðið fæti fyrir fólk um allan sal (rosa fyndið). Ég annars pant vera Skuggi...

31/10/09 20:02

Jóhannes

Verum hasarhetjur.

31/10/09 20:02

Dexxa

Ég mæti! Og er alveg til í kúreka-, ofurhetju-, eða hasarhetjuþema, svo framarlega sem þemað sé valið nógu snemma svo hægt sé að redda sér almennilegum búning.

31/10/09 20:02

B. Ewing

Ég skal rútast um bæinn svo þið getið setið og skrallað á leiðinni í sveitina. Aftur á móti eru Bebe Ewing og Dex Ewing svo litlir ennþá að ég verð að snúa aftur á búgarðinn við fyrsta tækifæri. Síðan þegar allir eru búnir að fá nóg af brauðsúpu og fyrsta flokks tímavélarflakki þá renni ég við og sæki þá sem hafa hug á að skottast í eigið bæli (eða annarra) eða enda á einhverju öldurhúsi fyrir óopinbert framhaldsfjör.

31/10/09 21:00

Vladimir Fuckov

Skemmtilegast væri auðvitað að hafa Gestapóþema því þá gætum vjer dulbúið oss sem Herr Flick of the Gestapo [Glottir eins og fífl].

31/10/09 21:02

Dula

Nýjustu tölur sýna að við komumst flest þann 20. nóvember og þá vil ég endilega biðja fólk um að borga miðana strax um mánaðarmótin og taka daginn tímanlega frá, við munum hafa verðið hóflegt og þetta verður með svipuðu sniði og seinast , snakk og nokkrir bjórmiðar, áfengi á góðu verði, nokkur verðlaun fyrir ákveðna póa og svo frv , eigum við ekki að hafa miðaverðið 2500 kjell það er hóflegt og þægilegt[ljómar upp]

31/10/09 21:02

Regína

Hvað er 2500 kjell margar böggur?

31/10/09 21:02

Dula

Ja, það er mjög góð spurning, ég er ekki klár á genginu núna, kannski forsetinn sé með þetta.

31/10/09 21:02

Vladimir Fuckov

Það er dálítið flókið að finna út úr þessu sambandið milli bagga og annarra gjaldmiðla er ekki línulegt, m.ö.o. að þó t.d. 25 böggur væru 100 krónur er ekki endilega víst að 250 böggur væru 1000 krónur. Vjer komum kannski með tölur um þetta þegar búið er að finna út úr þessu. Það flækir þó málið enn að gengið er að auki ríkisleyndarmál til að villa um fyrir óvinum ríkisins.

31/10/09 22:01

Dula

Ja, það er mjög góð spurning, ég er ekki klár á genginu núna, kannski forsetinn sé með þetta.

31/10/09 22:02

Goggurinn

Ef mig minnir rétt, þá er lógariþmískt samband milli eininga böggunnar, þannig að tveir tíu bagga seðlar eru alls ekki jafngildir einum tuttugu bagga seðli, heldur eru tveir tíu bagga seðlar jafngildir einum hundrað bagga seðli.

Þessir reikningar benda hins vegar til þess að mig minni rétt um þetta sem þarf alls ekki að vera.

Annars líst mér stórvel á þessa tímasetningu og nota ég hér með tækifærið til að staðfesta komu mína. Einnig mun ég sjá til þess að Pó mæti.

31/10/09 23:02

Ívar Sívertsen

Ég kem ekki

1/11/09 01:02

woody

Bölvaður skólinn. Ákvað að hafa lokapróf akkúrat þennan laugardag klukkan 8.15. Jess kemst eftir það.
En það var ekki svo. Annað lokapróf kl 14.00. og ég fyrir norðan.
Ég bið hér Vlad formlega um að ljúka við tímavélina í einum grænum svo við Dexxa getum komið " í sveitina " og drukkið með ykkur blútinn góðann.

1/11/09 01:02

Vladimir Fuckov

[Setur skóla woodys á listann yfir óvini ríkisins]
Einn gamall en nettur stal því miður tímavjelinni. Ný er í smíðum því vjer efumst um að vjer finnum þá gömlu. Vjer höfum að vísu grun um á hvaða svæði í alheiminum hún er en höfum ekki hugmynd um hvenær hún er.

1/11/09 02:00

Ísdrottningin

Það er í hæsta máta ólíklegt að tímavélin náist í tæka tíð en þegar hún kemst í gagnið er spurning um að skella sér á slíka hátíð á ólínulegum tíma á austurvígstöðvum, nema að hátíðin verði kannski orðin tímalaus á þeim tíma?

1/11/09 02:01

Madam Escoffier

Madam mætir sama í hvaða tíma og rúmi hátíðin verður haldin. Þó væri æskilegt að rúmi væri amk tíbreitt.

1/11/09 02:01

Vladimir Fuckov

Breidd rúmsins verður væntanlega höfð í rjettu hlutfalli við fjölda gesta. Hinsvegar mælum vjer ekki með að rúmið verði haft meira en fjórvítt (lengd, breidd, hæð og tími) því annars verður árshátíðin trúlega fram úr hófi ruglingsleg, gestir birtast og hverfa upp úr þurru, verða margfaldir, hálfir eða þaðan af minni og breyta jafnvel um lögun á augabragði.

1/11/09 02:01

Von Strandir

Ég kem ekki. Bara taka það fram svo það hafi ekki áhrif á miðasölu.

1/11/09 03:00

Dularfulli Limurinn

Sama hvaða dag eða tíma þessi mannfagnaður er, þá mæti ég. Ekki læt ég þetta fram hjá mér fara.
Ég er nú einusinni asnahalahanastélskokteilhristarasérfræðingur.
<Ljómar upp og gerir mannfagnaðarátfittið klárt>

1/11/09 03:01

Goggurinn

Ég veit ekki með Vlad, en mér þætti framúrhófi frábært að einhverjir fjórrúmvíðir gestir létu sjá sig. Eða öllu heldur, létu sjá þverskurðarrúmmál sitt.

1/11/09 03:02

Ívar Sívertsen

Ef ske kynni að ég væri hugsanlega á ferli meðan eitthvert líf er í mannskapnum... hvar og hvenær verður þetta?

1/11/09 03:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Er því miður upptekinn frameftir kveldi, en verð þó ekki víðsfjarri landfræðilega. Kannski maður húkki far uppeftir í restina, svona tilað súpa úr síðustu glösum...

1/11/09 03:02

Dula

Sama stað og vanalega, held ég. Er ekki búin að heyra í henni Villimey.

1/11/09 04:02

Villimey Kalebsdóttir

hvaða hvaða

1/11/09 05:01

Huxi

Líkur mínar á mætingu aukast í réttu hlutfalli við lógarithmískt gengi Böggunar gagnvart Rúblu. [Ljómar vestur]

1/11/09 05:01

Sannleikurinn

Hvar kaupa menn miða?

1/11/09 05:01

Tina St.Sebastian

Ég kem. Kannske. Ef ég má, svona miðað við fyrri hegðan. [Roðnar óstjórnlega og klórar sér í höfðinu]

1/11/09 05:01

Sannleikurinn

En hvað með aðalatriðið sem er; HVAR Á AÐ KAUPA MIÐANA? Hverjum á að greiða peninginn fyrir miðana?
Hvar er svo sjálf hátíðin haldin?

1/11/09 07:02

Dula

Nánari upplýsingar verða sendar út um leið og línur fara að skýrast.

1/11/09 01:02

Ívar Sívertsen

En passið bara línurnar.

1/11/09 01:02

Kargur

Ég vil benda Sannleiknum á að miðar fást einungis í Mogadishu.

1/11/09 06:00

núrgis

Ég kem svo lengi sem Kargur lærir að haga sér.

2/12/10 18:01

Sannleikurinn

Guð minn almáttugur Dula - er ekki komið skikk á lyfin þín?

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.