— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Dagbók - 7/12/08
Maður er (kven)manns gaman .

Oft sat ég ein heima hjá mér og velti fyrir mér hvað ég væri nú heppin að eiga allar þessar vinkonur og vini, mér fannst ég vara hamingjusamlega einhleyp og allt í góðu lagi með það, gat látið mér detta hvaða vitleysu sem var í hug og framkvæmt það nokkurn veginn án umhugsunar, börnin mín hjá pabba sínum og frumburðurinn í skólanum, mamma í næstu götu og ekki langt að sækja sér neitt. Já lífið var í jafnvægi og stundum var maður blankur, þá fór maður bara í sund og göngutúr en ef maður var ríkur þá fór maður á kaffihús og í bíó eftir sundið og göngutúrinn og í ísbíltúr þar á eftir, já það var auðvelt að gera mér til hæfis. Og það voru engar kvaðir um lærdóm í vinnunni minni, ég gat legið í þeim bleika yfir heilalausu afþreyingarefni allan daginn án þess að hugsa ef það lá svoleiðis á mér, annars fórum við vinkonurnar í púltíma, spinning, boot camp , ljósatíma og einkaþjálfun. Karlmenn voru bara eitthvað sem við vinkonurnar töluðum um með bitrum fyrirlitningartón og þurftum mörg kókglös og marga ísbíltúra til að kryfja þau mál til mergjar og svo auðvitað útstáelsi og fyllerí um sumar helgar til að verða kannski svo heppin að kynnast einhverjum karlmanni sem olli manni enn meiri vonbrigðum en sá seinasti og þá gátum við velt okkur uppúr piparjúnkulegum biturleika okkar án þess að skorta umræðuefni næstu vikurnar. Við vissum ekki um neitt hamingjusamt par og allir eiginmenn voru alltaf á leiðinni að halda framhjá.

Það sem ég hef lært svona eftirá að hyggja er margt.
Núna þegar þessi veruleiki sem ég tala um í formálanum er tiltölulega löngu liðinn, þá sé ég að það er margt annað hægt að gera en ofantalið þó það hafi verið ansi ljúft tímabil.

Seinustu 10 mánuði hef ég smátt og smátt kollvarpað rútínunni minni og gjörbreytt um lífsstíl, ég hætti í vel borguðu vinnunni minni þar sem ég fékk dágóða upphæð útborgaða á mánuði, ég lærði margt og mikið um það að vera á eftir með reikningana mína og annað miður skemmtilegt. Enda hefur það alltaf verið forgangsmál mitt að nafnið mitt sé hreint og mjög sorglegt að sjá blett á því.

Ég fer ekki á kaffihús á hverjum degi, ég fæ mér ekki lit , plokk , vax og hvað allt það heitir á 6 vikna fresti, ég er ekki í símanum 24 tíma á sólarhring að mala og blaðra við vinkonur mínar um að plana næsta djamm eða kaupa næstu flík , eyðsla og spreð er ekki lengur leyfilegt og það skrýtna er að mér er eiginlega alveg sama um það.
Ég er orðin södd á þessu ljúfa lífi í bili og leita frekar að innri ró.

Hugtakið "fátæk námsmey" átti alveg sérstaklega vel við mig sl mánuði til dagsins í dag og ég get viðurkennt það að það koma stundum þeir dagar að ég get ekki meira, mér finnst þessi lærdómur bara leiðinlegur, ég nenni ekki að þrífa heimilið mitt, opna ekki póstkassann, ég nenni ekki að borða og ég nenni ekki að hitta neinn eða tala við neinn og það er ekki próflestri að kenna.
Þau tímabil vara sem betur fer stutt í einu og ég verð aftur ég sjálf með brosið , góða skapið, brandarana og allt það.

En að búa hér langt frá fjölskyldunni sinni og vinunum hefur auðvitað leitt til þess að ég eignast aðra vini sem búa nær mér og eru ekki í sömu rútínu og ég er vön, ég kynntist hér konum , jafnöldrum mínum sem höfðu hvorki farið á kaffihús með vinkonum sínum né farið útí búð að máta föt með öðrum en fjölskyldumeðlimum áður og mér fannst það afskaplega fáránlegt að það væru til konur sem ættu engar bestu vinkonur, einbeittu sér bara og eingöngu að móðurhlutverkinu, hjónabandinu og heimilinu.
Ég hef verið í tilfinningalegum rússíbana hér aleiní íbúðinni minni um hávetur á Vellinum með enga gamla og góða nána vinkonu hjá mér og hef stundum ekki einusinni getað hringt vegna blankheita, netið kannski með stæla og ekkert samband á milli svæða, mamma langt í burtu, systkini langt í burtu og bíllinn minn bensínlaus , bremsulaus eða rúðuþurrkulaus já og á sléttum sumardekkjum úti á plani og mér hefur fundist ég vera frekar mikið einmana.

Þá hef ég oft lagst í skólabækurnar og námsefnið, búið til glærusýningar klárað verkefni eða hjálpað öðrum við sín eigin og endað í spjalli og verkefnavinnu í öðru húsi . Kannski kíkt á netið í eitthvað spjall þar líka.
Liðið mun betur eftir og kynnst nýju fólki í kaupbæti.

En í vor kynntist ég manni sem lét mínar hugmyndir um að vera hamingjusamlega einhleyp hrynja til grunna.
Hann var samt ekkert að reyna það. Það eina sem hann gerði var að sýna mér áhuga og hlustaði með athygli á allt sem ég sagði.

Hann kemur í öllum veðrum bara til að vera hjá mér, kemur mér í gott skap bara við það eitt að vera á leiðinni til mín eða sendir mér eitt kjánalegt SMS, hringir til að lesa brandara uppúr blaðinu eða bara til að segja hæ, maður sem veit og skilur hvað ég vill af því hann spyr réttu spurninganna, hann veit hvað gleður mig og veit hvað mér finnst gaman að gera og reynir svo að halda mér við efnið með því að sýna mér tillitssemi er aldrei uppáþrengjandi með athyglissýki og afskiptasemi, fær ekki höfnunartilfinningu ef ég segi nei takk, hann fylgist með því sem ég er að læra í skólanum leggur sig fram við að muna nöfnin á mínum nánustu og hlustar á mig þegar ég er að tuða,( mér gæti ekki verið meira sama þó hann muni þetta raus mitt ef ég er að blása út einhverjum pirringi), hann sýnist allavega hlusta og svo fæ ég þétt og gott knús þegar ég hef lokið mér af og allt hitt sem mig vantar og vel af því.
(mér hefur nú samt aldrei legið við yfirliði )
Hann peppar mig upp ef mér finnst allt vera á niðurleið og hann gerir tilveruna bærilegri. Sem sagt maður sem gerir allt rétt og er ekki klaufalegur , hann er hreinskilinn um allar sínar skoðanir og skefur ekki utanaf því sem hann meinar, gengur hreint til verks og er ekki að afsaka sig. Hann þorir ,getur og vill tjá sig.
Hvernig er það er alveg komið úr tísku að samgleðjast fólki þegar það finnu loksins hamingjuna í annari manneskju sem lætur manni líða einsog allt púslið passi LOKSINS saman.

   (29 af 46)  
7/12/08 03:01

Regína

Ekkert mál Dula, við samgleðjumst þér öll!

7/12/08 03:01

Dula

Takk kærlega fyrir það, enda eruð þið öll sannir vinir í gegnum súrt og sætt í blíður og stríðu og eruð aldrei með leiðindi .

7/12/08 03:01

Huxi

Hlekkjud vid rumid... [Huxar ymislegt skemmtilegt]

7/12/08 03:01

Huxi

Til lukku med thitt nyja og beta lif. Og gaman ad sja hvad thu att audvelt med ad skipta um skodun. Thad er otviraett throskamerki.

7/12/08 03:01

krossgata

Samgleðst. Ég kannast annars við þetta vandamál og hef velt fyrir mér hvort það fólki sé hreinlega nokkur greiði gerður að vera svona artarlegur við það. Það virðist enginn annar taka að sér það hlutverk þegar maður lendir í þeirri aðstöðu að geta ekki sinnt því.
[Íhugar að tilkynna vinum og vandamönnum varanlega uppsögn á artarhlutverkinu]

7/12/08 03:01

Dula

Takk fyrir, ég er búin að vera að breyta þessu riti frá því að vera samhengislaust þvaður yfir í ótrúlega skemmtilegt og skorinort rit [glottir einsog fífill] endilega lesið það aftur áður en ég skipti um skoðun aftur.. en það er merki um stöðugar framfarir í þroska einsog Huxi mælir . Enda er hann afskaplega vel gefinn maður.

7/12/08 03:01

Þarfagreinir

Það segir líklega sitthvað að í mesta lagi fjórðungurinn af lýsingunni á þessum draumamanni á við um mig.

7/12/08 03:01

Dula

Hvað er artar hlutverk ?

7/12/08 03:01

Dula

Þarfi minn, kannski skiptir ekki máli hvað af þessari lýsingu minni passar við þig, heldur passar lýsingin á þér við vonir og drauma konunnar sem þú hefur áhuga á. Það er held ég aðal málið .

7/12/08 03:01

krossgata

Hlutverkið að vera artarlegur. Var að búa það til.
[Brosir hringinn]
= Þessi sem sinnir öllum vinum og ættingjum og sér til að þeir fái ráðlagðan dagskammt af félagsskap og yndi súg.

7/12/08 03:01

Þarfagreinir

Tja, samkvæmt mínum skilningi er flest af þessu hlutir sem flestum konum finnst eiginlega nauðsynlegir.

Ég er svo sem ekkert að gera lítið úr sjálfum mér sem mannveru svona almennt - en það verður sífellt ljósari staðreynd að ég hef frekar fátt að bjóða þegar kemur að tilfinningasamböndum. Oft hef ég hugsað um að taka Kimann á þetta, en aldrei jafn alvarlega og einmitt núna.

Ég samgleðst þér auðvitað samt og sýnist þú vera á hárréttri leið í lífinu, Dula mín - sem er vel.

7/12/08 03:01

Dula

Já loksins þegar þú ert orðinn hamingjusamlega einhleypur og meinar það af öllu hjarta þá kannski uppgötvarðu hverju þú ert í raun og veru að sækjast eftir, ég allavega var búin að fara oft í og úr þessum einhleypa eða ekki einhleypa gír áður en ég fattaði að ég væri að eyða alltof mikilli orku í að rembast einsog rjúpan við staurinn að vera ekki einsog ég vildi vera , heldur hvað aðrir vildu að ég væri.

7/12/08 03:01

Þarfagreinir

Hah, einmitt það sem ég er að hugsa. Núna ætla ég að reyna að vera nákvæmlega eins og ég sjálfur vil vera, hvorki meira né minna. Fyrst þarf ég samt að vinna aðeins betur í því hvernig nákvæmlega ég vil vera, en það er allt á réttri leið held ég.

7/12/08 03:01

Grýta

<Samgleðst með Dulu>
Það er nefnilega dásamleg tilfinning að púslið smelli saman.

7/12/08 03:01

Dula

Takk fyrir Grýta .

7/12/08 03:02

Finngálkn

Er dúdinn með stóran böll?

7/12/08 03:02

Þarfagreinir

Ég hef heyrt því fleygt já.

7/12/08 03:02

Villimey Kalebsdóttir

Dula ég samgleðst þér alveg út í gegn! Þú átt allt gott skilið og þá sérstaklega að finna þér góðan herramann sem kemur fram við þig eins og bleika prinsessu.

7/12/08 03:02

Dula

Finngálkn ! JÁ ! [rennur til ]

7/12/08 04:00

Finngálkn

Nú jæja þá er þetta allt í lagi... Amma sagði eimmitt alltaf að ef besevinn væri vænn væri eigandinn það líka.

7/12/08 04:00

Dula

Ömmur eru alltaf svo klárar , þín amma hefur verið alveg sérlega gáfuð [sendir ömmu gömlu mynd af þú veist]

7/12/08 04:00

Jóakim Aðalönd

Jú jú. Þetta er voðalega gaman fyrstu mánuðina. Svo uppgötvar þú að hann er gay...

Þetta er of gott til að vera satt!

[Samgleðst Dulu í laumi]

7/12/08 04:01

Dula

Elsku Kimi minn, ef gann er gay þá á ég bara frábæran vin eftir að flugeldasýningunni lýkur, ég held að þetta verði hvort sem er seinasta tilraun mín til að eignast mann þannig að ef þetta klárast einhverra undarlegra hluta vegna þá er ég allavega búin að fá það sem ég leitaði eftir þó það hafi endað fyrr en ég bjóst við
, þannig að þér er velkomið að samgleðjast mér alveg einsog þig lystir [brosir breitt]

7/12/08 04:01

Regína

[Ákveður að vera ekkert leiðinleg og spyrja því ekki Dulu hvað hún fyrirgefi núna án þess að taka eftir því.]
Njóttu lífsins Dula, vonandi lengi lengi.

7/12/08 04:01

Dula

[fattar ekki neitt]

7/12/08 04:01

hlewagastiR

Besta mál allt saman, mæli með þessu.

7/12/08 05:00

Jóakim Aðalönd

Þetta var að sjálfsögðu hamingjuóskafærzla frá mér síðast Dula mín, þó ég hafi látið eins og hálfviti, eins og venjulega.

Ekki ætti fyrir mér að vaka að óska þess að sambandið spillist. Ég vona innilega að þetta gangi bara sem allra bezt og gott að vita til þess að einhver sem önd er kær þarna úti geti fundið hamingju svona á þessum síðustu og verstu tímum.

Ef mannssálin leitar þess að tengjast annari sál (hvað sem sálin er nú yfir höfuð...), þá er það frábært að ein slík (eða tvær) nái markmiði sínu.

Önnur sál leitar ekki að annari sál og kærir sig kollótta um slíkar umleitanir. Það versta sem slík sál lendir í, er að uppgötva að önnur sál leitar sín, en kemur að lokaðri búð...

Það sem ég er að reyna að segja er að við einsemndarendurnar (hermitducks) eigum svolítið bágt með það, þegar aðrar sálir reyna við okkur í þeirri trú að við eigum eitthvað að gefa af okkur og erum tilbúin í að taka á móti, þegar raunin er sú að okkur líður bara kjánalega þegar slíkt á sér stað. Meikar þetta sens? [Hýðir súg fimmtán sinnum fyrir enskusletturnar]

7/12/08 05:01

Dula

Já Kimi , ég skildi þig fullkomlega, hvort sem það var í fyrstu færslunni eða þeirri síðari, við erum nefnilega sálufélagar sko.[brosir sínu allra blíðasta]

7/12/08 06:00

Jóakim Aðalönd

Jamm, mikið rétt! [Brosir eins og tungl í fyllingu]

7/12/08 08:00

blóðugt

Flott hjá þér Dula.

En þetta með afskiptu vinkonurnar - það getur verið flókið dæmi.

Ég á sjálf fullt af mjög góðum vinkonum á öllum aldri, flestar eru, eins og ég, giftar eða í sambúð en nokkrar einhleypar. Svo gerist það að ein einhleypa vinkonan nær sér í mann. Hún virðist hafa himin höndum tekið, gaurinn svo æðislegur og allt í bullandi hamingju. Eins og venjulega, þegar svo gerist, hættir hún að nenna vinkonum sínum eins mikið. Við vorum nú ekkert að ergja okkur á því, létum hana bara eiga sig og létum gott heita þó hún hefði kannski bara samband einu sinni í mánuði.

Tveimur árum seinna hittumst við tvær einar, það var í fyrsta skipti í tvö ár sem við vorum bara tvær einar. Þá segir hún mér að elsku kærastinn hennar sem er svo frábær í alla staði, sé búinn að beita hana ofbeldi frá upphafi sambandsins, og hluti af því ofbeldi var að einangra hana frá vinkonum sínum.

Þá óskaði ég þess heitt að ég hefði verið aðgangsharðari og kvartað og kveinað yfir því hvað hún eyddi litlum tíma með mér.

Kannski eru vinkonur þínar bara ekkert svo slæmar vinkonur þegar þær kvarta yfir því að fá ekki nóg af Dulu.

Þú ert bara svo heppin að það þarf ekki að bjarga þér frá manninum sem þú ert með.

Hafðu það frábærlega gott! Það er fínt að eiga svona kall, þegar hann er almennilegur.

[ætlar að gerast drykkfelld kattarkona ef hjónabandið gengur ekki upp]

7/12/08 08:01

Dula

Hahaha já Blóðugt, er maður einhverntíma fullkomlega ánægður , þetta var mjög góður punktur takk fyrir.

7/12/08 08:01

albin

Gott er þú ert ánægð... finnst samt sem ég hafi lesið samskonar pistil hjá þér oftar en einu sinni...

Kemur þetta út á DVD fyrir jólin?

7/12/08 08:01

Dula

já Albin ,ég á það til að skipta um skoðun og skipta svo aftur um skoðun, ( DVD er enná hugmyndastiginu þannig að ég myndi bara halda áfram að bíða spenntur í þínum sporum) Þetta er þroskamerki segir Huxi [brosir útað eyrum ]

7/12/08 09:00

dordingull

Þar fór það [Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér]

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.