— GESTAPÓ —
Mikki mús
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/07
Mikki mús býr á Baggalút þar sem lífið gengur sinn gang.

Svo heldur hann að minnsta kosti.

Góða skemmtun á árshátíðinni á morgun.

(Allur pirringurinn sem ég ætlaði að segja getur bara beðið eða horfið algjörleg)

Sjáumst þó síðar verði!

   (1 af 8)  
1/11/07 14:02

Billi bilaði

<Gengur sinn gang>

1/11/07 14:02

Andþór

Já endilega!

1/11/07 14:02

krossgata

Þetta minnir mig á kallara: Klukkan er þrjú og allt er með kyrrum kjörum!

Skál!

1/11/07 14:02

Tigra

Knús!

1/11/07 14:02

Skabbi skrumari

Úrvalsrit... Skál...

1/11/07 14:02

Mikki mús

krossgata þekkir þú söguna um kallarann í turni á aðaltorgi Krakow?
Sá turn stendur enn og tóninn í lúðrinum stoppar snögglega.
Kallari var í turninum á stríðstíma og bles í lúður sinn, en var skotinn til dauða með ör, áður en hann náði að klára kall sitt. Enn í dag er hljómurinn stoppaður í turninum til að minnast kallarans og stríðsins.

1/11/07 14:02

krossgata

Eitthvað rámar mig í þá sögu, en það var einhver annar kallari sem ómaði í hausnum á mér. Finnst endilega eins og það hafi verið í einhverju barnaleikriti... Kardimommubæ held ég bara. En alla vega einhverja óljósa minningu vakti fyrirsögnin.

1/11/07 14:02

Fergesji

Hmm, getur verið, Mikki, að það hafi verið Mongólar ellegar Húnar, er þar réðust á Kraká? Það er eins og oss minni það.

1/11/07 15:00

Ívar Sívertsen

Leitt að þú skulir ekki koma ásamt viðhengi þínu á árshátíðina. Ég hefði haft mjög gaman að hitta ykkur. Hins vegar þá verðum við í hljómsveitinni að reyna að yrkja einhverjar níðvísur um þig fyrst þú mætir ekki... [glottir eins og fífl] Nei annars, best að vera góður við ykkur svona einu sinni. Það er nú að koma hátíð.

Mikki mús:
  • Fæðing hér: 26/11/06 03:09
  • Síðast á ferli: 30/10/09 14:33
  • Innlegg: 1214