— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Pistlingur - 5/12/09
Matur fyrir börn. Topp random 10 listinn á raunheimaheimili leikkonunnar minnar.

Um daginn fór raunheimaleikkonan mín í búð sem er nú ekkert merkilegt nema að því leyti að þar var ofurfjallmyndarleg kona að kynna fyrir henni tilbúinn plokkfisk í plastöskju og það sem valt uppúr henni þegar húngúffaði í sig því sem hin fjallmyndarlega bauð henni að smakka var að þetta hlyti að vera eitthvað sem krakkarnir væru til í að borða líka og sú ofurmyndarlega ansaði raunheimsku leikkonunni minni á þá leið að þetta hefði einmitt verið framleitt með þau í huga því að það var aðalmálið að fá þau til að koma þessu mótþróalaust ofan í sig.

Nú vann raunheimaleikkonan mín við það að elda ofaní kornabörn í mörg ár og henni tókst nú oft mjög vel til því að börn vilja fá mat sem er góður á bragðið, skemmtilegur viðkomu og auðveldur í meðförum, ekki of flólkinn og ekki eitthvað sem festist í tönnunum.

1.
Vinsælasti maturinn hjá hennar eigin börnum eru skyndinúðlurnar sem kosta 50 kall útí búð, maður tekur núðlurnar úr pakkanum, setur þær í skál og hellir sjóðandi vatni á þær ásamt kryddinu úr litla pokanum sem fylgir með og leyfir þeim að bíða í 4 mínútur, svo gúffar maður þessu í sig.

Einfalt , fljótlegt og seðjandi.

Myndi íþróttaálfurinn samþykkja þetta, nei það held ég ekki.

2.
Ný ýsa, soðin í potti í 4 mínútur ásamt soðnum kartöflum og smjöri og oft stappað saman í mauk og svo drekkt í tómatsósu, útkoman er bleikt/rauðleitt mauk sem smakkast stórkostlega,
Einfalt, tiltölulega fljótlegt, ekki snyrtilegt en mjög seðjandi. Sérstaklega ef drukkin er mjólk með.

Kannski ekki það hollasta með tómatsósusullinu en örugglega skárra en núðlurnar og mikið betra í mallakútinn.

3.
Grjónagrautur með kanilsykri, rúsinum og mjólk útá. Slátur með.
Það þarf nú ekki að efast um ágæti þessa réttar og þetta hverfur ofan í krílin á köldum vetrarkvöldum.

Ég held svei mér þá að Íþróttaálfurinn geti ekkert sagt við þessum ágæta rétti.

4.Kakósúpa með tvíbökum... eða sykurleðja með súkkulaðibragði.
engin einasta næring en gott bragð. Mjög vinsælt.

5. Íslensk kjötsúpa, öll börn elska kjötsúpu, sama hvað þau hata lauk, hvítkál og rófur , sama hvað kjötið festist í tönnunum og sama hvað hún er krydduð. Þau bara geta ekki hætt að slafra þessu dýrindi í sig og er það hið besta mál enda fátt betra fyrir börn en þessi súpa sem hefur haldið lífinu í kófdrukknum þjóðhátíðargestum í 200 ár.

6.Steiktur kjúklingur með maísbaunum og kokteilsósu. Þetta er eitthvað sem hægt er að redda á nokkrum mínútum ef hverfisbúðin selur heilgrillaðan kjúkling, örugglega ágætt nema maður fær oftast illt í magann af þessu gumsi, sérstaklega ef þambað er gos með og hafðar franskar on the side, mæli ekki með þessu nema maður sé sjálfur að drepast úr leti,

7.KFC, METRO, SUBWAY,NINGS, AMERCAN STYLE og allt hitt ruslið sem maður fær fyrir hálft nýra og hægra lungað útá næstu gatnamótum.

Ógeðslega ávanabindandi enda hlýtur að vera sett heróín útá þetta.

8. Pylsupasta. Einfaldur og mjög góður, pylsur brytjaðar niður steiktar uppúr olíu, tómatsósu og púðursykri, pasta soðið og kælt niður, blandað við allt gumsið... mjög gott og fljótlegt.

9. French toast, nokkur egg brotin og sett í skál, mjólk og season all sett samanvið, hrært með gaffli og svo er brauð skorið í teninga, velt uppúr eggjablöndunni og svo er þetta steikt á pönnu uppúr smjöri.
Pottþétt máltíð með tómatsósunni sívinsælu.

10.Pítsa, eftir að upprúllaða tilbúna gerdeigið kom í búðirnar þá er þetta orðið skyndilegra en skyndibitinn sjálfur, betra ef eitthvað er og hægt að spara sér mikla peninga ef ætlunin er að halda afmælispartý eða einhverskonar teiti. Fullkomin lausn, seðjandi og bragðgott.

   (14 af 46)  
5/12/09 03:01

Regína

Heimagerður plokkfiskur er ekkert seinlegur heldur, það þarf bara þessa leiðinda fyrirhyggju að eiga soðinn fisk og kartöflur. En ef allt er gert í einu er þetta álíka fjótlegt og grjónagrautur.

5/12/09 03:01

krossgata

Mér finnst tómatsósa vond og pulsur/pylsur ekki matur. Hvað sem því líður þá er þessi upptalning alveg samhljóma við hvað var fádæma vinsælt hjá mínum börnum þegar þau voru yngri. Svo verða þau 16 og þá verður 7. liður það eina sem þau vilja.

5/12/09 03:01

Grýta

Hvernig smakkaðist svo plokkfiskurinn?

5/12/09 03:01

Skabbi skrumari

Kannast við megnið af þessu...

Rónabrauð eru líka vinsæl, smyrja kjötfarsi á brauðsneiðar og steikja á pönnu upp úr smjöri. Tómatsósa eða kokteilsósa með...

5/12/09 03:01

Dula

Plokkfiskurinn smakkaðist vel, kannski svolítið of sætur fyrir minn smekk en hefði líklegast raðast uppí börnin á heimilinu . Og það var lítill sem enginn laukur í honum sem er alveg fáránlegt.

5/12/09 03:01

Dula

Já ég verð nú bara að viðurkenna það að ég hef aldrei eldað né smakkað rónabrauð , verð líkaað fara að bæta kjötfarsbollum á listann, það er sko almennilegt fóður .

5/12/09 03:01

Grýta

Sammála þér. Það verður að vera laukbragð af plokkfiski og svo pipar.

5/12/09 04:01

Nermal

Merkileg tilviljun að ég er akkúrat með liftarpylsu í pottinum og svo verður hafist handa við grautargerð. Svo er saltfiskur og hamsatólg líka alger snilld. Spurning hvað íþróttábjálfurinn segir um þann rétt.

5/12/09 05:01

Jarmi

Fokk, nú er ég svangur.

5/12/09 06:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Þegar ég var krakki vissi ég fátt betra en steiktan fisk í raspi. Þetta hnossgæti stappaði maður saman við kartöflur & sérlagaða sinnepsbætta kokkteilsósu (svipað & lýst er í lið 2 héraðofan). Nauðsynlegt meðlæti var jafnframt súrmjólkur-hrásalat, nett-brenndur laukur í smjörlíkisbaði, & sítrónusafaskvetta yfir allt heila galleríið.

5/12/09 09:02

Kondensatorinn

Namm.

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.