— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/12/09
Núna tölum við um tilfinningar ..... aftur.

Lengi hef ég haft mikinn og almennan áhuga á öllu sem viðkemur fólki, sálfræði, lífsreynslusögum , vestrænni og kínveskri stjörnuspeki, tarot og venjulegum spilum, spá og talnaspekingum , miðlum , draumaráðningum ,hjátrú og kreddum ýmiskonar. Hef líka haft nokkuð gaman af því að spá í spil sjálf þó ég telji mig vera amatör þá hefur mér tekist að sjarma fólk uppúr bomsunum með allskonar lukkulegum giskum. Samt tekst mér oft að klúðra fyrir mér einföldustu málum af minni alkunnu snilld.

Eitt fer þó í taugarnar á mér og það er þegar fólk tekur uppá því að haga sér eftir því sem stjörnuspáin í mogganum segir eða reynir að túlka alla hluti sem einhverja fyrirboða og er alveg með samsæriskenningarnar á kristaltæru það má orða það þannig að þessir einstaklingar noti eitthvað utanaðkomandi til að móta hegðun sína, margir hlusta á vini sína , ættingja og þá sem þeir nota sem fyrirmyndir , aðrir nota fjölmiðla og sjónvarpsefni, sumir nota einhver trúarrit eða eitthvað svoleiðis og þá verður fólk fyrst undarlegt í höfðinu.

Það verður til einhverskonar kokteill af togstreitu á milli þess sem það heldur að það eigi að gera samkvæmt einhverjum kokkabókum og svo þeirra innri betri vitundar sem mótmælir stöðugt þeirri hegðun sem er ráðandi.

Stundum hitti ég fólk sem veit allt betur en allir aðrir og það er betra að hafa svoleiðis fólk með sér en á móti af því að þegar þú ert komin á móti þessu fólki þá er ekki aftur snúið, þú færð aldrei aftur uppreisn æru , sama hvað þú segir , gerir, skrifar, biður eða gerir breytingar á framkomu þinni almennt.

Í gegnum tíðina hefur mér tekist misvel að lesa í hegðun fólks og er alltaf að verða færari í að sjá nokkurn veginn ferilinn sem fólk er í þá stundina. En alltaf er maður að læra og til þess þarf maður að gera ógrynnin öll af kjánalegum mistökum... aftur og aftur.

Nú vinn ég með fötluðum einstaklingum á unglingsaldri þar sem allt er að byrja að gerast í hormónakerfinu og það er mjög svo fróðlegt að sjá hulunni flett svona algjörlega af tilfinningahita unglingsáranna. Þau sýna (of mikla) ástúð þegar þeim þykir vænt um einhvern, þau hlæja af gleði og gráta ef þeim líður illa.

Við sem erum ekki talin opinberlega fötluð , heft eða greindarskert skv læknisgreiningu gerum allt sem við getum mögulega til að fela allar tilfinningar okkar við brosum þegar okkur líður illa við hlæjum þó gamanið sé grátt og grátum ekki þó tilfinningarnar okkar séu særðar , við segjum ekki það sem okkur finnst þó svo aðrir skynji að það sé ekki allt með felldu.
Nú eða gerum alltof mikið úr því og hlæjum alltof mikið og hátt að einhverju ómerkilegu og förum á trúnó og grenjum úr okkur augun yfir að hafa misst níræða langömmusystur sem enginn hefur séð í 50 ár eða einhverju ámóta ósorglegum atburði..

Sumt .. ef ekki flest fullorðið fólk sér í gegnum svona lagað og það er ekkert að ástæðulausu því að það hefur lifað lengur og lent í öllum þessum tilfinningarússíbönum sem þeir yngri eiga eftir að ganga í gegnum.

Ég segi sumir því að það er ekki sjálfgefið að fólk þroski tilfinningar sínar með aldrinum, það er til fólk sem í alvöru sneiðir hjá því að gera mistök og situr bara heima með sína bók og telur sig hafa allt á tæru.
Og ef það hefur kannski gert mistök þá skammast það sín alltof mikið fyrir þau til að læra af þeim af því að allt átti að sýnast fullkomið.

Svona álíka fullkomið og hundaskítur í kassa sem er fallega pakkaður inní skrautlegan gjafapappír.

Ég held að ég sé alveg hætt að vera bitur, þetta er svo fallegt og hugljúft, finnst ykkur ekki ?

   (20 af 46)  
1/12/09 15:00

Offari

Lífi heldur alltaf áfram að kenna manni. Við verðum fullkomin þegar við deyjum. Því þá hættum við að öfundast út í aðra og sættum okkur við það sem við erum.

1/12/09 15:00

Huxi

Þetta er djúpt og gegnheilt félaxrit, fullt af speki og augljóst að höfundurinn hefur djúpan skilning á mannlegu eðli.. Því finnst mér pínu einkennilegt að manneskjan sem ritar þetta, skuli gefa sig að kukli og hindurvitnum eins og spádómum og draumaráðningum. En það er kannski bara eitt skrefið á þroskabrautinni.

1/12/09 15:01

Dula

Já Huxi minn, ætli maður þurfi ekki að reyna það á eigin skinni áður en maður fer að tala um það að einhverju viti.

1/12/09 15:01

krossgata

Ég er ávallt með nýpússaðan geislabaug.
[Glottir... geislar eins og engill]

1/12/09 15:01

Regína

Æji, Dula. Ég er búin að lesa þetta nokkrum sinnum yfir og velti því stanslaust fyrir mér hvort það sé misskilningur hjá mér að þér finnist þú vera betri en aðrir vegna þess að sumir fara í taugarnar á þér og sumir vita allt best (en ekki þú), og sumir þora ekki að gera mistök (en það gerir þú). Það hlýtur að vera misskilningur, er það ekki?
Pælingin um unga fólkið og hormónana finnst mér stórskemmtileg.

1/12/09 15:01

Dula

Er það misskilningur í mér að það sé pínu Ragnar Reykás í kommentinu hennar Regínu [glottir einsog fífill]

1/12/09 15:01

Þarfagreinir

Það er fátt verra fyrir sálina en að rembast alltaf við að vera og sýnast fullkominn. Allir eiga sér slæmar hliðar sem þeir verða að viðurkenna og horfast dálítið í augu við til að geta sæst við þær almennilega.

1/12/09 15:02

Bleiki ostaskerinn

Mér finnst ágætt að finnast ég bara vera fullkomin vegna þess að ég er hætt að reyna að fela gallana. Enda felst fullkomnun ekki í gallaleysi. En ef ég miða sjálfa mig við þessar skoðanir sem þú segir okkur frá í þessu félagsriti þá ætti ég að teljast hafa þroskað mínar tilfinningar bara ágætlega, amk miðað við aldur.

1/12/09 15:02

Dula

Ég vil endilega taka fram að þær pælingar sem koma fram í félagsritinu eru eingöngu eitthvað sem hringlaði um í hausskelinni á mér einhverntíma um hánótt og eiga ekkert endilega að sýna það að ég sé óvanalega klár og vitur sjálf.
Það eru bara svo margar hliðar á öllu og ég sá þessa hlið mála í þessu riti, kannski sé ég eitthvað alltannað þegar ég verð andvaka næst.

1/12/09 15:02

Regína

Jájá, ég get verið óttalegur Ragnar Reykás.
Enda líkar mér sérstaklega illa við fólk sem ekki betur viðurkennt að það skipti stundum um skoðun, ég tala nú ekki um ef það getur aldrei endurskoðað skoðanir sínar. Þess vegna leiðist mér pólitík.

1/12/09 15:02

Lopi

Það er um að gera að lifa lífinu heldur en að húka heima. Á unglingsárunum eyddi ég miklum tíma í að hlusta á plötur. En ég hlustaði virkilega á þær og í dag finnst mér glöggari á tónlist en aðrir.. eh þannig að það er allveg sama hvað maður gerir. Maður græðir alltaf á því.

1/12/09 16:00

Lopi

Það er óneitanlegur kostur fyrir nútímafólk að það þarf ekki að húka heima hjá sér á meðan það hlustar á tónlist.

1/12/09 16:00

Valþjófur Vídalín

Það er mikill misskilningur að gera ráð fyrir því að fólk þroskist sjálfkrafa með aldrinum. Það er misjafnt, eins og svo margt annað í þessu lífi.

Stundum eiga barnabörnin mín til að segja afa sínum ýmislegt sem hann vissi ekki áður, eða veita honum aðra sýn á hlutina.

Börnin hafa hins vegar ekki tíma til að segja nokkurn skapaðan hlut, þar sem þau eru upptekin við sk. starfsferil.

Að gráta fallinn meðlim fjölskyldunnar, þó lítt þekktur sé, er ekki skömm á nokkurn hátt. Að dvelja við það er hins vegar ekki mjög snjallt.

Vona ég að nokkrir hafi orðið einhvers vísari í morgunsárið.

1/12/09 17:01

Heimskautafroskur

þetta finnst mér gott félagsrit. takk.

1/12/09 18:00

Kiddi Finni

Fatlað fólk er stundum heilla og hreinna en við s.n. "heilbrigðir"

En við erum alltaf undir áhrifum frá öðrum, hvort það sé meðvitað eða ekki. Vítaskuld er ég sammála Dulu að ef maður fastheldur einhverjum kenningum að svona á að vera, getur það haft frekar undrarlegar afleiðingar.

Huxi, þar sem þú segir að draumaráðningar séu hindurvitni og kukl: voru menn eins og Freud og Jung bara kuklarar og skottulæknar?

1/12/09 18:01

Huxi

Kiddi: Það veit ég ekki enda hef ég lítið lagt mig eftir því sem þeir voru að velta fyrir sér. Það sem ég meina er, að þú spáir ekki fyrir um atburði í framtíðinni með því að velta fyrir þér hvað gerist í höfði sofandi manneskju á meðan að heili hennar rúllar í frígír, lítt truflaður af áreiti skilningarvitanna.

1/12/09 18:02

Kiddi Finni

Alveg rétt Huxi minn.
Svo eru þessir kallar með öðruvisi draumaráðningar, undirmeðvitundin er að vinna úr einhverju sem maður hefur ekki viðurkennt við sjálfan sig eða gert sér grein fyrir. En allt í lagi, dreymi ykkur fallega...

1/12/09 18:02

Kiddi Finni

Alveg rétt Huxi minn.
Svo eru þessir kallar með öðruvisi draumaráðningar, undirmeðvitundin er að vinna úr einhverju sem maður hefur ekki viðurkennt við sjálfan sig eða gert sér grein fyrir. En allt í lagi, dreymi ykkur fallega...

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.