— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/09
Úrgangur

Um allkyns merkingu orðsins úrgangur. Ingibjörg, viltu segja orðið úrgangur....Ú R G A N G U R.. takk fyrir Ingibjörg.

Hér er úrgangur nefnifall
um úrgang þolfall
frá úrgangi þágufall
til úrgangs eignarfall

með greini er það svona

Hér er úrgangurinn
um úrganginn
frá úrganginum
til úrgangsins

Þetta er nafnorð sem getur lýst margvíslegu sorpi, saur , skólpi, afgöngum, slori, innyflum og þessháttar.

Það mætti nota þetta orð yfir auma mannræfla samanber úrhrak.

Úrgangur er samsett orð úr orðunum Úr og Gangur.

Þarna er líka hægt að nota Af í staðinn fyrir Úr , en þegar maður skeytir Af við gangur þá verður úr Afgangur sem er allt annað en úrgangur því að afgangana má nota aftur en úrgang er ekki æskilegt að nota nema í endurvinnslu, sem áburð eða uppfyllingarefni í landfyllingar.

Úrgangur getur auðveldlega verið niðurgangur (ræpa) (ritræpa) og einnig uppgangur (æla) og þennan óbjóð erum við hér að láta bjóða okkur einsog ekkert sé.

   (6 af 46)  
31/10/09 07:01

Blöndungur

Úrgangur kallast það líka þegar úr gengur.
(sbr.: Úrsmiður 1: Það er aldeilis flottur úrgangur í þessu sólúri.
Úrsmiður 2: Jájá, gengur alveg einsog klukka.)

31/10/09 07:01

Þarfagreinir

Ég sé að einhver hefur sturtað niður.

31/10/09 07:01

hlewagastiR

Mér sýnist hann hafa gert það sjálfur, sennilega er hann eitthvað að skoða sinn gang.

31/10/09 07:01

Þarfagreinir

Já, einmitt. Það er vonandi að það beri árangur. Ég hef kannski verið fullsvartsýnn á ágæti þess að gefa ráð, en það er reyndar byggt á ansi biturri reynslu.

31/10/09 07:01

Dula

Ahh og mikið svakalega er manni nú létt þegar úrgangurinn hefur gengið sína leið.

31/10/09 07:01

Golíat

Já þakka þér Dula fyrir þinn þátt í að hreinsa hér út!

31/10/09 07:01

Nermal

Það er tilgangur með að frágangi á úrgangi.

31/10/09 09:00

Upprifinn

Er ekki til eitthvað sem heitir frávirkur úrgangur. >Klórar sér í höbbinu eins og fífl<

31/10/09 09:02

Huxi

Hlebbi: Þegar þú segir að hann sé að skoða sinn gang ertu þá að meina úrgang?

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.