— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/12/08
Í dag.

Já ! Það er nú farið að fjúka í flest skjól þegar bitrar júnkur eru farnar að syngja og tralla af sælu og gleði, seinustu tvö árin hefur ekkert verið að gerast í höfðinu á mér nema sjálfselska, sjálfsánægja, sjálfsdekur og sjálfsdýrkun. Að mér finnst. Mér hefur alltaf þótt ferlega skítt þegar einhverjum fnnst ég ekki jafn eftirsóknarverð og mér þykir þeir vera.

Ég var að lesa félagsrit ungrar gestapíu sem er greinilega í þeim sporum núna sem ég hef sjálf staðið í.

Það er ekkert gaman að standa einn, það er heldur ekkert gaman að vera einn og geta ekki átt þessa hversdagslegu, venjulegu hluti með neinum.... jú kannski eru börnin manns og nánustu vinir að koma í staðinn og fylla upp ákveðið tómarúm, en það er eitthvað fullorðins við það að vera í sambandi sem byggist á sameiginlegum ákvörðunum sem eiga að breyta lífi manns til frambúðar.

Maður breytir ekki framtíðinni sinni með vinum sínum, þeir eru til staðar fyrir mann og veita manni gelði og yndislegheit í gegnum súrt og sætt, þeir reyna ekki að breyta manni, stjórna manni eða hafa áhrif á val manns í vinnu, við makaleit eða menntun, það er þeirra hlutverki að rýna til gagns ,maður á að læra og virða skoðanir þeirra alveg einsog maður gerir sjálfur við þá á móti.
Þá er ég að tala um alvöru vini.

Fyrir ekkert alltof löngu síðan var ég alltaf grenjandi yfir því að vera bitur og júnkuleg. kannski af því að ég var sjálf lokuð og sjálfhverf.

Ef einhver varð hrifinn af mér á tók ég til fótanna og éf ég varð hrifin að einhverjum þá verð það helst að vera eitthvað algjörlega vonlaust dæmi sem vinkonur mínar fussuðu og sveiuðu yfir.

Þar kom að því að ég sá ljósið, ég er sjörmuð uppúr bomsunum.

Í dag er ég hætt að fljóta einsog höfuðlaust hænsn að feigðarósi í minni sjálfsást.
Ég er tilbúin að deila henni og rækta hana.

Já og það er alveg ótrúlega skrýtið og undarleg tilfinning að vera loksins tibúin að hleypa öðrum að.

Ég hélt líka að hjartað mitt væri lokað og læst , ísbrynjan utanum mig og ég væri bara ískalt og eigingjarnt biturt hex sem væri ekki viðbjargandi.

   (38 af 46)  
1/12/08 04:02

Billi bilaði

Vallarástin virðist ennþá vera til.
Þó að herinn horfinn sé
heillar Dulu vallarspé.

1/12/08 04:02

Regína

Hvaða ískulda ert þú eiginlega að tala um Dula?

1/12/08 04:02

Dula

Ég er að tala um minn persónulega kulda gagnvart hrifningu karlmanna sem stóðust ekki mína sjálfselskulegu standarda

1/12/08 04:02

Regína

Mér finnst það nú bara skynsamlegt af þér. Þú þarft ekkert að kalla það kulda.

1/12/08 04:02

Garbo

[Setur ísaxirnar á útsölu]

1/12/08 04:02

Regína

En til hamingju Dula.
Það sem ég vildi sagt hafa er að mér hefur aldrei fundist þú kuldaleg, og öfunda þig af hvað þú hefur mikið að gefa.

1/12/08 04:02

Nornin

Æi þú ert krútt!
En gott að einhverjum tókst að sjarma þig, konur eins og þú eiga ekki að vera einhleypar, þið eigið að elska og elska og elska!

1/12/08 04:02

B. Ewing

Gott að heyra að það er annar maður þarna úti sem er sjúklega heppinn, næstum jafn heppinn og ég.

1/12/08 04:02

Villimey Kalebsdóttir

Þú ert æðisleg Dula! Tii hamingju með að hafa þorað að hleypa einhverjum að þér. [Knúsar Dulu]

1/12/08 04:02

Hexia de Trix

Dula mín, nú verður maður bara forvitinn sko! [Glottir og knúsar Dulu]

1/12/08 04:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

-
[Setur Geirfuglana á fóninn & syngur með]

Byrjaðu í daa-ag að elska,
byrjaðu í daa-ag að elska...

[endurtekið að vild]

1/12/08 05:01

Vladimir Fuckov

Til hamingju með þetta. Ísklumpar af margvíslegum tegundum leynast eflaust víða.

[Skammar Billa í leiðinni fyrir að orsaka eitthvað sem er bannað hjer, nefnilega hlátur]

1/12/08 05:01

Altmuligmanden

Ástin lætur ekki að sér hæða. Vertu góð við kallinn, hrósaðu honum mikið og leyfðu honum að halda að hann ráði. Haltu þeim stíl alltaf og ævinlega. Þá muntu uppskera ríkulega.

1/12/08 05:01

Dula

Kærar þakkir trölli minn.

1/12/08 05:01

Kiddi Finni

Þá eru enn til kallar sem kunna gott að meta... Til hamingju.

1/12/08 05:02

Nermal

Vá hvað ég þekki þessa tilfinningu sem þú lýstir að framan í félagsritinu. Þegar maður var búinn að vera einn í rúmmlega 30 ár var maður eiginlega búinn að gefast upp, var þess full viss að enginn vildi neitt með mann gera og jafnvel að manni væri það gersamlega fyrirmunað að elska aðra manneskju. Gestapóar þekkja frammhaldið á minni sögu. Ég vona það að þú hafir fundið almennilegan einstakling sem gefur þér það sem þú átt svo sannarlega skilið af örlögunum. Það er yndislegt að elska og vera elskaður.

1/12/08 11:00

Skreppur seiðkarl

Ertu þá ekki lengur skráð 'single' á facebook?

Til hamingju.

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.