— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/08
Sól inni , sól úti sól í hjarta sól í sinni ,sól bara sól.

Já ég get ekki á mér setið, eftir að hafa horft á hana Yohönnu syngja sig inní hjörtu evrópubúa á eftir hinum ævintýralega krúttilega norðmanni þá er maður svo soft og væminn eitthvað í hjartanu sínu. Ég er að hugsa um að taka smá GEH fíling á þetta.

Það er alveg dásamlegt að við Íslingar getum loksins fengið einhverja pínulitla uppreisn æru eftir þetta harðlífi sem einkennt hefur íslenskt þjóðarstolt uppá síðkastið.

Vorið er greinilega á undanhaldi og sumarið er að detta inn, garðar að grænka og humlurnar okkar krúttilegu suða og hlussast glaðar um nýútsprungna fíflana sem eru að springa úr gleði.

Já ég hef sjaldan fundið vorið jafngreinilega koma inn með jafnmiklu trukki, það virðist vera að birta yfir öllu í mínu lífi, ég er sáttari við allt, ég er glaðari með allt, ég á fullt af vinum og vinkonum sem eru æst í að gleðja mig og svo einstaka aðdáendur farnir að dúkka upp hér og hvar, mér til ómældrar ánægju .

Maður heldur oft að ef maður er alltaf að hafa áhyggjur af öllu þá sé maður nú með hlutina under control, en svo er aldeilis ekki, bara slaka á og sleppa takinu á leiðinlegu hlutunum, þá hleypast skemmtilegu hlutirnir nær og allt verður auðveldara.

Já ég er kannski búin að missa mig í sápukúluskýinu og öllu því, en hverjum er ekki sama .

Hakúnamatata !

   (32 af 46)  
5/12/08 17:01

Regína

Dula! Ertu að hanga inni að skrifa félagsrit í þessu frábæra veðri?
Og hvað er ég svosem að gera að hanga inni og lesa það?

5/12/08 17:01

Offari

Gleðilegt sumar.

5/12/08 17:01

krossgata

Ég er einmitt að hvíla mig á sólinni núna og fer aftur út eftir smástund. Nauðsynlegt að hvíla sig á henni stund og stund.

5/12/08 17:01

Jarmi

Það væri ansi gott ef maður gæti séð almennilega á skjáinn úti í öskrandi sólinni, þá myndi ég leggjast oftar og lengur í sólina með tölvuna en raunin er. Ég er bara svo viðþollaus nefnilega.

5/12/08 17:01

Kiddi Finni

Gott að hafa sól. þarf eiginlega fara út líka...

5/12/08 17:01

Grágrímur

[Lýtur út um gluggan, sér skýin, íhugar kaldhæðnina og dæsir mæðulegu]

5/12/08 17:01

Ívar Sívertsen

SANASÓL!

5/12/08 17:02

Vladimir Fuckov

"...krúttilega norðmanni"
Þá hlýtur sigurlagið að vera algjörlega misheppnað.

Það er hinsvegar afar ánægjuleg tilbreyting að fá hásumarveður strax um miðjan maí [Ljómar upp í bjarma frá sól en aldrei þessu vant eigi plútóníum].

5/12/08 19:00

Finngálkn

Já gleðilegt sumar - ég er líka með harðlífi...

5/12/08 19:00

Dula

Finngálkn, STUBBAKNÚS !

5/12/08 20:01

Einstein

Gleðilegt sumar Dula. Það er orðið ansi hlýtt hérna í Sviss og börnin farin að hlaupa um hálf nakin.

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.