— GESTAPÓ —
Júlía
Nýgræðingur og  skriffinnur.
Dagbók - 7/12/03
Gagnrýni á gagnrýnar á gagnrýni

Er öll umfjöllun af hinum góða?

Fjarri veri mér að fyllast ofsóknaræði (mikilmennskubrjálæði er meira fyrir mig), en maður má orðið varla slá fingri á borð án þess að pöpullinn rísi upp á afturlappirnar og kveini og kvarti yfir gagnrýninni. Geta menn ekkert gagnrýnt annað en gagnrýnina hjá mér? Hvar endar þetta eiginlega? Þetta er eins og að standa í Speglasalnum í Versölum (hmm...það var gaman á sínum tíma...haldið bara áfram, greyin mín).

Ég er sátt.

   (28 af 59)  
Júlía:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:16
  • Síðast á ferli: 22/5/06 23:57
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Matarmenning.
Æviágrip:
Líf mitt er eins og lokuð bók. Hins vegar neyðist ég til að segja eitthvað vilji ég halda aukamyndinni minni inni.
Þetta fallega hálsmen fékk ég t.d. í sumargjöf 1997. Annað þarf fólk ekki að vita.