— GESTAPÓ —
Júlía
Nýgræðingur og  skriffinnur.
Dagbók - 5/12/03
Ill tíðindi, en ánægjuleg

Ég er ekki ósvipuð Önnu í Grænuhlíð. Rétt eins og hún tala ég alls ekki alltaf þegar mig langar að tala (eða skrifa).
Þó er nú svo komið að ég hef skotist upp fyrir fjölmarga ritglaða heiðursmenn og -konur, nú síðast sjentilmennina Harald Austmann og Vladimir Fuckov.

Mér ofbýður eigin ritgleði og því hef ég ákveðið að draga mig í hlé um sinn. Sjálfskipuð útlegð mín frá Baggalútíu mun hefjast (að öllum líkindum) mánudaginn 10. maí.

Fjendur, gleðjist; vinir, örvæntið ekki.

   (40 af 59)  
Júlía:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:16
  • Síðast á ferli: 22/5/06 23:57
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Matarmenning.
Æviágrip:
Líf mitt er eins og lokuð bók. Hins vegar neyðist ég til að segja eitthvað vilji ég halda aukamyndinni minni inni.
Þetta fallega hálsmen fékk ég t.d. í sumargjöf 1997. Annað þarf fólk ekki að vita.