— GESTAPÓ —
Offari
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/07
30% afskrift..

Nú hafa bankarnir afskrifað um 30% af inneignum viðskiptavina sinna.

Er þá ekki kjörið að þeir afskrifi líka 30% af skuldum viðskiptavina sinna?
Málið er að ég get ekki keypt mér hús því fasteignaverð er 30% of hátt. Fasteignaverð getur ekki lækkað því allar fasteiginir eru of veðsettar. Fasteignamarkaðurinn verðu því frosinn þangað til heimilin fara á hausinn. Því ekki bara að sleppa gjaldþrotum heimilina og afskrifa öll lán um 30% og koma markaðnum aftur í gang?

   (44 af 52)  
1/11/07 06:00

Mikki mús

Eru það ekki 60% af inneign sem ætlunin er að færa á milli nýja og gamla Landsbanka?
Ég ætla að standa fastur á því að borga ekki meira en 60% af mínum bankaskuldum.

1/11/07 06:00

Offari

Ef bankarnir afskrifa skuldi fer kerfið aftur í gang.

1/11/07 06:00

Mikki mús

Ef bankarnir viðurkenna og samþykkja innistæður landsmanna , með því að millifæra þær að fullu yfir á innlánsreikninga í nýjum banka, geta þeir öðlast traust á ný.

1/11/07 06:00

albin

Bankaviðskipti eru einstefnuviðskipti.

Ef lánsfé rýrist, á það bara við um lánsfé sem ÞÚ lánar bankanum, en ekki lánsfé sem bankinn lánar þér.

Leikreglurnar eru einhliða samdar, og eru okkur aldrei í hag.

1/11/07 06:00

Bismark XI

Ef að góður hópur fólks sameinast um að fara í bankan sinn og sækja peninginn sinn geta þeir ekki neitað og þá mun koma í ljós að bankin þinn á ekki nema brot af peningunum sem lagður hefur verið inn á hann í gegnum tíðina því að hann getur ekki borgað fólkinu út það sem það á.
Annars er eitthvað fólk að huga að málsókn vegna þessa nákvæmlega.

1/11/07 06:00

Nermal

Er ekki bara verið að tala um svokallaða peningamarkaðsreikninga? Ríkisstjórnin hefur margsagt að innistæður séu að fullu tryggðar.

1/11/07 06:00

Lopi

Peningabréfin eru ekki ríkistryggð. Það var ekki einu sinni smátt letur sem sagði það. Þetta er eins og skipulagt rán! Áhættuflokkur af peningabréfum var 1 af 7. Nánast 100% öruggt en áhættustuðullinn var þó 1. Einhver áhætta. Hverjum datt í hug svona algert hrun? Kannski vissu bankastjóranrnir það alltaf og þeir voru alltaf að reyna að fresta hruninu með því að plokka af fólki hér á Íslandi með peningabréfunum og Icesavereikningunum í Hollandi og Bretlandi.

1/11/07 06:00

Ívar Sívertsen

Þar sem verðmæti bankanna hefur hrunið um 99% þá hljóta skuldir okkar að hjaðna um 99%... eða hvað?

1/11/07 06:00

Lopi

Já það hlýtur að vera. Nema að það sé lögbundið að það megi ræna almúgann.

1/11/07 06:00

Lopi

Verum jákvæð. Við erum þó allavega fræg. Vinkona mín í Sviss hafði samband við mig í gær og spurði hvernig ég hefði það. Það er víst mikið fjallað um hrunið á Íslandi í fjölmiðlum þar.

1/11/07 06:00

Garbo

Það er lögbundi, Lopi , að það megi ræna almúgann og ég veit ekki betur en Offari hafi stutt það í síðustu kosningum.

1/11/07 06:00

Lopi

Ætli að ég hafi ekki gert það líka. Og við öll? Nema þeir sem kusu vinstri græna? Samfylkingin aðhafðist ekki neitt eftir að hún kom í stjórn.

1/11/07 06:01

Dexxa

Sem betur fer skulda ég ekki mikið.. en ég á nú heldur ekki mikið..

1/11/07 06:01

GerviSlembir

Hvernig væri að gáfumenni héðan frá Baggalút taki sig saman, nýti sér ástandið á Alþingi, og stofni almennilegan stjórnmálaflokk.

Flokk með menntuðu og hæfu fólki sem ekki rotið af pólitík?

1/11/07 06:01

GerviSlembir

Þetta allt saman gerðist vegna þess að það eru vanhæfir þingmenn, vanhæfir ráðherrar, vanhæfir bankastjórar og vanhæfir seðlabankastjórar.
Allt þetta vinnur saman og útkoman er sem á horfist.

Viðskiptaráðherra er heimspekingur.
Iðnaðarráðherra er líffræðingur með sérhæfingu í kynlífi fiska í Þingvallavatni.
Fjármálaráðherra er dýralæknir.
Formaður bankastjórnar Seðlabankans er lögfræðingur sem hefur ekki hundsvit á fræðum hagfræðinnar.
... og þar fram eftir götunum

Þegar ég fer til læknis vil ég hitta lækni, ekki viðskiptafræðing.
Finnst fólki svo skrýtið að allt sé í klessu...

Hér er eingöngu vanhæfi um að kenna.
Menntunarkröfur á þing, á ráðherra og á Seðlabankastjóra.

1/11/07 06:01

krossgata

Fólk er ekki ráðið á þing, það er kosið þangað - erfitt að setja menntunarkröfur þar. Það þyrfti þá líklega fyrst að setja menntunarkröfur í flokkana, alla vega fyrir framboðslista.

1/11/07 06:01

GerviSlembir

Setja saman flokk sem uppfyllir þessi skilyrði og hefur menntunarkröfurnar á stefnuskránni.

1/11/07 06:02

Offari

Pólitíkin kemur þessum fjárglæframönnum ekkert við.

1/11/07 06:02

Upprifinn

GS það er einmitt mikilvægt að gera ekki of miklar menntunarkröfur á þingmenn og ráðherra. þeir eiga að vera þverskurður af þjóðinni og ekkert annað
einn gallinn á alþingi í dag er ofmenntun.

1/11/07 06:02

GerviSlembir

Ég var alveg kominn í ham og búinn að skifa harðort svar til Upprifins, en hætti svo við. Ég ætla ekki að vera að þvaðra um pólitík hér. Það endar bara í hringavitleysu.
Tölum bara um eitthvað skemmtilegt.

1/11/07 01:00

Skreppur seiðkarl

Húmanistaflokkinn í stjórn! xHúm!!

1/11/07 01:00

Skreppur seiðkarl

Exhume er eitthvað skrýtið orð en töff.

Offari:
  • Fæðing hér: 9/10/05 11:53
  • Síðast á ferli: 23/5/23 07:34
  • Innlegg: 25412