— GESTAPÓ —
Offari
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 2/11/07
Mér er spurn.

Þótt Offari sé klár þá er bara sumt sem Offari skilur ekki.

Afhverju eru verkamenn á lægri launum en bankastjórar? Hér hefur alltaf verið talað um ábyrgð. En hver er ábyrgðin? Jú ef verkamaðurinn klúðrar stórt er hann rekinn og ef verkamaðurinn skuldar meir en hann ræður við fer hann í gjaldþrot. Ef bankastjórinn klúðrar stórt er málið þaggað og ef hann skuldar meir en hann ræður við eru skuldir hans afskrifaðar og verkamaðurinn látinn borga. Ef laun eiga að fara eftir ábyrgð sýnist mér að verkamaðurinn beri meiri ábyrgð

   (35 af 52)  
2/11/07 23:02

Upprifinn

þú ert greinilega orðinn kommi eins og frændi þinn.
Til hamingju.

2/11/07 23:02

Villimey Kalebsdóttir

JÁ.. HEYR HEYR. Offari, þú átt inni hjá mér knús.

2/11/07 23:02

Offari

Þú þurftir nú ekki að tvítaka þetta. Þú veist vel að það er niðrandi að vera kommi. (eða kannski var)

2/11/07 23:02

Herbjörn Hafralóns

Óréttlæti heimsins eru engin takmörk sett og alltaf erum við smælingjarnir að tapa.

2/11/07 23:02

Einstein

Þetta er góð spurning. Sér er nú hver ábyrgðin ef þessi grey geta ekki borið hana.

2/11/07 23:02

Einn gamall en nettur

Það er af því að bankamaðurinn er í jakkafötum. Sá sem er ekki í jakkafötum hann er ekki neitt. Suit up!

2/11/07 23:02

Garbo

Hver ákvað eiginlega að hafa þetta svona?

2/11/07 23:02

Grágrímur

þeir sem eiga péninginn væntanlega...

3/11/07 00:00

krossgata

Góðar spurningar. Örugglega til glás af "af því að-" svörum, sem engin eru rökrétt.

3/11/07 00:00

Offari

Ég held að Grágrímur hafi hitt naglan á höfuðið..

3/11/07 00:00

Vladimir Fuckov

Ábyrgð bankastjóra er meiri m.a. því afleiðingar af klúðri hjá þeim geta orðið risastórar, þ.e. þær sem nú blasa við. Hinsvegar er algjörlega óþolandi ef þeir sleppa með flest/allt sitt á þurru auk þess sem laun þeirra voru allt, allt of há (einhversstaðar á bilinu 10-1000 sinnum of há).

3/11/07 00:00

Grágrímur

Einhverntíman las ég einhversstaðar (já vertu gamall) hvað það væri skrýtið að leikskólakennarar væru með lág laun en gjaldkerar í banka með há laun. Við borgum fólkinu sem passar peningana okkar meiri péning en fólkinu sem passar börnin okkar. Skrýtið verðmætamat... en ég sá auðvitað einn galla á þessu, bankarnir passa ekkert peningana okkar... þeir stela þeim.

3/11/07 00:00

Ívar Sívertsen

Einhvern tímann sá ég plakat þar sem á var prentað risastórt spurningamerki og ofan við það var prentað HVER GÆTIR ÞESS DÝRMÆTASTA SEM ÞÚ ÁTT og neðan við spurningarmerkið var prentað
BANKASTJÓRI: (mjög há launaupphæð)
LEIKSKÓLAKENNARI (mjög lág launaupphæð)

3/11/07 00:01

Lopi

Óréttlæti leiðir til hruns. Þegar laun verkstjóra í ráðstjórnarríkjunum voru orðin sexföld laun verkamanna hrundi kommúnisminn...eðlilega.

3/11/07 00:01

Jarmi

Ég vil meiri spillingu og fleiri tækifæri til að taka þátt í henni!

Gerið mig að bankastjóra ellegar borgið mér fyrir að þegja!

3/11/07 01:00

Einstein

Menn sem finna upp lækningu við skelfilegum sjúkdómum eiga að fá mikið.

3/11/07 05:01

Skreppur seiðkarl

Þá ættu menn sem lækna fólk af skelfilegum sjúkdómum einnig að fá mikið.
..sem þeir gera ekki á miðað við fjölda vinnustunda sem þeir skila.

Offari:
  • Fæðing hér: 9/10/05 11:53
  • Síðast á ferli: 23/5/23 07:34
  • Innlegg: 25412