— GESTAPÓ —
Offari
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Sálmur - 3/12/08
Þjóð í þrengingum.

Ég er bara að gera tilraun með tvístuðlunarháttinn glænýja. Sumir eru reyndar á móti nýjungum en það eru bara bölvaðir vinstridellusauðir sem vilja ekki framfarir.

Íslenska þjóðin í erfiðum þrengingum
Auðmen og þingmenn hér gerðu þann vanda.
Lánin og sparnaður lentu í sprengingum
Lífsvonir sparisjóðs er nú að stranda.
Uppgreiðslur lána með efriðum lengingum
Ellinar lífshorfum virðast nú granda.
Aum er sú trú að með Evrópu tengingum
Eflist svo trúin að burt reki fjanda.
Boðberar frjálshyggju búast við flengingum
Byltingin fifldjarfa kom með sinn anda.
Martraðir heimila mæla með hengingum
Mannlegum harmleik skal við þetta blanda.

   (27 af 52)  
3/12/08 23:01

Grýta

Mér finnst þetta flottur kveðskapur.

3/12/08 23:01

Billi bilaði

Nú verður hlebbI ánægður, enda er þetta flott.

3/12/08 23:01

Blöndungur

Yfirdrifið! Þetta er magnað. Ég vissi ekki af mér fyrren nokkru eftir að ég var búinn að lesa kvæðið. Það er líklega útaf tvístuðuluninni; hún gefur öllu miklu meiri kraft, einsog eykur kynngi orðanna - þetta er óttalegt ... Sum kvæði eru einsog skurðir, önnur einsog lækir, sum yfirborðsföll, tær og falleg. Þetta er aðalveiturör, stórt og kringlótt með þungum straumi.
- Ég tek ofan fyrir augnablikinu, að verða hér vitni að fæðingu nýs og glæsilegs háttar.

3/12/08 23:02

Andþór

Mikla Skál!

3/12/08 23:02

Jarmi

Svo er bara að gera þetta dýrara og dýrara þar til hægt verður að borga skuldirnar með þessu.

3/12/08 23:02

Garbo

Þessi kreppa er vissulega mikið framfaraskref og bara asnar sem ekki kunna að meta hana. Ágætur sálmur annars.

3/12/08 23:02

Merkilega glæsilegt! Skemmtilegur háttur sem hér verður til, sbr. innlegg Blöndungs. Ég er stoltur af því að eiga þátt í sögunni - að eiga þátt í sjálfum uppruna sjálfs tvístuðlunarháttarins! [Montar sig]

Er ekki tímabært að stofna nýjan kveðskaparþráð fyrir okkur hin að reyna fyrir okkur?

4/12/08 00:00

B. Ewing

Þessi tvístuðlunarháttur er magnaður. Ég hlakka til að spreyta mig á honum. [Ljómar upp]

4/12/08 00:01

hlewagastiR

Já, Billi, nú er ég ánægður. Bæði með bragarháttinn og með þann manndóm höfundar að neita að gangast undir Nýja sáttmála við erlenda kónga. Þarna fer maður sem sér önnurráð út vandanum en að óska eftir að sjálfræðissviptingu.

4/12/08 00:01

hvurslags

Þetta er það langflottasta sem þú hefur ort.

4/12/08 00:01

Þarfagreinir

Skemmtilegt rím, og tvístuðlunin kemur vel út. Flott í flesta staði.

4/12/08 00:01

Heimskautafroskur

Glæsilegt! Ribbit.

4/12/08 00:01

hlewagastiR

Stuðlaflétta. Mér finnst það vera rétta nafnið á þennan hátt. Ég lít svo á að hvert orðapar mynd sameiginlegan fléttustuðul og að þannig séu í raun tveir stuðlar og einn höfuðstafur í hverju vísuorðapari. Þetta er fínasta stuðlaflétta.

4/12/08 00:02

Útvarpsstjóri

Stórskemmtilegt, vel gert Offari!

4/12/08 01:00

Huxi

Þú ferð offari í yrkingum. Haltu því bara áfram. Skál fyrir Offara

4/12/08 01:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ákaflega eftirtektarvert framtak, & stórgóð vinnsla í rími & ljóðstöfum.
Lýsandi dæmi um hvernig velheppnað form getur magnað upp inntak kvæðis.

4/12/08 01:00

Kiddi Finni

Kippis og skál. braghátturin fer að likjast á Kalevala. En flottara hjá Offara.

4/12/08 01:00

Offari

Stuðlafétta er flott nafn.

4/12/08 01:01

hlewagastiR

Offari: hrós Kidda Finna er sambærilegt við að segja að eitthvað sé svipað eddukvæðunum - bara betra. Það er ekkert smá!

Offari:
  • Fæðing hér: 9/10/05 11:53
  • Síðast á ferli: 23/5/23 07:34
  • Innlegg: 25412