— GESTAPÓ —
Leir Hnoðdal
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 2/11/04
John

25 ár eru nú frá því þessi ágæti bóhem safnaðist til feðra sinna.<br /> Það hefur áður verið minna tilefni til pistlings eða gagnrýni en þetta.

Hann átti ekki eins margar myndir af sér á veggjunum í herbergi unglingsins og Paul. Paul var númer eitt svo kom hann á undan Georg og svo rak Ringó kallinn lestina.

Tónlistin sem þeir frömdu var fyrir mig og mína. Í skólanum og bekkjunum var hlutfallið þetta 75 - 90% Bítlarnir á móti Rollingunum. Það dró samt saman með fylkingum þegar árin liðu og við komumst á æðri menntunarstig. Fyrst líkaði mér ekki hvernig John einangraði sig frá hinum smátt og smátt. Í dag myndi ég segja að hann hafi þroskast frá þeim. Þessi japanska með stóra rassin féll mér ekki, svo ég tali nú ekki um gaulið í henni inná plöturnar þarna meða The Beatles voru í dauðateigjunum.

Svo þroskaðist maður sjálfur og þá nálgaðist maður John aftur, það var svona um það leiti sem fréttin af morðinu barst í eyrun mín úr Radíonette útvarpinu pabba og mömmu.

Síðan eru liðin mörg ár. Þarna skömmu eftir 8. des 1980 mætti ég stundum góðum manni á gangi sem taldist og telst kanski enn ef hann er ennþá á meðal vor "skrítinn". Hann stoppaði mann alltaf þegar við mættumst, lagði hönd á axlir mínar, horfði í augun á mér og hafði yfir þessi ódauðlegu orð J L : Maybee I´m a dreamer, but you are dreamer too" svo gekk hann sinn veg.

Nokkrum dögum seinna var ég í Þýskalandi og stóð þar í biðröð einn daginn við plötubúð til að kaupa og vera með fyrstu mönnum til að eignast "Double fantasy" og hún var spiluð þétt næstu mánuði og meira að segja "gaulið" hennar Yoko var orðið þolanlegt. Það var nú bara þetta.

Give peace a change

   (6 af 22)  
2/11/04 08:00

Offari

Sakna hans líka.
Takk fyrir.

2/11/04 08:00

Tina St.Sebastian

Chance...ekki change.

2/11/04 08:00

Leir Hnoðdal

Takk Tína. Prófarkalestur klikkaði. Give me a chance. Annars voru Change ágætir líka.

2/11/04 08:01

voff

Já tilveran er svo sannarlega gráglettin, John Hinckley mistókst sitt ætlunarverk en M.D. Chapman tókst sitt. Hvernig ætli veröldin væri ef það hefði snúist við?

2/11/04 08:01

Leir Hnoðdal

Verulega útópísk trúi ég.

2/11/04 08:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Hann var góður þú ert góður

2/11/04 08:01

Nafni

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og dauða guðum líka.

2/11/04 08:02

Ívar Sívertsen

Gefðu gussa skiptimiða... Annars var þetta ágætis félagsrit.

2/11/04 10:01

Herbjörn Hafralóns

Bítlarnir voru frábærir en ég var ekki sáttur þegar John og Yoko byrjuðu saman og hálfpartinn kenndi maður henni um að hljómsveitin hætti.
Hins vegar tók ég John aftur í sátt þegar Double Fantasy kom út og eins og flestir harma ég mjög ótímabært fráfall hans.

Leir Hnoðdal:
  • Fæðing hér: 11/8/05 13:24
  • Síðast á ferli: 15/9/06 10:29
  • Innlegg: 2
Eðli:
Heiðarlegur ungur maður í anda sem lætur sér ekki allt fyrir augum brenna. Lifir í von um að einn daginn hlotnist honum sá heiður að losna við viðurnefnið Nýgræðingur og fá bókmenntaverðlaun Baggalúts ef þau eru þá til. Er líka tilbúinn að taka að sér ábyrgðarstarf bjóðist það hjá ríkistjórn Baggalúts. Kann vel að meta bitlinga svo nálgast framskóknarmennsku af bestu sort. Lifir frekar flóknu lífi en þykir gott matarkex frá Frón. Kann að meta konur með gott hjartalag og húmor.
Fræðasvið:
Rannsóknir á salernis-veggjakroti frá 7. áratug síðustu aldar og þýðing þeirra og uppeldisleg áhrif þeirra á nýráðna Hæstaréttardómara. Uppfyndningar á lími sem límir allt hafa þó verið mínar ær og kýr.
Æviágrip:
Fæddur á sjúkraskýli nálægt 66 gráðum norður. Móðirinn var rauðhærð og afneitaði skáldinu "med det samme". Hefur unnið á eyrinni, sótt sjó og dvalið til sveita og á möl. Er félagi í uppfyndningasamtökum lýðveldisins og hefur fórnað miklu af frístundum sínum við að finna upp lím sem límir allt. Stundað fornleifarannsóknir á salernum með styrk frá Gustafsberg A/S í Noregi.