— GESTAPÓ —
Leir Hnoðdal
Nýgræðingur.
Dagbók - 10/12/04
Sælir eru þeir sem söknuðu

Sælir eru þeir sem söknuðu mín héðan, því ég er mættur aftur.

Hingað er ég nú aftur kominn. Hef verið fjarverandi öllu sem nefnist Baggalútur og undirflokkum hans í alltof langan tíma.
Hrósið happi yfir að ég mundi leyniorðið óskert í 3 vikur.

Sit ég hér og er mættur aftur
mettur af leiðindum.

Leiðindin eru leiðinleg.

Megi lútur gefa mér gleðina
gagnið og gamanið aftur á ný
þó horfin sé vorgolan hlý

   (13 af 22)  
10/12/04 04:01

Skabbi skrumari

Komdu aftur sæll, þótt ótrúlegt megi virðast (og ekki taka því illa), þá tók ég ekki eftir að þú værir farinn... reyndu að vera meira eftirminnilegur Leir minn... Skál...

10/12/04 04:01

Skabbi skrumari

... Auðvitað saknaði ég þín Leir... Komdu nú að kveðast á karlinn...

10/12/04 04:01

Gísli Eiríkur og Helgi

hjartsanleg velkominn til baka

Leir Hnoðdal:
  • Fæðing hér: 11/8/05 13:24
  • Síðast á ferli: 15/9/06 10:29
  • Innlegg: 2
Eðli:
Heiðarlegur ungur maður í anda sem lætur sér ekki allt fyrir augum brenna. Lifir í von um að einn daginn hlotnist honum sá heiður að losna við viðurnefnið Nýgræðingur og fá bókmenntaverðlaun Baggalúts ef þau eru þá til. Er líka tilbúinn að taka að sér ábyrgðarstarf bjóðist það hjá ríkistjórn Baggalúts. Kann vel að meta bitlinga svo nálgast framskóknarmennsku af bestu sort. Lifir frekar flóknu lífi en þykir gott matarkex frá Frón. Kann að meta konur með gott hjartalag og húmor.
Fræðasvið:
Rannsóknir á salernis-veggjakroti frá 7. áratug síðustu aldar og þýðing þeirra og uppeldisleg áhrif þeirra á nýráðna Hæstaréttardómara. Uppfyndningar á lími sem límir allt hafa þó verið mínar ær og kýr.
Æviágrip:
Fæddur á sjúkraskýli nálægt 66 gráðum norður. Móðirinn var rauðhærð og afneitaði skáldinu "med det samme". Hefur unnið á eyrinni, sótt sjó og dvalið til sveita og á möl. Er félagi í uppfyndningasamtökum lýðveldisins og hefur fórnað miklu af frístundum sínum við að finna upp lím sem límir allt. Stundað fornleifarannsóknir á salernum með styrk frá Gustafsberg A/S í Noregi.