— GESTAPÓ —
Leir Hnoðdal
Nýgræðingur.
Pistlingur - 31/10/04
Naglasúpan sýður uppúr

Nú hefst malbiksmalaratíð landans með tilheyrandi sargi surgi og sóðalegum götum og gangstéttum.

Í morgun. Á leiðínni í vinnunna í þessari dráps umferð. Það kemur skrímsli upp að hliðinni á mér. Ég meina skrímsli. Svona Jeppi sem fólk á venjulegum jarisum og öðrum pútum horfir undir með skelfingu þegar það mætir þeim eða þeir bruna framhjá. Hann var með flaksandi svona á að giska 7 - 8, tíu metra loftnetstangir hér og þar uppúr flykkinu. Skóflur tvær skrúfaðar sín hvoru megin við rauðan 100 lítra bensínbrúsa aftan á óskapnaðinum. Skildann vera á leið á Norður eða Suðurpólinn ? Allir þessir kastarar. Vá ! Kanski sér hann illa.
SVO VAR ÞAÐ HELV..... NAGLASARGIÐ OG DRUNURNAR FRÁ HONUM SEM ÉG ÆTLAÐI AÐ TUÐA ÚTAF.
ÉG heyrði ekkert lengur í útvarpinu. Djö......... Djöfull hlítur að vera gaman að þeysa á svona fyrirbæri um jökla og vegleysur.
EN ÞESSI ÓSKAPNAÐUR Á EKKI AÐ VERA Á GÖTUM BORGARINNAR, ÉG VIL AÐ ÞAÐ VERÐI BANNAÐ MEÐ LÖGUM ÞÓ ÉG SÉ ANARKISTI.
GÓÐI GUÐ GEFÐU OKKUR NEÐANJARARLESTIR OG SAMGÖNGUKERFI.
Þá gæti eitthvað af peningunum sem annars færu í endurmalbikun sumar eftir sumar farið í það til að byrja með og svo í að borga skikkanlegt og mansæmandi kaup á elliheimilum og barnaheimilum eða bara til að borga niður jarisa fyrir þá sem vilja láta sér nægja svoleiðis eða álíka bila til að komast í vinnuna eða útí búð til að athuga með gardínur eða fara með hundinn í permanent.

   (11 af 22)  
31/10/04 19:02

Lopi

Ekki eiga jeppaeigendurnir að búa upp á fjöllum?

31/10/04 20:00

Leir Hnoðdal

Jú jú minn ágæti Lopi. Þar eiga þeir að búa og eiga nóg af lopavettlingum, hafi þeir ekki ráð á öðrum farartækjum, því þeirra fjallajeppar eiga heima á fjöllum og hvergi annarstaðar.

31/10/04 20:01

Galdrameistarinn

HALLÓ!!! Hafðu hemil á þér Leiri minn. Það gæti nú alveg hugsast að þetta væri einhver utan af landi sem átti erindi í þennan óskapnað sem Reykjavíkin er orðin og hafi kanski ætlað sér að fara ótroðnar slóðir til síns heima eftir borgarferðina.

Merkilegt hvað fólk er fljótt að grípa til fordómana án þess að athuga málið áður.
Ég hef fengið hatursfullt augnatillit þegar ég mæti til Reykjavíkur á mínum fjallajeppa sem þó er ekki einu sinni á negldum dekkjum, (ekki enn), en með nokkur loftnet en ekki skófluna og brúsasettið og kastarana.

31/10/04 20:02

Ísdrottningin

Oj bara bensínjeppi og á negldu - á marauðu, ég skil þig vel. Það er sko eitthvað annað en minn eðalfjallavagn, hann er sko draumadíselvagn af háu kaliberi og ekki fara naglarnir undir fyrr en ástæða er komin til (þessi hvíta, þú manst)...
Og jú, mikið rétt það er sko ekkert sem jafnast fyllilega á við það að þeysa á honum á jöklum og vegleysur (það er að segja, séu vegleysurnar undir snjó því annars látum við þær alveg vera).
Kær kveðja frá jeppagellunni.

Leir Hnoðdal:
  • Fæðing hér: 11/8/05 13:24
  • Síðast á ferli: 15/9/06 10:29
  • Innlegg: 2
Eðli:
Heiðarlegur ungur maður í anda sem lætur sér ekki allt fyrir augum brenna. Lifir í von um að einn daginn hlotnist honum sá heiður að losna við viðurnefnið Nýgræðingur og fá bókmenntaverðlaun Baggalúts ef þau eru þá til. Er líka tilbúinn að taka að sér ábyrgðarstarf bjóðist það hjá ríkistjórn Baggalúts. Kann vel að meta bitlinga svo nálgast framskóknarmennsku af bestu sort. Lifir frekar flóknu lífi en þykir gott matarkex frá Frón. Kann að meta konur með gott hjartalag og húmor.
Fræðasvið:
Rannsóknir á salernis-veggjakroti frá 7. áratug síðustu aldar og þýðing þeirra og uppeldisleg áhrif þeirra á nýráðna Hæstaréttardómara. Uppfyndningar á lími sem límir allt hafa þó verið mínar ær og kýr.
Æviágrip:
Fæddur á sjúkraskýli nálægt 66 gráðum norður. Móðirinn var rauðhærð og afneitaði skáldinu "med det samme". Hefur unnið á eyrinni, sótt sjó og dvalið til sveita og á möl. Er félagi í uppfyndningasamtökum lýðveldisins og hefur fórnað miklu af frístundum sínum við að finna upp lím sem límir allt. Stundað fornleifarannsóknir á salernum með styrk frá Gustafsberg A/S í Noregi.