— GESTAPÓ —
Leir Hnoðdal
Nýgræðingur.
Dagbók - 8/12/04
Heimtur úr helju

Langloka um hve maður verður hætt kominn af fráhvarfs einkennum steingleymi maður lykilorðinu sínu á Gestapó.

Úff, púff og trallala.
Kæru félagar, bræður og systur. Ég fagna ykkur rosalega um leið og ég vona að þið fagnið mér ! Þið kanski spyrjið,: ,, ... af hverju lætur skáldið svona" ?? Ég svara,: Af því ég hef nú hrakist um lyklaborðið villtur og glataður. Að ég hélt að af langlífu væri mér úthýst frá gestapóskum veruleika og ætti ei afturkvæmt meðal ykkar kæru bræður og systur.

Já það var lóðið. Ég týndi lykilorðinu útúr hausnum á mér. Bara sí svona. Sat eins og þvara og horfði á kræklótta fingur mína í réttstöðu á lyklaborðinu en þetta stutta, þjála og að ég hélt ógleymanlega orð var fokið út í veður og vind. Ég sver ykkur að ég grét. Ég reyndi og reyndi. Pikkaði inn öll mögu og ómöguleg orð sem ég gæti hafa sett inn sem lykilorð. Svo hugsaði ég, kanski er þetta af því ég er ekki í sömu tölvu og ég var þegar ég skráði mig !! Kanski best að bíða þangað til ég kemst í hana næst. Og ég gerði það. Reyndi að útiloka allar hugsanir um Baggalút og Gestapó þar til ég hlammaði mér í stólinn fyrir framan tölvuna sem innvígði mig á Gestapó..... og svo kom stundin !! Ekki baun í bala, ég var gjörsamleg steingeldur í hausnum.

Hvað var nú til ráða. Ekki voru orðin sem komu alltaf upp við vitlaust lykilorð svo upplífgandi. : ,, Þú hefur slegið inn kolvitlaust lykilorð fíflið þitt" eða eitthvað í þá áttina. Enginn takki fyrir Gleymt lykilorð !! Og þá datt mér í hug eftir nokkrar tilraunir í viðbót. Tölvupóstur !! Það var einmitt það. Ég hafði notað gamalt tölvupóstfang sem ég átti á vísir.is þegar ég skráði mig inn og þar hlaut að liggja póstur frá Baggalút sem segði hvaða lykilorð ég notaði.

Málið var samt ekki dautt góðir hálsar. Ég var búinn að gleyma því líka. Sama hringavitleysan hófst. Ég var að verða brjálaður. Kíkti við og við inná Gestapó og sá að það var búið að yrkja um mig heilu drápurnar, bjóða mér uppí dans í virtum dansklúbbi plús það að skíta mig smá út og fl og fl án þess að ég gæti svarað nokkru.

Nú fer sögunni bráðum að ljúka (annars væri ég ekki að skrifa þetta skiljiði). En hvar ég sat á eldhúskolli og var að horfa á fréttirnar á RUV, kemur þá ekki viðtal við einn mann...... BINGO ég stökk á fætur og fór á stökki inní tölvuherbergi því aðgangsorðið var kall helv..... sem viðtalið var við og mér opnuðust hunduðir af Vigagra tilboðum og Nígeríubænaskjölum
og þarna ofarlega í haugnum var þá póstur frá þessum yndæla manni honum enter á Baggalút sem hljóðaði svo;

BAGGALÚTUR fagnar þér

. Upplýsingar um aðgang þinn er hér á eftir:

----------------------------
Notendanafn: Leir Hnoðdal
Aðgangsorð : xxxxxxxxxxxx

Í öllum bænum ekki týna þessu bréfi, við höfum hvorki tíma né þolinmæði til að eltast við lykilorð sem einhverjir tossar hafa glutrað frá sér.

--
Kveðja, ritstjórn.

Hugsið ykkur hve aumingjalegt það hefði verið að þurfa að krjúpa í duftið og væla út nýtt ORÐ.

En sem sagt ég hef tekið gleði mína á ný og börnin eru hætt að vera hrædd við mig.

   (18 af 22)  
8/12/04 23:01

Skabbi skrumari

Til hamingju með það... ég hef alldrei nokkurn tíman gleymt mínu lykilorði, enda er það það sama og nafnið mitt (prófiði bara)...

8/12/04 23:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Þú segir það

8/12/04 23:01

feministi

1234 klikar aldrei

8/12/04 23:02

Berserkur

asdf er líka skothelt. (Ég er laungu búinn að tína tölunni á öllum mínum asdf notendanöfnum, aðgangsorðum og slíku.)

Leir Hnoðdal:
  • Fæðing hér: 11/8/05 13:24
  • Síðast á ferli: 15/9/06 10:29
  • Innlegg: 2
Eðli:
Heiðarlegur ungur maður í anda sem lætur sér ekki allt fyrir augum brenna. Lifir í von um að einn daginn hlotnist honum sá heiður að losna við viðurnefnið Nýgræðingur og fá bókmenntaverðlaun Baggalúts ef þau eru þá til. Er líka tilbúinn að taka að sér ábyrgðarstarf bjóðist það hjá ríkistjórn Baggalúts. Kann vel að meta bitlinga svo nálgast framskóknarmennsku af bestu sort. Lifir frekar flóknu lífi en þykir gott matarkex frá Frón. Kann að meta konur með gott hjartalag og húmor.
Fræðasvið:
Rannsóknir á salernis-veggjakroti frá 7. áratug síðustu aldar og þýðing þeirra og uppeldisleg áhrif þeirra á nýráðna Hæstaréttardómara. Uppfyndningar á lími sem límir allt hafa þó verið mínar ær og kýr.
Æviágrip:
Fæddur á sjúkraskýli nálægt 66 gráðum norður. Móðirinn var rauðhærð og afneitaði skáldinu "med det samme". Hefur unnið á eyrinni, sótt sjó og dvalið til sveita og á möl. Er félagi í uppfyndningasamtökum lýðveldisins og hefur fórnað miklu af frístundum sínum við að finna upp lím sem límir allt. Stundað fornleifarannsóknir á salernum með styrk frá Gustafsberg A/S í Noregi.